Morgunblaðið - 22.12.2020, Page 30

Morgunblaðið - 22.12.2020, Page 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 30 ára Ingþór ólst upp í Reykjavík en býr núna á Stokkseyri. Hann er menntaður kjötiðnaðarmaður frá Menntaskólanum í Kópavogi og vinnur núna hjá Sláturfélagi Suðurlands. Helstu áhugamál Ingþórs eru kraftlyftingar, en hann æfir hjá Ungmennafélagi Stokkseyrar. Maki: Margrét Andersdóttir, f. 1989, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum í Fossvogi. Barn: Drengur, f. 2020. Foreldrar: Guðný Hólm Birgisdóttir, f. 1958, býr í Reykjavík, og Zophonías Már Jónsson, f. 1959, vélstjóri á Stokkseyri. Ingþór Zophoníasson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú leitar eftir öðruvísi skemmtun í dag. Líf þitt mun örugglega breytast til batnaðar á einhvern hátt. 20. apríl - 20. maí  Naut Margar hugsanir eru ekki sannar og þú þarft ekki að trúa þeim. Farðu vel yfir öll smáatriði og leitaðu að smugum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Yfirvegað sjálfsöryggi þitt er segull á þá manneskju sem þú vilt hafa næst þér. Hafðu stjórn á tilfinningum þín- um þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur unnið þér hylli vegna verka þinna og allar líkur eru á því að þér bjóðist gull og grænir skógar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Yfirboðari þinn eða foreldri virðist gera of mikar væntingar til þín í dag. Sýndu því lipurð og ljúfmennsku. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ástæðulaust að fyllast sekt- arkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Njóttu ferskleikans til hins ýtrasta og uppgötvaðu þér áður óþekkta hluti. 23. sept. - 22. okt.  Vog Persóna þín er staðföst og er áköf í því að sannfæra aðra um ágæti hugmynda þinna. Gerðu það sem þú getur og reyndu að hafa ekki áhyggjur af öðru. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert það sem þú segir. En öllu gamni fylgir nokkur alvara svo þú skalt ekki horfa fram hjá afleiðingum gjörða þinna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þú getir verið sveigj- anlegur þýðir það ekki að þú eigir að láta stjórnast af tilfinningum annarra. Gefðu öðrum færi á að vega og meta það sem þú segir. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það liggur vel fyrir þér að gera einhvers konar umbætur eða sinna við- gerðum í vinnunni í dag. Njóttu þess að leika þér og vinna að listsköpun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú átt erfitt með að standast freistingar í dag. Gerðu hvaðeina sem þú getur til þess að víkka sjóndeildarhringinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur verið að velta fyrir þér ákveðnum hlutum og nú er komið að því að láta til skarar skríða. Tvöfaldaðu heppn- ina með því að gera varaáætlun. G uðmundur H. Guðjóns- son fæddist 22. desem- ber 1940 á Kjörvogi í Árneshreppi í Stranda- sýslu og fékk almenna skólagöngu í Finnbogastaðarskóla til 1954 en árið 1956 fór hann til Reykjavíkur. Hann var alltaf tón- elskur og sextán ára hóf hann nám í Tónlistarskóla þjóðkirkjunnar og Tónlistarskóla Reykjavíkur og nam um leið sögu, stærðfræði, íslensku, ensku og þýsku í Námsflokkum Reykjavíkur. Um haustið 1961 fór hann til Þýskalands í Musikschule der Evg. Luht. Landeskirche í Hannover og lærði þar kirkjutónlist til ársins 1966, fyrir utan sjö mánaði veturinn 1963-4 þegar hann var organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum. Eftir dvölina í Þýskalandi fór hann um haustið til Patreksfjarðar, sem organisti og kennari í tónlist við grunnskólann þar og sinnti auk þess almennri kennslu að hluta. Næsta vetur, 1967-68, fór hann til Bretlands og lærði við The Royal School of Church Music í London, Surry, sem eru aðalstöðvar Ensku Biskupakirkjunnar í kirkjutónlist. Lært hjá þeim bestu Árið 1970 fór hann á sumarnám- skeið, „masterclass,“ í orgelleik til Siena á Ítalíu þar sem meistari Fernando Germani, organisti Pét- urskirkjunnar í Róm, leiðbeindi þátttakendum. Í október þetta sama ár var hann mættur til Vest- mannaeyja til að taka við stöðu org- anista við Landakirkju og stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vest- mannaeyja. Eftir áramótin 1972 fékk hann leyfi frá skóla og kirkju til að fara aftur til Ítalíu, Rómar, í áframhaldandi nám hjá Fernado Germani í orgelleik. Germani tók hann þá í einkakennslu heima hjá sér. Þegar hið árlega sumarnám- skeið hófst í Siena í júlí, mætti hann aftur þangað og var þar þar til hann hélt heim. „Á leiðinni heim ákvað ég að koma við á Ólympíuleikunum í München, sem þá stóðu yfir, en var stutt því þá gerðust hin hræðilegu hryðjuverk gegn ísraelsku leik- mönnunum, sem menn muna.“ Guð- mundur fór til Danmerkur og sigldi með Gullfossi heim, en það var síð- asta ferð þess fræga farþegaskips. „Allt þetta ferðalag frá Ítalíu er svo sannarlega eftirminnilegt.“ Guðmundur segist hafa verið heppinn að því leyti að sóknarnefnd Landakirkju hafði skilning á því að hann þyrfti að vera í faglegu sam- bandi við starfssystkini sín, en í Eyjum var hann einangraður í fag- inu, skiljanlega. „Mér var því gert kleift að sækja námskeið í mínu fagi, sem kórstjóri eða orgelleikari, og fékk greiddan kostnað sem dugði fyrir tíu daga uppihaldi og ferðakostnaði annað eða þriðja hvert ár. Ég nýtti mér það þegar aðstæður leyfðu og sótti sumarnámskeið (masterclass) hjá þekktustu orgelleikurum samtím- ans, eins og Almut Rössler í Bre- men og Reykjavík, André Pagenel í París, Ton Koopman í Leipzig, Marie Claire Alain í Saint Donat í Frakklandi og mörgum fleiri.“ Einnig fékk Guðmundur leyfi frá bæði kirkju og skóla til sjö mánaða dvalar í Buckeburg í Þýskalandi ár- ið 1991 til að hressa upp á kunn- áttuna. Var hann þar með gömlum skólafélaga frá Hannover, Edgar Reuschel, sem var stórkantor í þeirri borg. Þar nýtti hann einnig tímann til að spila á tónleikum, bæði einn og með öðrum, leysti organista af í messum og útförum í ýmsum kirkjum þar um slóðir og sótti tónlistarnámskeið til Hann- over. Árlegir jólatónleikar Guðmundur er organisti af lífi og sál og hann hélt ótal tónleika í Landakirkju, bæði sem einleikari á orgel og sem kórstjóri kórs kirkj- unnar. „Ég byrjaði að halda jóla- tónleika í desember 1978 með Kór Landakirkju og hafa þeir verið haldnir árlega síðan. Á fyrstu tón- leikunum sungu með kórnum þær Svala Nielsen og Sigríður Ella Magnúsdóttir og eftir það var alltaf einhver nafntogaður einsöngvari okkar Íslendinga sem söng með Guðmundur H. Guðjónsson organisti og skólastjóri - 80 ára 1960 Hér er Guðmundur tvítugur með brennandi áhuga á tónlist. Organisti af lífi og sál Fjölskyldan Hér er Guðmundur með fjölskyldunni. Frá vinstri: Ágúst Herbert, Guðrún Gísladóttir, Guðmundur, Dagný kona hans áður (Ubonwan Paraksa), Rósa, Védís, Hreggviður Vopni og Moonli Singha. 30 ára Sara Björk ólst upp á Norðurlandi en býr núna í Reykjavík. Hún er í doktorsnámi í líf- og læknavísindum við Tilraunastöð Há- skóla Íslands í Meina- fræði á Keldum. Hún er að þróa ónæmismeðferð gegn sumarex- emi í hestum. Hún hefur mikinn áhuga á útivist, jóga, tónlist og hestamennsku. Maki: Jónas Guðmannsson, f. 1983, raf- virki. Börn: Breki Snær, f. 2012, og Aron Darri, f. 2015. Foreldrar: Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir, f. 1969, dönskukennari og Stefán Þór Páls- son, f. 1971, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sara Björk Stefánsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is VIÐSKIPTA Viðskiptapúlsinn er hlaðvarpsþáttur um viðskipti og efnahagsmál. Þar setjast blaðamenn ViðskiptaMoggans niður ásamt góðum gestum og ræða stærstu viðskiptafréttir vikunnar hverju sinni og hvað um er að vera í íslensku viðskiptalífi. Þættirnir fara í loftið á miðvikudögum í kjölfar útgáfu ViðskiptaMoggans og eru í samstarfi við Arion banka. Hlaðvarpið má nálgast á iTunes, Spotify og á öðrum hlaðvarpsrásum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á mbl.is VIÐSKIPTAPÚLSINN VIÐSKIPTAPÚLSINN NÝTTU TÍMANN OG FYLGSTU MEÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.