Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 35

Morgunblaðið - 22.12.2020, Side 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 2020 Barnahrollvekjan Norn-irnar er byggð á sígildrisögu Roalds Dahl umdreng sem verður fyrir því óláni að lokast inni á ársþingi sem nornir halda á Englandi en þeim er sérlega illa við börn, eins og drengurinn fær að kynnast þeg- ar honum er breytt í mús. Með að- stoð ömmu sinnar tekst honum að koma í veg fyrir að nornirnar breyti öllum börnum í mýs. Í bók- inni er sögusviðið England en í þessari nýju kvikmynd er það Bandaríkin á sjöunda áratugnum og drengurinn, Charlie, og amma hans eru svört. Hollywood er sem betur fer farin að vakna til vitund- ar um hversu hvít sú verksmiðja er oftast nær. Charlie missir foreldra sína í bíl- slysi og flytur til ömmu sinnar sem veit allt um nornir eftir að hafa kynnst þeim á barnsaldri. Í inn- kaupaferð reynir ein slík að ginna Charlie með sælgæti en verður fyr- ir truflun og lætur sig hverfa. Charlie segir ömmu sinni frá þessu og lýsir norninni vel fyrir henni. Amma gamla áttar sig strax á því að þar fer norn og til að koma drengnum í öruggt skjól ákveður hún að dvelja á hóteli við sjávarsíð- una. Fer ekki betur en svo að hóp- ur dulbúinna norna mætir skömmu síðar á hótelið og þykist ætla að halda þar barnaverndarþing. Norn- irnar læsa sig inni í fundarsal, taka af sér hárkollur, hanska og skó og sýna sitt rétta og afskræmda útlit. Charlie er í felum undir fundarpalli og verður vitni að þessum hryll- ingi. Aðalnornin, leikin af Anne Hathaway, þefar hann fljótlega uppi og breytir honum í mús með þartilgerðri töframixtúru. Charlie leggur á flótta með tveimur börn- um sem einnig hefur verið breytt í mýs og með aðstoð ömmu sinnar tekst þeim að koma aðalnorninni fyrir kattarnef og breyta hinum nornunum í rottur. Hræðilegur hreimur Hinn mistæki leikstjóri Robert Zemeckis er við stjórnvölinn og kvikmyndin er því miður ekki ein af hans bestu. Zemeckis á nokkrar sígildar að baki, m.a. Back to the Future þríleikinn og Forrest Gump en líka nokkrar heldur lélegar. Kvikmynd hans um nornirnar er fínasta skemmtun fyrir börn, það verður ekki af henni tekið, og fer svo sem ágætlega af stað ef undan er skilinn furðulegur innálestur Chris Rock sem er svo ýktur að maður heyrir varla hvað hann er að segja. Rock er ekki rétti leik- arinn þegar kemur að því að tala inn á barnamyndir, hans sterka hlið er gamanleikur og uppistand og hann virðist pikkfastur í grín- stillingunni. Octavia Spencer leikur ömmuna og er hún að vanda sjarmerandi og Jahzir Bruno stendur sig líka vel í hlutverki Charlie. Það sama verður ekki sagt um Anne Hathaway sem leikur aðalnornina og er með einhvern þann asnalegasta hreim sem heyrst hefur hin seinni ár. Í honum má meðal annars greina sænska kokk- inn í Prúðuleikurunum og hinn vit- granna Clouseau rannsóknarlög- reglumann úr Bleika pardusnum og engu líkara en þeim hafi verið hrært saman við skrumskælda út- gáfu af Rússa eða Þjóðverja. Fyrir vikið er Hathaway illskiljanleg og undarlegt að Zemeckis hafi látið það óátalið. Aðrir leikarar eru þó ágætir og Stanley Tucci fer þar fremstur sem hótelstjóri. Eftir að börnum hefur verið breytt í mýs fara tölvuteikningar að verða fyrirferðarmeiri í mynd- inni og nornirnar fá líka vænan skammt af slíkum brellum og þá einkum Hathaway sem er af- skræmd hressilega, munnurinn víkkaður nánast upp að eyrum og ábyggilegt að það virkar hryllilega á barnunga áhorfendur. Þó saknar maður gömlu góðu gervanna frá þeim tíma er fyrri myndin eftir bókinni var gerð, árið 1990 og Zemeckis ofnotar því miður tölvu- tæknina þannig að stundum er myndin frekar teiknimynd en leik- in. Þrátt fyrir að hótelið sé hálffullt af lífshættulegum nornum er spennan einkennilega lítil og kunna fyrrnefnd teiknimyndaráhrif að spila þar inn í. Mikilvægasta boðskap mynd- arinnar er engu að síður komið vel til skila en hann er sá að þiggja ekki sælgæti af ókunnugum. Þeir gætu nefnilega verið nornir í dulargervi. Hryllileg Anne Hathaway í hlutverki aðalnornarinnar í Nornunum sem gerð er eftir barnabók Roalds Dahl. Zemeckis getur betur Smárabíó, Sambíóin Álfabakka og Kringlunni, Laugarásbíó og Borgarbíó Nornirnar/The Witches bbbnn Leikstjórn: Robert Zemeckis. Handrit: Robert Zemeckis, Guillermo del Toro og Kenya Barris. Byggt á bók Roalds Dahl. Aðalleikarar: Jahzir Bruno, Octavia Spencer, Anne Hathaway og Stanley Tucci. Bandaríkin, 2020. 106 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd er tilnefnd til Nordisk Film- og TV Fond-verðlaunanna sem af- hent verða á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg á næsta ári og keppir þar um besta handrit í flokki dramasjónvarpsþáttaraða frá Norðurlöndunum. Jóhann Ævar Grímsson átti hugmyndina að þáttaröðinni en auk hans skrifuðu handritið Björg Magnús- dóttir, Jóhanna Friðrika Sæ- mundsdóttir og Silja Hauksdóttir en Silja er auk þess leikstjóri þáttanna. Þáttaröðin er framleidd af Sagafilm fyrir Sjónvarp Símans og Viaplay á Norðurlöndum í samstarfi við Sky Studios á Bret- landi og Gautaborgarhátíðin er umfangsmesta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndum og stendur yfir frá 29. janúar til 8. febrúar 2021. Meðal þáttaraða sem keppa við Systrabönd er danska þáttaröðin Ulven kommer, norska serían Velkommen til Utmark sem Dag- ur Kári Pétursson leikstýrir, sænska syrpan Thin Blue Line og finnska þáttaröðin Cargo, að því er fram kemur í tilkynningu. „Það er afskaplega ánægjulegt að fá þessa tilnefningu nú þegar verið er að taka lokaskrefin í framleiðslunni. Vandað hefur verið til verka á hverju stigi og við hlökkum til að sjá viðbrögð áhorfenda við þáttunum þegar þeir verða teknir til sýningar næstu páska,“ er þar haft eftir Tinnu Proppé, framleiðanda þátt- anna hjá Sagafilm. Systrabönd verða sýnd í Sjónvarpi Símans Premium um páskana á næsta ári og fara þættirnir í kjölfarið í sýn- ingar á Norðurlöndunum og í heimsdreifingu á vegum NBC Universal Global Distribution. Tilnefnd til hand- ritaverðlauna Stýrir Silja Hauksdóttir er leikstjóri þáttanna og einn handritshöfunda. Morgunblaðið/Ásdís Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.