Morgunblaðið - 22.12.2020, Qupperneq 32
eftir staðbundnum reglum heilbrigð-
isyfirvalda. Hér í Kaliforníu býst ég
ekki við að yfirvöld muni leyfa áhorf-
endur þar til í fyrsta lagi næsta sum-
ar. Yfirvöld í sumum suðurríkjunum
munu hins vegar sjálfsagt leyfa
áhorfendur strax í upphafi, en emb-
ættisfólk í mörgum þeirra ríkja hef-
ur talið á undanförnum mánuðum að
útbreiðsla veirunnar sé eins og fluga
sem hægt sé að dangla í til að losa
sig við.
Vegna riðlunar á venjulegum
tímapunktum deildarinnar, höfðu
framkvæmdastjórar liðanna mun
minni tíma að gera samninga við
leikmenn og eiga við önnur lið um
leikmannaskipti. Það var því anna-
samur tími hjá þeim, en flest lið eru
nú komin með þann hóp sem þau
ætla sér að reiða sig á.
Mörg lið tilkölluð í Austurdeild
Að venju er það Vesturdeildin þar
sem bestu liðin keppa. Aðeins einu
sinni á síðustu 21 leiktímabilum hef-
ur liðunum í Austurdeildinni tekist
að vinna meirihluta leikjanna gegn
liðunum vestanmegin. Keppnin
austan megin gæti hins vegar orðið
meira spennandi þar sem fleiri lið
eru talin geta unnið úrslitakeppnina
þeim megin.
Ef við lítum á stöðuna nú í upphafi
tímabils, er ljóst að um sex lið munu
berjast um sigurinn í Austurdeild.
Miami Heat mun verða mjög sig-
urstranglegt, en liðið kemur að
mestu óbreytt til leiks frá síðasta
keppnistímabili eftir sigur í úr-
slitakeppni Austurdeildar. Slíkt er
ávallt tvíeggja þegar helstu kepp-
endur hafa gert breytingar til að
styrkja sinn leikmannahóp.
Milwaukee Bucks gerði langtíma-
samning við Giannis Anteto-
kounmpo eftir að hann hafði unnið
kosninguna um leikmann ársins síð-
ustu tvö árin, en nú er kominn tími
fyrir liðið að fylgja því eftir í úr-
slitakeppninni.
Brooklyn Nets eru stóra spurn-
ingarmerkið. Kevin Durant virðist
hafa náð sér vel eftir langvarandi
meiðsl, ef marka má leik hans und-
anfarið í upphitunarleikjunum. Kyr-
ie Irving verður eflaust annasamur í
stigaskorun, en það verður gaman
að sjá hvernig að nýi þjálfarinn –
Steve Nash – nái að blanda leik hjá
þessum tveimur stórstjörnum.
Stigaskorun verður ekki vandamál
fyrir liðið, en spurningin er hvort
það dugi eftir því sem lengra gengur
á keppnistímabilinu.
Boston Celtics, Philadelphia 76ers
og Toronto Raptors munu einnig
blanda sér í toppbaráttuna, en á
þeim bæjum virðist sem eitthvað
vanti á og held ég að þegar í harð-
bakkann slær í úrslitakeppninni
muni einhver veikleiki koma í veg
fyrir sigur hjá þessum liðum.
Meistararnir til alls líklegir
Rétt eins og á síðasta keppn-
istímabili, virðist svo sem að Los
Angeles liðin muni verða sigur-
stranglegust í Vesturdeildinni.
Meistaralið Lakers hafði vart haft
tíma til að pússa meistarastyttuna
áður en haldið var inn í æfingabúð-
irnar fyrir komandi keppnistímabil.
Lakers kemur nokkuð breytt til
leiks nú eftir þessa stuttu hvíld.
Framkvæmdastjóri liðsins, Rob Pel-
inka, ákvað að losa sig við þá Rajon
Rondo, JaVale McGee og Danny
Green, og í staðinn nappaði hann í
leikstjórnandann Dennis Schroder
og Wes Matthews frá Oklahoma
City, auk þess að semja við Marc
Gasol hjá Toronto og Montrezl Har-
rell hjá LA Clippers. Pelinka líkaði
þó við kjarnann í meistaraliðinu og
hann fór í það verkefni að fá LeBron
James að framlengja samningi sín-
um við Lakers um tvö ár, Kyle
Kuzma um þrjú ár, og loks Anthony
Davis að skrifa undir nýjan fimm ára
samning. Þessi kjarni mun því leika
saman næstu þrjú árin hjá Lakers.
„Við viljum reyna að halda áfram
þeim dampi sem við náðum í kúlunni
í Orlando, en reyna að bæta okkur
enn með þessa nýju leikmenn,“ sagði
James eftir síðasta æfingaleik liðs-
ins í síðustu viku. „Bæði ég og Lak-
ers höfum ávallt verið miðdepillinn
sem andstæðingarnir vilja skjóta
niður og það mun bara aukast núna
þegar við erum meistarar. Við verð-
um að skilja að í hverjum leik eru
allir á eftir okkur, þannig að það
verður nóg fyrir okkur að eiga við út
tímabilið.“
Með þessum ákvörðunum Lakers
hefur Pelinka nú styrkt stöðu meist-
aranna með því að yngja leik-
mannahópinn og skapa þann stöð-
ugleika sem meistaralið þurfa til að
geta varið titilinn.
Aðdáendur Lakers ættu einnig að
veita tvítugum Talen nokkrum Hor-
ton-Turner athygli. Hann lék með
varaliði Lakers á síðasta tímabili eft-
ir að hafa komið úr háskólabolt-
anum, en í æfingaleikjum liðsins hef-
ur hann farið hamförum og halda
flestir innanbúðarmenn Lakers að
hann muni leika stórt hlutverk af
varamannabekknum á tímabilinu.
Nágrannar Clippers verða eitt
stórt spurningamerki eftir að þjálf-
arinn Doc Rivers ákvað að gefast
upp á núverandi leikmannahópi liðs-
ins eftir hrunið gegn Denver Nug-
gets í átta liða úrslitunum í kúlunni í
september. Tyronn Lue hefur tekið
við þjálfarastöðunni og binda margir
miklar vonir við hann í þessu starfi.
Vandamálið sem hann stendur þó
frammi fyrir er að ef eitthvað er,
hefur leikmannahópurinn veikst og
ekki er séð að stórstjörnurnar
Kawhi Leonard og Paul George séu
það tvíeyki sem geti stýrt liði til sig-
urs í úrslitakeppninni.
Hvað gera Denver og Dallas?
Denver Nuggets komst í loka-
rimmu Vesturdeildar í úrslitakeppn-
inni í kúlunni, en rakst þar á hrað-
lest Los Angeles Lakers. Í þeirri
keppni kom hins vegar í ljós að hægt
væri fyrir Nuggets að reiða sig á
Serban Nikola Jokic í miðherjastöð-
unni. Hann var frábær í sóknar-
leiknum og leikstjórnandinn Jamal
Murray blómstraði í stigaskor-
uninni. Hann er augljóslega ein af
stórstjörnum deildarinnar. Liðið
kemur reyndar nokkuð breytt til
leiks þetta leiktímabil, þannig tím-
inn leiðir í ljós hvort þær breytingar
muni koma því til góða.
Dallas Mavericks gerir sér vonir
um að vera í baráttunni um toppinn í
Vesturdeildinni, en þar á bæ var
einnig nokkuð um leikmannaskipti
frá síðasta tímabili. Liðið styrkti
varnarleik sinn, en spurningar-
merkið við liðið verður hvort mið-
herjinn Kristaps Prozingis nái að
jafna sig eftir enn einn hnéupp-
skurðinn. Luca Doncic mun áfram
verða aðalmaðurinn hjá liðinu, en
haldið er að ef hann nær að endur-
taka leik sinn frá síðasta tímabili,
muni hann verða leikmaður ársins í
deildinni.
Önnur lið verða tilkölluð í sterkri
Vesturdeildinni, en hvorki Golden
State, Utah, Portland, né Houston
verða nægilega góð til að geta veitt
þessum fjórum toppliðum verulega
keppni. Houston hefur gersamlega
hrunið og eru flestir á þeim bæ orðn-
ir þreyttir á leikaraskap James
Harden, en hann gæti fengið ósk
sína uppfyllta um að fara frá liðinu.
Verður Lakers-hraðlest-
in óstöðvandi í vetur?
NBA-deildin fer af stað í kvöld
Keppnin flutt úr kúlunni í Flórída í
heimahallir liðanna Áhorfendur í
sumum ríkjum en tóm hús í öðrum
AFP
Gríma LeBron James fylgist með í æfingaleik um helgina en viðbúið er að
engir áhorfendur verði á heimaleikjum LA Lakers fram eftir vetri.
NBA
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Keppnistímabilið í NBA-deildinni í
körfuknattleik hefst í kvöld eftir
stutt hlé frá endalokum síðasta leik-
tímabils, og halda flestir sérfræð-
ingar að Los Angeles Lakers muni
verja titilinn.
Eftir lok síðasta keppnistímabils í
byrjun október, var ljóst að stétta-
félag NBA-leikmanna var ekki á því
að hefja keppnina á þessu leik-
tímabili í „kúlu“ eins og gert var í
haust í Flórída vegna kórónufarald-
urins. Leikmenn voru tilbúnir að
fórna fjölskyldutíma og þægindum
til að klára síðasta keppnistímabil,
en einangrunin í kúlunni reyndist
mörgum andlega erfið. Af þeim sök-
um ákváðu forráðamenn deild-
arinnar að keppnin nú myndi verða í
heimahöllum liðanna, með viðeig-
andi reglum um hegðun tengda far-
aldrinum, rétt eins og gerst hefur í
öðrum atvinnudeildum víðs vegar
um heiminn.
Flestir leikmenn vildu
hefja keppni sem fyrst
Getið var á í þessum pistlum eftir
lok síðasta keppnistímabils, að nú-
verandi leiktímabil myndi sjálfsagt
hefjast um áramótin. Það virtist
besta ágiskunin ef leikmenn ætluðu
sér að fá greidd næstum full laun og
að hægt væri að klára keppnina fyrir
Ólympíuleikana í Japan í endann á
júlí. Leikmenn þeirra liða sem
lengst komust í úrslitakeppninni
kvörtuðu reyndar í samfélags-
miðlum um hversu stutta hvíld þeir
myndu fá ef keppnin hæfist fyrir
áramót og lögðu þeir til að fresta
byrjun þessa keppnistímabils til
seinni hluta janúar.
Sú ósk rakst hins vegar á eina af
mikilvægustu stoðum á hugs-
unarhætti NBA-leikmanna. Eitt af
því sem leikmenn hugsa mikið um er
hversu háar tekjur þeir geta fengið á
sínum leikferli – skiljanlegt þar sem
ekkert er gefið varðandi heilsu
þeirra. Virðing meðal leikmanna
byggir oft á því hversu há laun þeir
hafa, þannig að óskin um lengri hvíld
átti ávallt á brattann að sækja hjá
meirihluta leikmanna. Þar að auki
hafði slatti af liðum ekki leikið síðan
í mars eða ágúst. Eigendur og leik-
menn þeirra liða voru ákafir í að
hefja leik sem fyrst, en leikmenn fá
greidd laun á grundvelli fjölda
þeirra leikja sem þeir spila, ef
ómeiddir.
Eftir fundarhöld stéttarfélagsins í
byrjun nóvember var ljóst að óskin
um lengri hvíld fyrir komandi leik-
tímabil yrði ekki að raunveruleika.
Of margir leikmenn biðu æstir eftir
því að geta hafið keppni sem fyrst og
í lokin var ákveðið að hefja keppnina
22. desember, sem sagt í kvöld.
Breytingar á fyrirkomulagi
Frekari fundarhöld leiddu til þess
að ákveðið var að leika 72 deildaleiki
í stað 82, og að stefnt væri á að klára
keppnina í byrjun júlí. Deildin skipu-
lagði síðan leikina á fyrri hlutanum
fram til byrjun mars, en mun á þeim
tímamótum tilkynna skipulagningu
leikja á seinni hlutanum.
Liðin munu hafa mismunandi
reglur um hvort – og þá hversu
margir – áhorfendum muni verða
hleypt í hallirnar, en liðin munu fara
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020
England
Burnley – Wolves..................................... 2:1
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Chelsea – West Ham................................ 3:0
Staðan:
Liverpool 14 9 4 1 36:19 31
Leicester 14 9 0 5 26:17 27
Manch.Utd 13 8 2 3 28:21 26
Everton 14 8 2 4 25:19 26
Chelsea 14 7 4 3 29:14 25
Tottenham 14 7 4 3 25:14 25
Southampton 14 7 3 4 25:19 24
Manch.City 13 6 5 2 19:12 23
Aston Villa 12 7 1 4 24:13 22
West Ham 14 6 3 5 21:19 21
Wolves 14 6 2 6 14:19 20
Newcastle 13 5 3 5 17:22 18
Crystal Palace 14 5 3 6 19:25 18
Leeds 14 5 2 7 24:30 17
Arsenal 14 4 2 8 12:18 14
Burnley 13 3 4 6 8:19 13
Brighton 14 2 6 6 16:22 12
Fulham 14 2 4 8 13:23 10
WBA 14 1 4 9 10:29 7
Sheffield Utd 14 0 2 12 8:25 2
Danmörk
Midtjylland – Nordsjælland ................... 3:1
Mikael Anderson kom inn á sem vara-
maður á 75. mínútu hjá Midtjylland.
Staðan:
Midtjylland 13 8 3 2 23:14 27
Brøndby 13 9 0 4 26:19 27
AGF 13 7 3 3 26:16 24
Randers 13 7 1 5 21:12 22
SønderjyskE 13 6 3 4 21:17 21
København 13 6 2 5 22:21 20
AaB 13 5 4 4 15:18 19
Nordsjælland 13 4 4 5 22:19 16
OB 13 4 4 5 18:20 16
Vejle 13 4 3 6 18:24 15
Horsens 13 1 3 9 10:24 6
Lyngby 13 0 4 9 12:30 4
Deildin er komin í vetrarfrí til 2. febrúar.
Holland
B-deild:
Jong PSV – Almere City......................... 1:2
Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á
sem varamaður á 24. mínútu hjá PSV.
Jong Ajax – Telstar ................................. 1:2
Kristian Nökkvi Hlynsson var ekki í
leikmannahópi Ajax.
Svíþjóð
Kristianstad – Alingsås ...................... 31:27
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sjö
mörk fyrir Kristianstad og Teitur Örn Ein-
arsson þrjú.
Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark
fyrir Alingsås.
Redbergslid – Guif .............................. 31:27
Daníel Freyr Ágústsson varði 10 skot í
marki Guif.
Lugi – Skövde ...................................... 26:21
Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði
ekki fyrir Skövde.
Staða efstu liða:
Malmö 27, Ystad IF 25, Alingsås 23,
Skövde 21, Lugi 21, Kristianstad 20, Säve-
hof 20, IFK Ystad 17.
Sviss
Kadetten – Suhr Aarau ...................... 31:24
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar lið Kadett-
en Schaffhausen sem er í fjórða sæti af tíu
liðum í deildinni.
Knattspyrnusamband Íslands hefur
birt drög að deildabikar kvenna og
karla, Lengjubikarnum, fyrir árið
2021. Áætlað er að keppni hjá bæði
körlum og konum hefjist föstudag-
inn 12. febrúar, hafi yfirvöld leyft
keppni á þeim tíma.
Í A-deild karla leika sem fyrr þau
24 lið sem eru í tveimur efstu deild-
unum og eru riðlarnir þannig:
1. riðill: Valur, KA, HK, Grinda-
vík, Afturelding, Víkingur Ó.
2. riðill: FH, KR, Víkingur R.,
Fram, Þór, Kórdrengir.
3. riðill: Stjarnan, ÍA, Keflavík,
Grótta, Vestri, Selfoss.
4. riðill: Breiðablik, Fylkir,
Leiknir R., Fjölnir, ÍBV, Þróttur R.
Breytingar verða á fyrirkomu-
laginu í kvennaflokki en í stað sex
liða leika nú tólf lið í tveimur riðl-
um í A-deild. Í B-deild leika átta lið
í stað sex liða og í C-deild eru tveir
riðlar í stað þriggja.
Riðlarnir í A-deild kvenna eru
þannig skipaðir:
1. riðill: Valur, Selfoss, Þróttur
R., ÍBV, Keflavík, KR.
2. riðill: Breiðablik, Fylkir,
Stjarnan, Þór/KA, Tindastóll, FH.
Dregið í riðla
í deildabikar