Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 22

Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Nú þegar líður að jólum er orðið ljóst að eitthvað situr fast í stromp- inum hjá Borgarlínuhópnum. Skýrsla VB (Verkefnastofa Borg- arlínu) sem átti að koma í september er ekki komin og heldur ekki opnun tilboða í verkhönnun sem boðuð var á fréttavef VB. Henni var frestað fram yfir áramótin, sem er sorglegt, því þar fór jólagjöfin til ráðgjafar- hópanna. En þeir geta samt vel við unað, mikið magn af skýrslum er komið, sumar mjög slappar (Ragnar Árna- son, Mbl. 9.11. 2020), aðrar dálítið dularfullar og erfitt að sjá hvernig hlutum ber saman. Þó er ein setning í skýrslu COWI frá september 2017 á þá leið, að misheppnist fyrsti áfangi Borgarlínu verði þeir ekki fleiri. Líklega orð að sönnu. En spurningin er: Á þá nokkuð að vera að hætta á þann fyrsta? Reykjavík- urborg hefur verið svo óheppin í sín- um fjárfestingum að gengur göldr- um næst. Nýlega var Sorpa að hækka gjöldin eina ferðina enn Þetta er bein afleiðing af moltu-met- angerðar-fjárfestingarævintýri Reykjavíkurborgar sem kostaði marga milljarða en skilaði engu. En eitthvað virðist það komið upp í vana hjá Reykjavík- urborg að festa pen- inga sem hún ekki á og fær ekki til baka. Núna er boðuð stærri skriða af slíkum fjárfestingum en áður hefur sést. 1. áfangi Borgarlínu er líklega þar á meðal. En hver er hann? Hann er kynntur til sögunnar í ritinu Drög að mats- áætlun, maí 2020, en í áfangaskýrslu Strætó um nýtt leiðakerfi er hann partur af tveim stofnlínum. Lítið dæmi um ósamræmi í gögnum. Það sem þyrfti að komast á hreint er að hve miklu leyti er áætlað að nota vottað BRT-hraðvagnakerfi (e. Bus Rapid Transit). Í skýrslu COWI frá september 2017 er mælt með BRT-kerfi. Mynd af slíku kerfi birt- ist á vef RÚV 22.3. 2017 – 16:30 með frétt um að líklega yrði Borgarlína svona. Síðan virðast allir hafa trúað þessu, hönnuðir og borgarstjórn jafnt, sem í hverju orði lofar „há- gæðakerfi almenningssamgangna“ (samþ. í borgarstjórn 18.9. 2020). Gallinn er bara sá að með því fara 100 milljarðar í hafið strax, og meira seinna. En eru þá ekki gæðin mikil og þjónustustigið hátt úr því kostn- aðurinn er í þessum hæðum? Því er nú verr. Vottað BRT er strætókerfi sem þykist vera lest, enska slagorðið er „think train ride bus“ – taktu strætó og hugsaðu þér lest. Á miðjum veginum er sérstakur tveggja akbrauta bandormur fyrir strætó, ein braut í hvora átt eins og lestarteinar. Þetta er alger óþarfa stirðbusagangur, sérstakar akreinar hægra megin, eins og hingað til hef- ur verið lausnin, eru margfalt hag- kvæmari kostur í þröngum götum Reykjavíkur. Tilgangurinn með þessu er sagður mikil flutningsgeta og að geta breytt yfir í lest ef álagið vex strætó yfir höfuð. Er einhver hætta á því að strætó fái fleiri farþega en hann ræður við? Núna er hlutur strætó í ferðum á höfuðborgarsvæðinu að- eins um 3%, svo meiri líkur eru á að Esjan hrynji yfir Reykjavík en að strætó hafi ekki undan. Eitt ber þó heimildum saman um, strætó á helst ekki vera í meira en 400 metra fjarlægð. Þetta þýðir 800 metra á milli stöðva og þetta er haft í heiðri í öllum ráðgjafaskýrslum. En þetta þýðir að stofnlínurnar komast varla hraðar en u.þ.b. 25 km/klst. Svo er verið að teygja stofn- línukerfið inn á óbyggt land, t.d. Keldnalandið, í þeim greinilega til- gangi að hvetja fjárfesta til að byggja blokkir sem hella fast- eignagjöldum í galtóman kassa Reykjavíkurborgar. Ekki sérlega háleit markmið í borgarskipulagi, en hvað á síblönk borgarstjórn með of- fjárfestingaráráttu að gera? Allt bendir því til að þegar Borgarlínu- draumurinn birtist í raunheimum verði komið kerfi sem er stirðara og hægara en það sem fyrir er og 24 af hverjum 25 vilja ekki nota. Eina breytingin er sú að búið er að stækka kerfið, þ.e.a.s. teygja það út og stækka, svo það sé örugglega ekki lengra í burtu en 400 metra frá öllum hinum sem vilja ekki nota það heldur. Þá er líka búið að gera nýja einkabrú yfir Elliðaárnar fyrir strætó, taka 40% af göturými stofn- leiðanna undir 4% af ferðalöngum og stórskemma viðkvæma gróna byggð í Reykjavík og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, til að koma BRT-bandorminum fyrir. Í sjálfu sér er hægt að komast hjá þessu slysi. Ekki þarf annað en hætta að hugsa um þessa áður- nefndu mynd frá RÚV og koma sér niður á eðlilegt framhald af strætó- kerfinu. Benda má á grein Þórarins Hjaltasonar í Morgunblaðinu 7.11. 2020. Þar er sýnt fram á að auka má ferðatíðnina, og svo má auka hrað- ann líka, t.d. með því að fækka bið- stöðvum á síðasta spottanum niður í bæ þar sem stóru vinnustaðirnir eru. Þá þarf að sleppa bandorminum, sem mikill sparnaður er í. Að um- bylta götum til að koma honum fyrir kostar um 1.200 kr./millimetra. Að byggja þennan bandorm er sagt vera til þess að minnka tafir hjá strætó. En þessar tafir eru sjálf- skaparvíti borgarstjórnar sem hatar mislæg gatnamót. Tafir í umferð í Reykjavík nálgast 50% á álagstímum samkvæmt alþjóðlegri mælingu (TomTom). Umferð hér í Reykjavík er ekki það mikil, að tafir eigi að þurfa að fara yfir 10-20%, sem er við- unandi, og hún verður aldrei það mikil, gangi mannfjöldaspár eftir. En komi bandormurinn, rjúka tafir upp úr öllu valdi, og þá verður sprenging í fjölda sendibíla og at- vinnubíla og neytandinn borgar brúsann. Þá munu lítil fyrirtæki leggja upp laupana í stórum stíl, vöruflutningar leita annað (það er þegar byrjað) og stutt í landlægt at- vinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu. Með Borgarlínu sem vottað BRT- kerfi er verið að eyða fjármunum nánast til einskis. Þetta fé á að nota til að greiða fyrir almennri umferð um þjóðvegakerfi Reykjavíkur, út- rýma ljósum og greiða fyrir umferð- inni. Það er fjárfesting sem kemur öllum til góða, líka strætó. Borgarlína eyðir nánast til einskis því fé sem á að nota til að greiða fyrir almennri umferð um þjóðvegakerfi Reykjavíkur og mundi koma öllum til góða, líka strætó. Eftir Jónas Elíasson » Borgarlína eyðir nánast til einskis því fé sem á að nota til að greiða fyrir almennri umferð í Reykjavík og kemur þá öllum til góða, líka strætó. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. Borgarlínan – hvað er hún? ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA? Íslensku þjónustufyrirtækin eru á finna.is Hágæða handverkfæri frá Crown Tools Vefverslun brynja.is gavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isau Opið í kvöld til 2 2 Þorláksme s- sa til 23 INXX II Glæsilegasta lína okkar til þessa. INXX II BLÖNDUNARTÆKI Brushed brass Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.