Morgunblaðið - 22.12.2020, Page 16

Morgunblaðið - 22.12.2020, Page 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Lyfjastofnun Evrópu sam- þykkti gær að veita bóluefni Pfizer-BioNTech markaðsleyfi. Bólusetning mun hefjast víðsvegar um Evrópu á næstu dögum. Upphaflega stóð til að stofnunin tæki ákvörðun um leyfisveitingu milli jóla og nýárs en henni var flýtt. Bólusetning með bóluefninu frá Pfizer er þegar hafin í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Ekkert bendir til þess að bóluefn- ið veiti ekki vörn gegn nýjum stofni sem hefur látið á sér kræla í Bret- landi og er talinn meira smitandi. Pfizer BioNTech fær markaðsleyfi ESB EVRÓPA ESB hefur sam- þykkt bóluefnið. Tveir karlmenn voru í gær fundn- ir sekir um mann- dráp og mansal eftir að 39 víet- namskir innflytj- endur fundust látnir í flutn- ingabíl á Eng- landi á síðasta ári. Í bílnum voru lík fólks sem kafnaði í óbærilegum hita í flutn- ingagámi bílsins. Tveir aðrir karl- menn voru einnig fundnir sekir um aðild að málinu en þeir höfðu áður játað brot sín. Refsing mannanna verður ákveðin í janúar. Fundnir sekir um 39 manndráp BRETLAND 39 fundust látin í flutningabílnum. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Hvert landið á fætur öðru tilkynnir nú lokanir, bannar flug eða stöðvar aðrar samgöngur frá Bretlandi í kjölfar þess að greint var frá nýjum stofni af kórónuveirunni sem talinn er vera meira smitandi en aðrir stofnar. Bretar hafa fært viðbún- aðarstig í London og víðar upp á fjórða stig og segja útbreiðslu nýja stofnsins komna úr böndunum. Hong Kong, fyrrverandi nýlenda Breta, hefur bannað allt flug frá Bretlandi frá og með miðnætti og lengt sóttkví þeirra sem hafa komið til landsins frá Bretlandi. Frakk- land hefur stöðvað allar ferðir frá Bretlandi í tvo sólarhringa, þar á meðal frakt um vegi, með flugi og lestum. Bannið kemur á versta tíma þar sem allt kapp er lagt á að koma vörum yfir landamæri með óvissuna um brexit hangandi yfir útflytjend- um. Þýskaland hefur einnig stöðvað flug frá Bretlandi til og með 31. desember. Eitt tilfelli í Hollandi Allt farþegaflug frá Bretlandi hefur verið bannað til Hollands til áramóta. Eitt tilfelli af nýja stofn- inum hefur greinst í Hollandi. Flug- ferðir frá Bretlandi til Írlands voru bannaðar á miðnætti í minnst tvo sólarhringa en Írland og Bretland deila 499 km landamærum. Þá hef- ur flug til Ítalíu einnig verið stöðvað og innganga í landið verið bönnuð hafi einstaklingur dvalið í Bretlandi síðastliðna 14 sólarhringa. Einn hef- ur greinst með nýjan stofn veir- unnar á Ítalíu. Fleiri Evrópulönd hafa gripið til ráðstafana vegna veirustofnsins. Spánn, Portúgal og Belgía hafa stöðvað flug frá Bretlandi, það hef- ur Finnland einnig gert í tvær vikur sem og Sviss þar til ákvörðun verð- ur tekin um annað. Eistland, Lett- land og Litháen og Króatía hafa stöðvað flug næstu tvo sólarhring- ana. Búlgaría hefur stöðvað flug til áramóta og Rúmenía í tvær vikur frá gærdeginum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, tísti að fólk sem kemur frá Bretlandi ætti von á skimun og öðr- um ráðstöfunum. Loka einnig á Danmörku Tyrkir hafa aflýst flugi frá Bret- landi, Danmörku, Hollandi og Suð- ur-Afríku og heilbrigðisráðherra Írans hefur fyrirskipað að flugferð- um frá Bretlandi verði aflýst í tvær vikur. Erlendum ríkisborgurum sem koma frá Bretlandi, Danmörku og Suður-Afríku til Ísraels hefur verið bannaður aðgangur. Önnur lönd sem gripið hafa til takmarkana eru Sádi-Arabía, Kúveit, El Salvador, Argentína, Síle og Marokkó. Skella í lás á Bretland  Fraktbann í Frakklandi kemur sér illa stuttu fyrir útgöngu Breta úr ESB  Sum lönd loka einnig á Danmörku, þar hafa níu tilfelli af nýjum stofni greinst AFP Lokun Fraktflutningabílar raða sér upp á lokuðum vegi vegna lokana Evrópulanda á fraktflutninga frá Bretlandi. EÐILEGA HÁTGL ÍÐ Opið til 22 í kvöld Verslun | Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | 588 0488 | Vefverslun á Feldur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.