Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 18
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Notkun farsíma jókstverulega á fyrri helm-ingi þessa árs. Póst- ogfjarskiptastofnun hefur
nú birt skýrslu sína með töl-
fræðilegum upplýsingum um fjar-
skiptamarkaðinn hér á landi, sem
nær yfir fjarskipti, netnotkun og
hlutdeild fjarskiptafyrirtækjanna á
fyrstu sex mánuðum ársins og ná
gögnin því yfir notkunina í fyrstu
fylgju kórónuveirufaraldursins og
endurspegla að einhverju leyti
áhrif samkomutakmarkana.
Þar má m.a. sjá að fjöldi mín-
útna úr farsímum á fyrstu sex
mánuðum ársins var 577 milljónir
á tímabilinu en var á fyrri hluta
síðasta árs 462 milljónir. Aukn-
ingin milli ára er því um 21%, sem
er töluvert umfram aukningu fyrri
ára.
Gögnin mun meira notuð í
símum en í spjaldtölvum
Ennfremur kemur þar fram
að gagnamagn á farsímaneti færist
enn í aukana og eykst milli ára um
54,4%. Bent er á í skýringum á
þessu að gagnamagn á farsímanet-
inu hefur aukist mikið á undan-
förnum árum með innleiðingu á
4G. „Í farsímanetum er hlutfalls-
lega meira gagnamagn notað í sím-
um en í öðrum tækjum sem eru
eingöngu fyrir gagnanotkun, t.d.
spjaldtölvum,“ segir í umfjöllun
Póst- og fjarskiptastofnunar.
Ljósleiðaratengingar hafa
aukist mikið og voru komnar í 66%
allra internettenginga á landinu
um mitt þetta ár. Hefur gagna-
magn um fastanet fjarskiptakerfis
landsmanna einnig aukist umtals-
vert. Gagnamagn á fastaneti á
fyrri hluta yfirstandandi árs var
alls 286.233 terabæti (TB) en var á
fyrri hluta ársins á undan 215.505
TB og jókst því gagnamagn um
tæp 33% á milli ára samkvæmt
upplýsingum Póst- og fjarskipta-
stofnunar.
Markaðshlutdeild
lítið breyst
Markaðshlutdeild stóru fjar-
skiptafyrirtækjanna, Símans, Nova
og Vodafone, í áskriftum að tal- og
netþjónustu í farsímakerfinu
breyttist nær ekkert á milli ára.
Hlutdeild Símans var 36,7% af far-
símaáskriftum á fyrri hluta ársins,
hlutdeild Nova var 32,9% og hlut-
deild Vodafone 26,8%. Hlutur ann-
arra jókst úr 2,7% í fyrra í 3,5% í
ár.
Auknar tekjur af gagna-
flutningum og netþjónustu
Heildarfjöldi farsímaáskrifta á
landinu öllu var 473.120 á fyrri
hluta ársins, sem er nánast
óbreyttur fjöldi frá því í fyrra.
Fram kemur í umfjöllun Póst-
og fjarskiptastofnunar um fjar-
skiptamarkaðinn að velta á mark-
aðinum á fyrri hluta ársins var
svipuð og árið á undan. Tekjur fé-
laganna af heimasíma og farsíma
fóru lækkandi en aftur á móti hafa
tekjur af gagnaflutningum og int-
ernetþjónustu ásamt tekjum af
fastaneti farið hækkandi. „Fjár-
festing á fjarskiptamarkaði er að-
allega í fastaneti, m.a. vegna lagn-
ingar ljósleiðara, og í farsíma-
rekstri.“
Gagnamagn í farsím-
um jókst um 54,4%
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Allir með síma Alls voru 473.120 farsímaáskriftir á landinu á fyrri hluta
ársins og virðast hafa náð hámarki því það er nánast sami fjöldi og í fyrra.
Farsímanotkun og gagnamagn
Gagnamagn á farsímaneti fyrstu 6 mán. 2010-2020, þúsundir TB
40
35
30
25
20
15
10
5
0
Tal og gögn Gögn eingöngu
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020
Heimild: Póst- og
fjarskiptastofnun
37 þús.
Farsímanotkun fyrstu
6 mán. 2020 eftir
fyrirtækjum
Síminn 215
Nova 190
Vodafone 126
Aðrir 27
39%
34%
23%
41%
59%
Milljónir mínútna
Alls
558 milljón
mínútur
18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
Margt afþví semfólk met-
ur hvað mest er
um leið það brot-
hættasta í eigu
þess. Það gildir
um margt annað
en það sem auðveldast er að
meta til fjár. Allt hitt, svo
sem traust, vinátta, ást, við-
urkenning, velvild, staða í
hóp eða jafnvel í samfélag-
inu öllu, getur laskast á
augabragði og verður illa
bætt. Sama gildir um æruna.
Þeir sem tapa einhverju af
þessu líku, sem ekki festir
auðveldlega hönd á, vildu
sennilega oft skipta út
áþreifanlegri verðmætum
fyrir þessi. En slíkt er sjald-
an í boði. Og forsjálir menn
geta ekki tryggt sig fyrir
þeim missi, enda yrði verð-
matið snúið og fæstir yrðu
nokkru bættari við slíkt
smyrsl í sárið.
Æran er þessarar gerðar.
Löngum mátti fletta lög-
unum og sjá að löggjafinn
ætlaðist til þess að æra
manna skyldi varin í þeim
tilvikum sem lesa mátti úr
lagatextum. Dómstólar
fundu síðar út, þótt fyrir því
væri ekki lagabókstafur, að
þeir sem hefðu kosið sér
vettvang sem kallaði á opin-
bera umræðu skyldu eiga
lakari vörn fyrir æru sína en
aðrir. Hefðu menn t.d. kosið
sér að starfa í umboði al-
mennings þá skyldi það þýða
að æru þeirra mætti sverta
verr en hinna sem ekki
störfuðu í lýðræðislegu um-
boði. Mörgum hefði þótt
sennilegra að ástæða væri
til að slá skildi um þá sem
um hríð vildu ganga erinda
almennings með þessum
hætti. Allnokkru síðar var
þessi veruleiki, sem engin
sett lög stóðu þó til, víkk-
aður út á þann veg, að tæki
almenningur, þ.e. þeir sem
ekki voru beinlínis í kjörn-
um erindum, meiri þátt í
opinberri umræðu en aðrir,
þá skyldi æra þeirra verða
minna metin en hinna og
það þótt þeir hefðu gætt vel-
sæmis í hvívetna gagnvart
öðrum.
Nú mætti hugsa sér að sá
sem yrði fyrir ærumeið-
ingum, eftir að hafa sjálfur
veist að viðkomandi með
briglsyrðum, teldist eiga
lakari málstað en ella. Sá
skilningur er þekktur af
þeim gömlu bókum sem við
metum mest. En hitt gengur
varla upp að dómarar geti
án heimildar frá
löggjafanum
„sett lög“ um að
sá sem tekur
þátt í opinberri
umræðu, en fer
þó ekki offari,
skyldi þess
vegna sitja óbættur undir
meiðingum annarra.
Lög gerðu vissulega ráð
fyrir því að kjörnir fulltrú-
ar á Alþingi yrðu ekki lög-
sóttir fyrir ummæli sín á
þingi nema meirihluti
þingsins (eða þingdeildar)
samþykkti slíkt. Fyrir
þeirri lágmarksvernd lágu
margvísleg rök, enda gætu
utanaðkomandi aðilar, sem
t.d. hefðu mikla fjárhags-
lega burði, beitt sér í um-
ræðu með óeðlilegum hætti.
Ýmsar leiðir voru þó færar
til að tryggja að ekki yrði
um ofvernd að ræða. Þann-
ig var sterkur leikur að
skora á þingmann að end-
urtaka orð sín utan þings
svo hægt væri að ná til
hans. Slík dæmi eru til og
um leið um það að ásakaðir
þingmenn hafi skorað á
aðra þingmenn að létta af
sér allri vernd. En ekkert
sérstakt réttlætir eða mælir
með því að þeir sem taka
þátt í opinberri umræðu án
þess að hafa formlegt erindi
skuli hafa veikari stöðu en
aðrir gagnvart ærumeið-
ingum. Nú er rétt að hafa í
huga að æruatlaga verður
ekki endilega bætt með
dómsáfelli þess sem hafði
hana í frammi eða með
miskabótum fyrir þann sem
fyrir varð. Óskammfeilnir
menn, sem teknir voru í
rúminu í slíkum málum,
gortuðu gjarnan yfir lágum
miskabótum og hlökkuðu
yfir því hveru lágt dóm-
stólar virtu æru þess sem
þeir höfðu meitt. Þeir not-
uðu sem sagt dómsnið-
urstöðuna til þess að vega í
sama knérunn.
Stóryrði og gaspur sem
beinist að einstaklingum
gerir fæstum nokkuð til og
það er ekki markmið laga
um æruvernd að reyna að
kenna sóðum lágmarks-
kurteisi og fátítt er að
menn sem fyrir slíku verða
eltist við það. Þeir sem
fylgjast enn með umræðu á
svo kölluðum samfélags-
miðlum furða sig mjög á
þeim ósköpum. Eina refs-
ingin við þau fól sem þar
þykjast hetjur er sú að
koma hvergi nærri þeim og
vilja sem fæst af þeim vita.
Það verður aldrei
nægjanleg heimild
fyrir því að gera eitt-
hvað sem vafasamt
er að menn geti}
Síðan lögunum
fyrst var flett …
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
F
regnir af skriðuföllum á Seyð-
isfirði eru sláandi. Þær sýna að
við sem byggjum okkar góða
land þurfum ávallt að vera á
varðbergi gagnvart náttúruöfl-
unum.
Fyrir mér rifjar þetta upp erfiðar minn-
ingar frá því í lok ágúst 1988. Þá féllu mikl-
ar aurskriður yfir Ólafsfjörð þar sem ég bjó
á þessum tíma og hafði gert frá fæðingu.
Aðra eins úrhellisrigningu og helltist yfir
okkur á þessum tíma hef ég aldrei upplifað
hvorki fyrr né síðar. Lækir breyttust í ár.
Niðurföll í bænum höfðu ekki undan eða
stífluðust. Gruggugur vatnselgur lá yfir göt-
um og lóðum og flæddi inn í kjallara og inn
á jarðhæðir húsa. Sums staðar var allt að 40 senti-
metra vatnselgur sem flæddi um göturnar. Þetta var
ógnvænlegt ástand.
Mikið vatn safnaðist upp í hlíðunum fyrir ofan bæinn
en þar eru stallar svipað og á Seyðisfirði. Gróður-
þekjan gaf sig og jarðvegurinn fór af stað. Litlar skrið-
ur fóru að falla í dreifbýlinu í grennd við bæinn. Ein
þeirra hreif með sér bíl með hjónum og þremur börn-
um og bar hann fram af Múlavegi um fjörutíu metra
niður hlíðina. Sem betur fer komust þau öll ómeidd frá
þessu en bíllinn var ónýtur. Vegir og götur tóku að
grafast í sundur. Flugvellinum var lokað. Almanna-
varnanefnd sat á fundi þegar stóra skriðan fór af stað
úr fjallinu fyrir ofan bæinn. Hún lenti á
nokkrum af efstu húsunum í hlíðinni og
hreif með sér bíla. Fólk slapp undan með
naumindum. Enn jók á flóðið í bænum og
svo féll önnur stór skriða á íbúðarhúsa-
hverfi. Margar minni aurskriður féllu einnig
í grennd við bæinn. Mikið af laxi drapst í
fiskeldisstöðinni rétt innan við bæinn.
Allt virtist annaðhvort á floti á Ólafsfirði
eða það var þakið leðju sem hafði ruðst ofan
úr fjallinu. Mikill einhugur var um björg-
unarstörf en þó kom aldrei til álita að rýma
bæinn eða hluta hans. Líklega hefði slíkt
verið gert í dag því frá þessum tíma höfum
við öll upplifað sársaukafulla reynslu af
völdum snjóflóða og aurskriða.
Allt rifjast þetta upp og vekur hjá mér sterkar til-
finningar þegar ég fylgist með sláandi fréttum frá
Eskifirði og Seyðisfirði. Eigin reynsla hefur kennt mér
að ekkert getur undirbúið mann fyrir það að standa al-
gjörlega magnvana gagnvart óútreiknanlegum krafti
náttúruaflanna. Ég hygg að enginn geti fyllilega sett
sig í spor þeirra sem lenda í slíkum hamförum. Ég
sendi öllum kærleiks- og baráttukveðjur. Stöndum
saman og styðjum hvert annað. Öll él birtir upp um
síðir. Kæru landsmenn.
Ég sendi ykkur öllum hugheilar hátíðarkveðjur.
Inga Sæland
Pistill
Hamfarir enn á ný
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen