Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 28

Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur Aðalfundur Jarðefnaiðnaðar ehf verður haldinn kl. 09.00 þriðjudaginn 29. desember á skrifstofu félagsins, Nesbraut 1, Þorlákshöfn. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum. Stjórn Jarðefnaiðnaðar ehf. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi St. 10 - 26 Verð 5.990 netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi St.10-24 - Verð 12500,- netverslun gina.is Sími 588 8050. - vertu vinur Bílar Mitsubishi Outlander Hybrid hækkar um áramót vegna lagabreytinga. Nældu þér í nýan 2020 bíl á betra verði 5.690.000,- Til sýnis á staðnum í nokkrum litum með og án króks. www.sparibill.is Hátúni 6 A – sími 577 3344. Opið kl. 12–18 virka daga. ✝ Ómar Magn-ússon Waage fæddist í Reykjavík 25. október 1952. Hann ólst að mestu upp í Ásgarðinum. Ómar lést á sjúkra- húsinu á Akureyri 12. desember 2020. Foreldrar Ómars voru Jóhanna Sveinsdóttir fædd 1. september 1915, dá- in 11. október 1986, og Magnús Guðmundsson Waage fæddur 5. ágúst 1916, dáin 21. apríl 1977. Systkini Ómars voru Ólafur, fæddur 7. september 1939, dáinn 6. desember 1986, Guðmundur, fæddur 17. nóvember 1940, dáinn 26. nóvember 2011, Árni Már, fæddur 21. janúar 1942, dá- inn 6. júlí 2001, Ragnheiður Þórunn, fædd 29. október 1943, Edda Hulda, fædd 14. febrúar 1946, dáin 23. janúar 2015, Inga Anna fædd 14. nóvember 1955, Sigurlaug Jón- ína, fædd 16. nóvem- ber 1958, sonur Jóhönnu, og hálf- bróðir Ómars, Jón Konráð, fæddur 30. desember 1933, dáinn 24. október 1995. Ómar kvæntist Birnu Halldórs- dóttur, fæddri 24. október 1943, þau skildu. Þau eignuðust saman tvö börn: Sylvíu Ernu fædda 27. febrúar 1974, maki Sigvaldi Búi Þórarinsson, fæddur 2. agúst 1971, þau skildu. Börn Sigríður Birna Sigvaldadóttir, fædd 11. júní 1994, sambýlismaður Daníel Þór Midgley fæddur 8. júlí 1988. Barn þeirra Karítas, fædd 9. des- ember 2020, Bjarni Ólafur, fæddur 18. júlí 2003. Geir, fædd- ur 6. febrúar 1975. Ómar eignaðist soninn Hólm- ar 18. mars 1988. Ómar fluttist til Akureyrar 1993 og var í sambúð með Stein- unni Ferdinandsdóttur, fæddri 27. febrúar 1950. Hennar synir eru Valdemar Viðarsson, fædd- ur 1. nóvember 1972, maki Mar- grét Magnúsdóttir, fædd 30. júlí 1977, börn þeirra Elvar Ferdin- and, 31. ágúst 2006, og Katrín Erna, 25. maí 2015. Áður átti Valdemar dótturina Sunnu, fædda 11. mars 1997, dána 9. desember 2017. Andri Geir fæddur 10. apríl 1979, maki Harpa Ýr Hilmarsdóttir, fædd 19. janúar 1990, þeirra dætur Una Steinunn, 7. nóvember 2013, og Bríet Svava, 2. ágúst 2016. Ómar gekk í Breiðagerðisskóla og Réttarholtsskóla. Ómar vann ýmis störf í Reykjavík, hjá Skelj- ungi og Olís. Á Akureyrir starf- aði Ómar hjá Nóa Siríus, Birni málara og síðustu 9 starfsárin í Byko. Ómar lék með Víkingi ásamt því að vera mikill Liver- pool-aðdáandi. Útför Ómars fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 22. desem- ber 2020, klukkan 13.30. Vegna aðstæðna í samfélaginu verða aðeins hans nánasta fjölskylda og vinir viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Stytt slóð á streymið: https://tinyurl.com/yybfk6f4/. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/andlat/. Elsku Liverpool aðdáandi og vinur. Nú ertu farinn í ferðalagið langa eftir hetju- lega baráttu. Við erum búnir að þekkjast í 27 ár frá því þú kynntist mömmu. Ég var hjá ykkur fyrstu árin í Furulund- inum. Stuðið var aldrei langt undan og hafðir þú mikinn áhuga á tónlist og fótbolta. Hjálpsamur varstu. Við bræð- ur fengum oft þig og pensilinn lánaðan. Ég þakka þér öll árin. Harpa og stelpurnar senda stórt knús. Andri Geir. Elsku Ómar. Þá er þrautum þínum lokið. Fabry-sjúkdómur- inn lagði þig að velli og hjartað gaf sig eftir hetjulega baráttu. Þú áttir ekki veraldlegan auð en fullt af ást, hlýju og umhyggju. Ferðalögin ótöldu innanlands sem utan eru mjög minnisstæð. Þetta voru okkar bestu sam- verustundir. Nú ertu kominn í langt ferðalag. Þakka þér fyrir allt og allt elsku Ómar. Í minningum mínum ég lifa mun á, þó mun ég sakna að fá ei þitt hrós. Samt eins og ég skynji hrós þér frá, er ég tendra við mynd þína ljós. Þrautum þínum nú lokið er, þú býrð nú á heimili nýju. Þú taka munt þar á móti mér, með þinni einstöku ást og hlýju. (Heiða Jóns) Þín Steinunn (Steina stuð). Ómar Magnússon Waage Mágur minn, Jó- hann Þórður Guð- mundsson, lést fyrir aldur fram í apríl 2020. Hann var góð- ur maður og duglegur að eðlisfari og ég er þakklátur að hafa fengið að kynnast honum. Mig langar því að minnast hans í nokkrum orðum. Jói og Pálína systir mín giftust árið 1972. Ári síðar flutti ég til Jóhann Þórður Guðmundsson ✝ Jóhann ÞórðurGuðmundsson fæddist 13. apríl 1952. Hann lést 5. apríl 2020. Útförin fór fram 12. júní 2020. borgarinnar og var þá svo heppinn að þau hjónin buðu mér herbergi á sínu heimili. Jói var húsasmiður eins og faðir hans og þeir hjálpuðu mér með vinnu við smíðar líka. Jói vildi búa vel að fjölskyldu sinni og þau hjónin byggðu saman hús í Bakkaseli. Þar hjálpuðust allir að við að koma því upp og ég fékk að búa hjá þeim þar til mér tókst að festa kaup á íbúð í Dalseli, nálægt þeim. Ógleymanlegar eru ferðir sem ég fór með honum og fleirum úr fjölskyldunni, bæði í Land- mannalaugar og Laugaveginn, milli Landmannalauga og Þórs- merkur. Ekki var síður skemmti- leg hestaferð um Arnarvatns- heiði með honum og sonunum, þar sem við veiddum fisk og gist- um í skála. Það var heilmikill afli sem við komum með heim. Annað eftirminnilegt úr þeirri ferð er að Jói útbjó ketilkaffi, sem ég hafði aldrei drukkið áður. Honum var alltaf hugað um að hugsa um fjölskylduna og bað mig einu sinni að kenna sér að úr- beina læri, þá ætlaði hann að gera veislu fyrir fjölskylduna. Það var auðsótt mál. Það er margs að minnast eftir langa viðkynningu. Ein stund er eftirminnileg. Þá fékk Amelía- ,föðursystir mín okkur Jóa til að skipta um glugga hjá sér. Hún bauð okkur inn í stofu í mat og þar var stóll sem búið var að breiða yfir því að við Amelía höfð- um tekið allt stoffið úr honum og það átti að bólstra hann að nýju. Jói sá stólinn og spurði: „Hvað kom fyrir þennan stól, komust rottur í hann?“ „Já,“ sagði Amelía. „Risastórar rottur,“ og átti þá við okkur tvö. Jói hló mik- ið að þessu. Jói missti heilsuna allt of snemma og varð að hætta að vinna við smíðar. Þau systir mín skildu síðar þegar börnin voru uppkomin, en við héldum alltaf sambandi og milli okkar var æv- inlega gott. Við hittumst jafnan á gamlárskvöld hjá Guðmundi syni þeirra. Það verður öðruvísi nú. Það var sárt að kveðja hann þegar hann lést í vor. Hann var góður maður og hans er saknað. Ég votta börnum hans, Sigurði, Guðmundi, Ólöfu Dómhildi, móð- ur þeirra Pálínu og Þórunni, sam- býliskonu hans, innilega samúð. Hvíl í friði. Þinn mágur, Jón Geirharðsson. ✝ Erlendur varfæddur á Sand- haugum í Bárð- ardal 6. febrúar 1948, elsta barn Sigurðar Eiríks- sonar bónda og Steinunnar Kjart- ansdóttur hús- freyju, frá Mið- hvammi í Aðaldal. Hann lést 4. nóv- ember 2020. Yngri systkini hans eru: 1) Áshildur, f. 15. júní 1952, var gift Konráð Ottóssyni, synir þeirra eru Sig- urður Steinar, Ingvar Már, Óli Sigdór og Leifur Helgi. Núver- andi sambýlismaður Áshildar er Ólafur Olgeirsson. 2) Eiríkur, f. 1. júní 1956, giftur Kristbjörgu Marinósdóttur, f. 6. apríl 1957. Börn þeirra eru: a) Erla Dröfn Ragnarsdóttir, b) Sigurður Jón, börn hans Jóhannes Örn, Baltasar Ingi og Júlía Steinunn og c) Sævar Örn, sambýliskona Sóley Jóhannesdóttir. Erlendur ólst upp á Sandhaugum með foreldrum og systkinum og tók virkan þátt í bú- skapnum fram eftir árum. Aðalstörf hans á fullorðinsárum voru akstur og vinnuvélastjórn á Norðurlandi og í Borgarfirði. Árið 2013 varð hann fyrir heilsubresti og varð óvinnufær. Eftir það dvaldi hann á hjúkrun- arheimilinu Brákarhlíð í Borg- arnesi og þar lést hann. Útför hans var gerð í kyrrþey frá Borgarneskirkju 16. nóv- ember 2020. Hann kom undir kvöld. Ösl- aði ála Norðurár á eyrunum neðan við Bólstaðargerði í Blönduhlíð. Nokkur kveikja var í ánni og stóð vatnið nokkuð hátt á Lödunni. Þarna var mættur til leiks Erlendur Sig- urðsson ýtustjóri m.m. að leggja okkur lið við vegagerð í landi Uppsala og Silfrastaða í Skagafirði. Ekki þekkti ég Er- lend fyrr, en sameiginlegur kunningi beggja, Jakob Jóns- son frá Laxfossi, kom tengslum á. Hann hafði kvatt sinn fyrri vinnustað, Fiskeldisstöðina Strönd í Hvalfirði, um morg- uninn og var nú galvaskur kominn að hefja störf. Þarna hófst samstarf sem upphaflega var ætlað að yrði aðeins nokkr- ir mánuðir, en urðu þrír ára- tugir að lyktum. Erlendur gekk á ungum aldri í Barnaskóla Bárðdæla og síðar í Bændaskólann á Hólum. Ungur maður vann hann ýmis störf, heima og heiman. Hann vann við jarðgöng Laxárvirkj- unar og hafnargerð á Akureyri, vann hjá RS Þorgeirsgarði um árabil og á verkstæði Ingólfs í Ystafelli, sem varð einn hans bestu vina, og þar aflaði hann sér þekkingar og færni í vél- fræði á við meðal iðnskólanám. En hugurinn leitaði lengra. Hálfþrítugur réðst hann ýtu- stjóri hjá RS Þverárþings í Borgarfirði um þriggja ára skeið. Sá rekstur hafði aðsetur á Kaðalstöðum í Stafholtstung- um. Þar bjó Erlendur þetta tímabil og átti þar ætíð síðan vinum að mæta hjá þeim systk- inum Ástríði og Þorsteini. Að loknum árunum þremur í Borgarfirði flutti hann aftur norður. Hafði þá eignast sjálf- ur litla jarðýtu sem hann gerði út í nokkur ár ásamt því að sinna póstdreifingu um stóran hluta Suður-Þingeyjarsýslu. Að halda áætlun um sveitir Þing- eyjarsýslu í vetrarveðrum út- heimti vel útbúna bíla og ódeigan bílstjóra. Þessar erfiðu ferðir tóku sinn toll, og haustið 1988 fannst honum komið nóg. Hann tók sig upp með föggur sínar og settist að á Akranesi, án þess þó að hafa þar að neinu að hverfa. Úr varð að hann réðst til Jónasar Guðmundsson- ar á Bjarteyjarsandi sem véla- maður og grjótmalari í lípar- ítverksmiðjunni við Bláskeggsá. Alltaf síðan leit hann á Jónas sem sinn helsta velgjörðarmann. Skagfirska sumarið leið og vegagerðinni lauk um haustið. Margs konar verkefni féllu áfram til og Erlendur tók þátt í að leysa þau með okkur. Helsta einkenni hans sem vélamanns var að vinna gætilega og valda ekki tjóni á neinu. Hann var næmur á virkni véla og bíla og var fljótur að bregðast við ef út af bar. Þegar við fyrir mörgum ár- um tókum til við hressa upp á gamlar dráttarvélar og önnur landbúnaðartæki kom þekking, reynsla og áhugi Erlendar á því sviði að góðum notum, og varð hann brátt vel kynntur í röðum áhugamanna um gamlar vélar og tæki. Margir leituðu til hans með teknísk vandamál sem hann oftar en ekki kunni lausn á. Ýmis verkefni af því tagi biðu hans vorið 2013, þegar heilsa hans bilaði skyndilega. Frá þeim tíma var heimili hans í Brákarhlíð í Borgarnesi, þar sem hann hlaut hina bestu umönnun. Hann var fáorður um örlög sín en bar þann harm í hljóði. Röddin sterka er nú hljóðnuð, en lifir í minni vina og kunningja. Haukur Júlíusson. Erlendur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.