Morgunblaðið - 22.12.2020, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
✝ Kristín Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
11. nóvember 1945.
Hún lést þann 16.
desember 2020 á
hjúkrunarheim-
ilinu Ísafold í
Garðabæ.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Jónasson
fjallabílstjóri frá
Múla í Línakradal, f. 1909, d.
1985, og Stefanía Eðvarðsdóttir
húsmóðir frá Helgavatni í
Vatnsdal, f. 1910, d. 1985.
Systkini Kristínar eru Gunn-
ar, f. 1938, d. 2018, og Signý, f.
1942.
Sjötta september 1969 giftist
Kristín eftirlifandi eiginmanni
sínum, William Þór Dison, f. 6.6.
arssyni, f. 16.10. 1976, þau eru
búsett í Garðabæ. Stefanía á
tvær dætur, Snædísi Líf, f.
05.07. 2000, og Elísa, f. 05.12.
2007, sonur Óskars er Eiríkur
Þór, f. 03.11. 1999.
Kristín og William bjuggu
alla sína búskapartíð í Víðilundi
1, Garðabæ.
Kristín útskrifaðist frá
Fóstruskóla Íslands 1966. Hún
starfaði á ýmsum leikskólum í
Reykjavík, einnig við heyrn-
armælingar barna hjá Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur. Hún
sat í félagsmálaráði Garðabæjar
og vann á Leikskólanum Bæj-
arbóli í Garðabæ en frá 1980
starfaði hún hjá fjölskyldu-
fyrirtækinu Guðmundi Jónas-
syni ehf.
Útför Kristínar fer fram í
Garðakirkju 22. desember 2020
klukkan 13.
Streymt verður frá athöfn-
inni á Facebook; Útför – Kristín
Guðmundsdóttir. Stytt slóð:
https://tinyurl.com/ybt8gc75
Virkan hlekk á slóð má finna
á:https://www.mbl.is/andlat
1944. William er
sonur Þórunnar
Ingimarsdóttur, f.
1921, d. 2018, og
William Earl Dison,
f. 1924, d. 1985,
Kristín og Willi-
am eignuðust þrjú
börn, 1) Eðvarð Þór
Williamsson, f. 1.2.
1970, í sambúð með
Sigurbjörgu Sig-
urðardóttur, f.
30.11. 1971, þau eru búsett í
Kópavogi. Börn þeirra eru Willi-
am Þór, f.20.03. 1999, Hrannar
Þór, f. 29.01. 2003, og Nökkvi
Þór, f. 29.01. 2003. 2) Gunnar
Örn Williamsson, f. 12.1. 1974,
Gunnar lést af slysförum 28.
apríl 1995. 3) Stefanía Sif Willi-
amsdóttir, f. 26.07. 1975, í sam-
búð með Óskari Þór Gunn-
Frænka mín Kristín er fallin
frá.
Þau ófáu skipti sem ég kom
niður eftir í GJ kíkti ég yfirleitt
upp á skrifstofu sem var ævin-
týraheimur fyrir litlu mig, allt
svo spennandi. Yfirleitt varst þú
þar og tókst á móti okkur með
hlýju brosi.
Ég hef enga trú á öðru en að
mikil gleði og kátína hafi brotist
út þegar þú steigst upp í Gull-
vagninn og hittir aðra fjölskyldu-
meðlimi sem eru þér kærir.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Elsku Willi, Eddi, Stefanía og
fjölskyldur, okkar innilegustu
samúðarkveðjur og megi góðir
vættir fylgja ykkur um ókomna
tíð.
Auður Ösp og fjölskylda
á Siglufirði.
Tendraðu lítið skátaljós
láttu það lýsa þér,
láttu það efla andans eld
og allt sem göfugt er.
Þá verður litla ljósið þitt,
ljómandi stjarna skær,
lýsir lýð, alla tíð
nær og fjær.
(Hrefna Tynes)
Enn er höggvið skarð í vina-
hópinn, hún Kristín okkar er far-
in heim, eins og við skátarnir
segjum, þegar félagi kveður
þessa jarðvist. Þessi hugsun að
fara heim er góð tilfinning, heima
getum við hvílst, ef við erum leið,
þreytt eða þjáð, þá er gott að
komast heim.
Í Skátaheimilinu við Snorra-
braut var alltaf mikið um að vera
og við hópuðum okkur saman eft-
ir aldri. Kristín var heldur yngri
en við, en fylgdi systur sinni Sig-
nýju inn í eldri hópinn og var þá
Kristín litla eins og hún var oft
kölluð í hópnum og við sem eldri
vorum þóttumst vera heldur lífs-
reyndari og fylgdumst vel með
litla skátanum okkar. Kristín gat
verið í hvaða hópi sem var bæði
eldri og yngri, með sinni glað-
værð, fallegu framkomu og ynd-
islega brosinu. Allir vildu eiga
Kristínu að vini. Hún var, eins og
við oft nefndum hana, litla dísin í
skóginum, sem létti allra lund.
Kristín var mikið náttúrubarn
og ferðaðist mikið. Við fórum
saman hjónin í útilegur og ferða-
lög, oft voru börnin með líka og
geyma þessar ferðir ógleyman-
legar minningar. Einnig hittumst
við til skiptis heima hjá hvert
öðru, borðuðum saman, sungum
skátasöngvana og aðra söngva,
sem minnti okkur á gamla tíma í
Skátaheimilinu. Þessar samveru-
stundir eru fjársjóður, sem möl
og ryð fær ekki grandað.
Þar sem skátar koma saman
er alltaf mikið sungið og það má
segja, að Kristín hafi sungið eða
raulað fram á síðasta dag. Henni
fannst gott að fara í hjólastóla-
ferðalag um Ísafold, hjúkrunar-
heimilið, þar sem hún bjó síðustu
árin og þá voru rauluð skátalög,
leikskólalög eða dægurlög allt
eftir því, hvað henni líkaði best
hverju sinni og fjölskyldan sá um
að alltaf væri einhver tónlist í
gangi í íbúðinni.
Við geymum góðar minningar
og endurlifum þær aftur og aftur.
Við gömlu vinirnir í skátahópn-
um færum William Þór, Eðvarð
Þór, Stefaníu Sif, fjölskyldum
þeirra, svo og Signýju og Jóni
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Erna, Sævar, Sigurveig,
Pálmar, Helga og Hilmar.
Elskuleg móðursystir mín hún
Kristín er fallin frá. Hún var
yndisleg kona sem átti stóran
þátt í uppeldi mínu enda þær
systur mjög nánar. Þannig fékk
ég til dæmis að nota píanóið í
Víðilundi þegar ég hóf píanónám
áður en við eignuðumst sjálf
slíkt. Kristín var tónelsk og hafði
mikla þolinmæði fyrir glamrinu
sem ég bauð henni upp á og var
ávallt reiðubúin til að leiðbeina
mér. Síðar þegar ég var fluttur
utan var oft slegið upp veislu í
Víðilundi þegar ég kom heim og
var þar ekki í kot vísað enda
Kristín mikill matgæðingur og
kokkur fram í fingurgóma. Einn-
ig komu þær systur ósjaldan við
hjá mér í Þýskalandi þegar
ferðast var um Evrópu í vinnu-
ferðum. Ef vel hittist á var jafn-
vel hægt að skella sér á skíði og
eru minningar um mörg skíða-
ferðalög þegar ég hugsa til baka.
Hvort sem var í Ölpunum, í
Klettafjöllum eða hér innan-
lands, alltaf var frábært að
ferðast með Kristínu í skíðaferð-
um enda margreyndur farar-
stjóri í slíkum ferðum.
Kristín var mikilvægur hlekk-
ur í samstarfi þeirra systkina í
rekstri fjölskyldufyrirtækisins,
ákaflega vel liðin hvort sem var
af samstarfsfólki eða viðskipta-
vinum enda var hún mannglögg
og hafði gaman af samskiptum
við fólk. Aldrei bar skugga á
samstarf þeirra systra og hef ég í
gegnum árin gjarnan verið
spurður um þær báðar í einu
þegar samferðafólk úr ferðaþjón-
ustunni vildi vitja um þær enda
njóta þær mikillar virðingar í
greininni eftir áratuga starf í
þágu ferðaþjónustu á Íslandi.
Það er stórt skarð höggvið í
hópinn nú þegar Kristín er farin
að vitja Gunnars Arnar. Kæru
Willi, Eðvarð, Stefanía og fjöl-
skyldur, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Árni Gunnarsson.
Kristín
Guðmundsdóttir
✝ Bjarni Krist-jánsson fædd-
ist 26. júlí 1946 í
Reykjavík. Hann
lést 13. desember
2020 á Landspít-
alanum.
Foreldrar hans
voru hjónin séra
Kristján Bjarna-
son, sóknarprestur
og bóndi á Reyni-
völlum í Kjós, f.
1914, d. 1983, og Guðrúnar
Guðmundsdóttur, f. 1916, d.
2008. Systkini Bjarna eru: Ás-
laug, f. 1945, maki Jai Ramdin,
Karl Magnús, f. 1948, maki
Helga Einarsdóttir, Halldór, f.
1950, maki Guðrún St. Krist-
insdóttir, Kristrún, f. 1952,
maki Axel Snorrason, Valdi-
mar, f. 1955, maki Brenda Phel-
an, Guðmundur, f. 1957, maki
Jónína B. Olsen, Sigurður, f.
1959, d. 2000, fyrrv. maki Hall-
dóra Gísladóttir. Þegar Bjarni
var eins árs fluttu foreldrar
hans á Raufarhöfn þar sem fað-
ir hans tók við starfi sókn-
arprests. Árið 1950 flutti fjöl-
skyldan að Reynivöllum í Kjós.
Bjarni kvæntist Unni Jóns-
dóttur frá Vestmannaeyjum
þann 8. nóvember 1969. Börn
þeirra eru: 1) Kristján fæddur
15.8. 1969. 2) Jón fæddur 20.12.
1971. 3) Runólfur fæddur 11.5.
1974, sambýliskona Þórunn
Björk Jónsdóttir, fædd 21.7.
1971. Börn Runólfs
með fyrrverandi
eiginkonu Ágústu
Friðfinnsdóttur
eru: Inga Rún fædd
6.3. 2001, og Run-
ólfur fæddur 8.7.
2002. 4) Guðrún,
fædd 2.10. 1976.
Börn Guðrúnar
með fyrrverandi
sambýlismanni
Hauki Ólafssyni
eru: Kristófer Logi fæddur
12.10. 2008, og Kolbrún Lind,
fædd 6.4. 2012. 5) Ágúst, fædd-
ur 23.3. 1984, maki Christina
Miller, fædd 10.11. 1988. Bjarni
og Unnur skildu 2002. Á yngri
árum starfaði Bjarni við hin
ýmsu störf. Fór m.a. á vertíð.
Rak tamningastöð að Laxnesi í
Mosfellsbæ með Jóhannesi Guð-
mundssyni vini sínum. Vann á
kjúklingabúinu á Reykjum og
vann nokkur haust hjá Slát-
urfélagi Suðurlands. Bjarni
lauk búfræðiprófi frá Bænda-
skólanum á Hvanneyri 1967 og
hlaut þar Morgunblaðsskeifuna
fyrir bestan árangur í hesta-
tamningum. Vorið 1970 tók
Bjarni ásamt Halldóri bróður
sínum við búinu á Reynivöllum
af foreldrum sínum. Árið 1975
fluttu Bjarni og Unnur að Þor-
láksstöðum og hófu þar búskap.
Þorláksstaðir höfðu þá verið í
eyði í nokkur ár og húsa- og
túnakostur ansi rýr, enda jörðin
verið í eyði í nokkur ár. Strax
var hafist handa við uppbygg-
ingu staðarins. Byggt var fjós,
hlaða og íbúðarhús á nokkrum
árum, auk þess sem tún voru
ræktuð og girðingar girtar og
annað sem til þurfti. Þau ráku
stórt kúabú að Þorláksstöðum
til margra ára af miklum mynd-
arskap. Bjarni var félagi í
Hestamannafélaginu Herði í
tugi ára. Keppti á yngri árum
og lagði félaginu lið á ýmsan
máta. Hann var um tíma í stjórn
Veiðifélags Kjósarhrepps. Um
15 ára skeið var hann í sókn-
arnefnd Reynivallakirkju og
var jafnframt hringjari kirkj-
unnar á þessum tíma. Bjarni
söng í karlakórnum Stefni í
Mosfellsbæ til margra ára og
um tíma með Karlakór Kjalnes-
inga. Bjarni var mikill hesta-
maður alveg frá blautu barns-
beini. Hann tamdi, þjálfaði og
stundaði ræktun hrossa. Árið
2008 hætti Bjarni með kúabú-
skap og vann alfarið við tamn-
ingar eftir það. Hann flutti síð-
an í Mosfellsbæinn nokkrum
árum síðar. Hann féll af hest-
baki á sumardaginn fyrsta
2019, þar sem hann slasaðist
það illa að hann lamaðist að
mestu.
Útför Bjarna fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 22. des-
ember 2020, klukkan 13. Jarð-
sett verður sama dag í Reyni-
vallakirkjugarði í Kjós. Vegna
fjöldatakmarkana verður útför-
in aðeins fyrir nánustu fjöl-
skyldu. Streymi frá athöfninni
má finna á slóðinni:
https://youtu.be/H7w-t_YGlT8/.
Virkan hlekk má einnig finna
á: https://www.mbl.is/andlat/.
Elsku besti pabbi minn.
Þegar ég hugsa til baka í
sveitina sem barn þá er alltaf
það fyrsta sem kemur upp í
hugann þegar ég sat með þér í
traktornum, þú alltaf syngjandi
og ég gólandi að reyna að vera
eins og pabbi.
Ég hef ekki verið gömul þeg-
ar þú tókst mig á hestbak með
þér og oftar en ekki sofnaði ég
slök í fanginu á þér og kom til
baka einu stígvéli fátækari.
Í fjósinu áttum við systkinin
okkar verkefni og var mitt að
gefa kálfunum og hjálpa við
mjaltirnar og þú alltaf með út-
varpið í botni stillt á einhvern
karlakór og syngjandi hástöfum
með.
Annars var ég ekkert alltaf
sátt við pabba minn. Ég var
eina dóttirin af fimm systkinum
og hundfúl að mega ekki keyra
traktorinn, enda pabbi af gamla
skólanum og þótti það nú óþarfi
að heimasætan væri að keyra
traktorinn, ég átti frekar að
hjálpa mömmu í eldhúsinu eða
taka til.
Þú hefur kennt mér margt
þótt ég hafi ekki áttað mig á því
fyrr en nýlega.
Í seinni tíð var ég búin að
fjarlægjast þig mikið og eftir að
hafa horft á margra ára baráttu
þína við flöskuna kenndir þú
mér að áfengi er eitthvað sem
ég vil hafa sem minnst í mínu
lífi.
Margt sem ég elska sem ég
hef frá þér. Leggjast í grasið og
slaka eins og þú gerðir svo oft.
Hlaupa upp um fjöll og firði,
nema ég læt það vera að hlaupa
á eftir kindum og hestum eins
og þú gerðir í sveitinni.
Það hefur allt sinn tilgang í
lífinu, þó við skiljum það
kannski ekki á þeim tímapunkti
þá kannski gerum við það einn
daginn. Ég held að tilgangur
með slysi þínu hafi verið að
þjappa fjölskyldunni meira
saman og kenna okkur að vera
jákvæð og knúsa hvert annað.
Kenna okkur að vera þakklát
fyrir það sem við höfum og
njóta hvers dags.
Í dag er ég þakklát fyrir að
hafa svona sterkan mann eins
og þig til að vernda mig og afa-
börnin þín, sem þú varst svo
stoltur af og spurðir alltaf um
þegar ég kom í heimsókn.
Þótt það sé erfitt að kveðja
þá er ég þakklát fyrir að þú sért
kominn í ró og kyrrð.
Elska þig pabbi minn.
Guðrún Bjarnadóttir.
Á æskuárum okkar var
Bjarni fljótt farinn að vinna við
sveitastörfin hvort sem það var
að vinna við heyskap, gefa fénu,
moka flórinn, sinna hestunum
og síðar öllum bústörfum. Þeg-
ar tími gafst var brugðið á leik.
Leikirnir voru ekki einfaldir,
fljótt fórum við Bjarni að smíða
vegi og brýr og vörubíla með
öllum búnaði. Vissulega gerðum
við líka margt af okkur.
Hann var ekki gamall þegar
hann fór að gera flóknustu við-
gerðir á dráttarvélunum. Tína
sundur dísilverk og setja þau
saman án þess að hafa nokkrar
leiðbeiningar.
Faðir okkar presturinn var
einnig iðnaðarmaður og kenndi
okkar hvernig vinna skyldi að
margs konar framkvæmdum.
Allt límdist það inn í höfuð
Bjarna enda varð hann ótrúlega
laginn hvort sem það var við-
gerð bíla, rafsuða, múrverk eða
annað. Allt gerði hann eins og
besti fagmaður. Flottasta fag-
mennskan var tamning og reið-
mennska.
Við vorum alltaf bestu vinir
enda stutt á milli okkar. Störf
okkar einna í fjósinu var enda-
laus skemmtun þar sem við
komumst að því að ef annar fór
að hugsa um eitthvað t.d. fólk í
sveitinni fór hinn að ræða um
það sama.
Nokkru áður en faðir okkar
lauk prestsskap og búsetu á
Reynivöllum tóku Halldór og
Bjarni við búskapnum. Halldór
með féð en Bjarni með kýrnar.
Við starfslok pabba fékk Bjarni
Þorláksstaði, eyðibýli, á leigu
hjá Reykjavíkurborg. Fyrst
hafði hann búskapinn á Reyni-
völlum, hinum megin við Laxá.
Þau Unnur fluttu lítið hús úr út-
hverfi Reykjavíkur á bæjar-
hlaðið. Nú hófust ævintýralegar
framkvæmdir. Fyrst var byggt
stærðar fjós og hlaða. Unnið
var nánast dag og nótt jafn-
framt búskapnum hinum megin
við ána. Þegar ekki fékkst að-
stoð múraði Bjarni allt sem
múra þurfti samhliða mörgum
öðrum verkum við bygginguna.
Samtímis hófst ræktun túna
sem voru lítil og uppgróin. Ekk-
ert smá verkefni. Úr urðu
glæsileg og vel ræktuð tún. Svo
þurfti að byggja stórt og mikið
íbúðarhús. Meðfram öllu var
sinnt hrossunum með tamningu
og útreiðum. Síðar fékk Bjarni
að kaupa jörðina af borginni.
Þegar komið var glæsilegt og
vel byggt og ræktað bú á Þor-
láksstöðum hélt áfram sleitu-
laust basl við fjármálastofnanir.
Vextir voru háir og lítið svig-
rúm varðandi lengd lána. Þegar
allt hefði átt að vera komið í vel
öruggan farveg hélt fjármála-
baslið áfram. Oftar og oftar var
reynt að slaka á með nafnanum.
Þá fór margt að fara úr skorð-
um. Hjónabandið leystist upp
og annað fór að halla yfir um. Í
öllu baslinu breytti Bjarni fjós-
inu og hlöðunni í hesthús og
reiðhöll. Vildi ekki gefast upp.
Hestarnir, tamning og útreiðar,
voru hans stærstu draumar. En
áfram hallaði undan. Það var
mikið áfall að missa jörðina.
Ekki settist Bjarni í helgan
stein. Þegar hann var fluttur í
Mosfellsbæinn fékk hann hest-
hús á leigu og hélt áfram tamn-
ingum. Hans síðasta verk var að
ríða út með hesta í tamningu er
hann féll af baki og lamaðist.
Við tók skelfilegur tími sem
aftur sýndi styrk hans. Alltaf
var gott að heimsækja hann og
svara símtölum hans þar sem
hann spurði alltaf sömu spurn-
inganna. Hvað er að frétta úr
Kjósinni af þessum og hinum.
Hans líf var í Kjósinni og verð-
ur það áfram. Hann verður
lagður í hinstu hvílu við hlið vin-
ar síns og mun vafalaust taka
marga reiðtúra með honum hin-
um megin.
Blessuð sé minning góðs
bróður og mágs.
Karl Magnús Kristjánsson
og Helga Einarsdóttir.
Bjarni
Kristjánsson
Ástkær sonur minn og bróðir,
ÚLFAR ÖRN HELGUSON,
Nökkvavogi 44,
varð bráðkvaddur á heimili sínu
þriðjudaginn 17. nóvember.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Kristján Þorvaldsson
Styrmir Bolli Kristjánsson