Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.2020, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 kórnum. Við höfum flutt með sin- fóníuhljómsveit fjórar messur eftir Joseph Haydn, bæði í Eyjum og uppi á landi.“ Guðmundur settist í helgan stein árið 2011 eftir rúmlega fjörutíu ára starf sem leiðandi tónlistarmaður í Vestmannaeyjum. Hann segir að allur sá tími hafi verið honum afar ánægjulegur og Eyjamenn séu manngerðir sem hafi passað honum vel. „Þeir taka sig ekki of hátíðlega og eru vinir vina sinna. Ég vil þakka öllum samferðina og vonast til að eiga enn nokkur góð ár þeirra á meðal.“ Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Dagný Pétursdóttir, áður Ubonwan Pa- raksa, f. 20.3. 1949 í Taílandi, vann í eldhúsi Sjúkrahúss Vestmannaeyja. Börn Guðmundar og Dagnýjar eru 1) Ágúst Herbert, f. 26.8. 1967, kvæntur Guðrúnu Gísladóttur og þau eiga börnin Ásgerði Jönu, f. 1.12. 1996; Júlíus Orra, f. 1.9. 2001 og Berglindi, f. 23.9. 2009 og búa á Akureyri. 2) Rósa, f. 11.3. 1979, maki Moonli Singha, búa í Los Angeles í Bandaríkjunum. 3) Védís, f. 24.5. 1982, vinnur í Ráðhúsi Reykjavíkur, maki Hreggviður Vopni Hauksson. Börn Védísar eru Elíana Ísis Árnadóttir og Haukur Hafliði Vopnason. Þau búa í Hafn- arfirði. Systkini Guðmundar eru Alda, f. 14.9. 1933, d. ; Magnús, f. 27.6. 1936, d. 24.2. 2000; Elsabet Guð- finna, f. 15.12. 1937; Sólveig Jóna, f. 17.7. 1939, d. ; Guðmundur Hafliði, f. 22.12. 1940; Guðrún Magnea, f. 26.9. 1942; Haukur, f. 20.8. 1944; Fríða, f. 11.3. 1946; Jörundur Finn- bogi, f. 12.6. 1948, d. 4.8. 1999; Kristín, f. 9.6. 1950; Daníel, f. 30.6. 1952, og Þuríður Helga, f. 25.12. 1953. Foreldrar Guðmundar eru hjónin Guðjón Magnússon, f. 28.6. 1908, d. 25.1. 1993, trésmiður og bóndi, og Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir, f. 2.4. 1916, d. 14.12. 2005, húsfreyja. Þau bjuggu lengst af á Kjörvogi í Árneshreppi, en síðar í Reykjavík. Guðmundur H. Guðjónsson Rósa Solveig Daníelsdóttir húsfreyja á Krossnesi Benjamín Jóhannesson bóndi á Krossnesi, hákarlaveiði- maður og bátasmiður á Ísafirði Solveig Stefanía Benjamínsdóttir húsfreyja á Seljanesi, Árnessókn í Strandasýslu Jón Guðmundsson bóndi á Seljanesi, Árnessókn í Strandasýslu Guðmunda Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja á Kjörvogi, Árneshreppi í Strandasýslu Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Eyri, Árnessókn í Strand. Guðmundur Arngrímsson bóndi á Eyri, Árnessókn í Strandasýslu Guðrún Guðmundsdóttir ráðskona á Felli, Árnessókn í Strand. Jón Pétursson bóndi á Felli og í Stóru-Ávík, Árneshreppi í Strandasýslu Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Kjörvogi, Árneshreppi í Strandasýslu Magnús Guðmundsson bóndi á Kjörvogi, Árneshreppi í Strandasýslu Guðfinna Jörundsdóttir húsfreyja á Finnbogastöðum í Strand. Guðmundur Magnússon bóndi á Finnbogastöðum í Strandasýslu Úr frændgarði Guðmundar H. Guðjónssonar Guðjón Magnússon trésmiður og bóndi á Kjörvogi, Árneshreppi í Strandasýslu „HÚN MUN NEITA ÖLLU SAMAN EN ÉG ER MEÐ LÍMHEILA.” „TAKTU AF ÞÉR BINDIÐ OG HNEPPTU FRÁ EFSTU TÖLUNNI Á SKYRTUNNI. ÞAÐ ERU NÍU KONUR Í KVIÐDÓMNUM.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að eiga mikla ást að gefa. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF HÉR ER ODDI AÐ FÓRNA ALLRI REISN TIL AÐ BETLA MAT VÆL VIRKAR ÞETTA? VÆRI EKKI SKYNSAMLEGRA AÐ GRAFA EFTIR GULLI Í GULLNÁMU EN AÐ RÁÐAST Á KASTALA TIL AÐ NÁ Í ÞAÐ? NEI, NÁMUGRÖFTUR ER OF HÆTTULEGUR! JAHÁ, AULINN ÉG! GÓÐUR, UMHYGGJU-SAMUR, FYNDINN, ÖRLÁTUR, HJARTAHLÝR, TILLITSSAMUR Helgi R. Einarsson sendi póst ogsagði sig hafa dreymt draum: „Breytt mataræði Grýlu og Leppa- lúða (í ft.): Við börnum ei lengur hún lítur þótt leiðinleg séu, með kýtur. Vegan er orðin og því við borðin ávaxtanna nú nýtur. Nútíma Leppalúðar líkast til eru trúðar. Á þeirra borðum er annað en forðum: Innfluttar núðlur og snúðar. Á dögunum birtist stakan „Fram- tíðarsýn“ eftir Helga í Vísnahorni. Hér er viðauki við hana: Þarft er nú að þrauka, þolinmæði er dáð, árangurinn auka, endastöð mun náð. Veiran brátt mun víkja, veldur seigla því, auðnan aftur ríkja okkar lífi í. Aldrei skulum efast, útlitið er gott, senn mun veiran sefast, snauta héðan brott. Drottni sínum deyja, það dæmalausa fól. Þann bastarð munum beygja. Bráðum koma jól. Húnvetningurinn Einar Kol- beinsson yrkir: Lötra glaður lífsins veg þó líkist stundum glópi. Flesta daga finnst mér ég í forréttindahópi. Þá eru viðkvæði frá 17. öld: Blindsker og boða ber vel að sjá, fær þar liggur leiðin við í landið inn hjá. Flaut með strengjum flærðar hestur furðu margur á ægi; þó var einn af öllum mestur öldu jór á lægi. Jón Gissurarson rifjar upp, að þessi vísa hafi komið í lok hagyrð- ingamóts á Laugum í Sælingsdal fyrir áratugum, – Hólmfríður Bjartmarsdóttir segist vel muna eftir því móti. Svo mikið ortu menn að vart var tími fyrir dans: Allt er sviðið orðið hljótt andans niður flúinn. Nú er liðið langt á nótt ljóðakliður búinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Breytt mataræði Grýlu og Leppalúða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.