Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 20

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 20
20 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 UMFJÖLLUN Tjáningarfrelsi lögmanna og matsmenn HÉR VERÐUR TEKIN til umfjöllunar niðurstaða úrskurðarnefndar lög- manna í máli nr. 16/2015. Í málinu reyndi á það hversu langt lögmönnum er heimilt að ganga í orðræðu sinni gagn vart utanaðkomandi matsaðilum til verndar umbjóðendum sínum, þ.e.a.s. hvort að sá sem ræður sér lög mann til að tala máli sínu þurfi að sæta því að lögmaðurinn sé ríg- bundinn af siðareglum þegar kemur að því að tjá sig um málefni viðkomandi í ræðu og riti. Málsatvik Kvartað hafði verið yfir því að starfs­ maður í skóla í Reykjavík, Anna, hefði lagt samstarfsmann sinn í einelti. Kær endur málsins, sálfræðingarnir Harpa og Kristinn, voru fengnir til að rannsaka málið. Ræddu þau við kvartandann, Önnu sjálfa og ónafn­ greint samstarfsfólk þeirra. Að rannsókn lokinni skiluðu sálfræðingarnir skýrslu þar sem tekin var afstaða til þess hvort tiltekin atvik, sem kvartað hafði verið yfir, féllu undir skilgreininguna á einelti og taldist meirihluti atvikanna hluti af eineltismynstri. Í kjölfarið gerði skólastjóri alvarlegar athugasemdir við framkomu Önnu, eins og henni hafði verið lýst í skýrslunni. Anna leitaði þá til Loka hæsta rétt­ ar lögmanns. Sendi hann tvö erindi til Skóla­ og frístundasviðs Reykja ­ víkurborgar og gerði m.a. athuga­ semdir við vinnubrögð sálfræð­ inganna. Var innihald annars bréfsins sakar efni málsins sem var borið undir siða nefndina. Víðáttuvitleysa og nornaveiðar Í erindinu lét Loki hrl. hafa eftir sér að skilgreining kærenda á hug­ takinu einelti væri „röng og í raun víðáttuvitlaus“. Taldi hann ámælisvert að Reykjavíkurborg skyldi hafa valið til verksins sálfræðinga sem kynnu „jafnlítið til verka“ þegar kæmi að skilgreiningu á hugtakinu samkvæmt vinnurétti. Lögmaðurinn gerði einnig alvar­ legar athugasemdir við vinnulag þeirra Hörpu og Kristins, sem hann kvað sambærilegt þeim rannsóknar­ aðferðum sem notaðar voru við nornaveiðar á 17. og 18. öld og á tímum McCarthy í Bandaríkjunum. Þau hefðu talað við samstarfstarfsfólk Önnu án þess að upplýsa um nöfn þeirra og því hefði hún ekki fengið upplýsingar um hver „leynivitnin“ væru eða hvað þau hefðu borið um. Hefði skýrslan þannig borið yfirbragð frétta „af skyggnilýsingarfundi“. Þau hafi síðan virst telja sig hafa „yfir skilvitlegar gáfur“ til að geta greint sannleikann byggðan á þessum „ómögu legu rannsóknaraðferðum“. Þannig hefðu þau sýnt í orði og verki að þau kynnu ekkert fyrir sér í að upplýsa atvik í svona máli. Ásakanir um brot gegn siðareglum Þau Harpa og Kristinn kvörtuðu til úrskurðar nefndar lögmanna og gerðu kröfu um að úrskurðað yrði að brotið hefði verið gegn 2., 5., 8. og 34. gr. siðareglna, að Loki hrl. yrði nafn­ greindur í úrskurðinum og að hann yrði áminntur. Byggðu þau kröfur sínar á því að Loki hrl. hefði farið fram með rang færslur, ýkjur og tilhæfulausar staðhæfingar sem ekki væru hæfandi lögmanni. Orðræða hans hafi verið ófagleg og meiðandi í garð þeirra sem sérfræðinga og vegið alvarlega að starfsheiðri þeirra. Hann hefði gengið allt of langt í ummælum sínum, sem hefðu verið óvægin og ómálefnaleg og ekki í eðlilegum tengslum við hlutverk lögmanns í stjórnsýslumáli. Sálfræðingarnir töldu orðaval lög­ mannsins hafa verið fram úr hófi og að ýkjukenndar og grófar lýsingar hans hefðu farið gegn skyldu hans til að sýna þeim, sem gagnaðilum, virðingu í ræðu og riti. Tjáningarfrelsi lögmanna Loki hrl. mótmælti öllum kröfum kærenda og féllst ekki á að athafnir hans hefðu brotið gegn siðareglum lögmanna. Hann benti einnig á að tjáningafrelsi lögmanna væri varið af 73. gr. stjórnarskrárinnar og að innan þess félli tjáningaform og ritstíll. Takmörkun á tjáningarfrelsi yrði eingöngu viðhöfð með skýrri

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (2016)
https://timarit.is/issue/411929

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (2016)

Aðgerðir: