Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 28
UMFJÖLLUN
ákvörð un refsingar kemur skýrt fram
að Hæstiréttur lítur háttsemina alvar
legum augum. Vísað er til þess að
brotin hafi verið mjög umfangsmikil,
þaulskipulögð og staðið yfir í langan
tíma. Rétturinn vísar til þess að brotin
hafi leitt til alvarlegrar röskunar á
verðbréfamarkaði með víðtækum
afleið ingum fyrir fjármálamarkaðinn
hér á landi og allan almenning.
Tjónið, sem af brotunum hlaust, telur
Hæstiréttur ekki verða metið til fjár.“
Hæstiréttur leiðir fram
bannreglu með gagnályktun
Helga Melkorka Óttarsdóttir fór þá leið
að ræða þau atriði sem hún sagðist
staldra við við lestur dómsins, án þess
þó að sögn að ætla sér að draga af
þeim sérstakar ályktanir um hvað væri
í sjálfu sér rétt eða rangt í málinu.
Það fyrsta sem Helga Melkorka
sá ástæðu til að ræða var að í málinu
sá Hæstiréttur ástæðu til að túlka
ákvæði verðbréfaviðskiptalaga um
markaðsmisnotkun með gagnályktun
þannig að fjármálafyrirtækjum væri
óheimilt að greiða fyrir viðskiptum
á skipulögðum verðbréfamarkaði
með bréf í sjálfum sér í því skyni að
markaður skapaðist. „Það er ekkert
ákvæði í lögunum sem segir að það
sé óheimilt fyrir fjármálafyrirtæki að
vera sjálft viðskiptavaki með eigin
bréf en Hæstiréttur gagnályktar og
segir að það sé óheimilt“, sagði Helga
Melkorka.
„Þetta er ekki eina atriðið sem
ræður þeirri niðurstöðu að um
mark aðs misnotkun hafi verið að
ræða, en þetta klárlega vegur tölu
vert þungt í þeirri niðurstöðu og
þeirri röksemdafærslu,“ sagði Helga
Melkorka enn fremur. „Brot á þessari
bann reglu, sem leidd er fram með
gagn ályktun, er svo grundvöllur sak
fell ingar og refsingar“.
Helga Melkorka taldi umhugsunar
vert að þetta væri hluti af heimfærslu
og niðurstöðu Hæstaréttar og sagði:
„Það er miðað við það í okkar réttar
kerfi að refsiheimildir séu lögbundnar
og við höfum lagt áherslu á að refsi
heimildir séu lögbundnar. Ef vafi er á
því hvort að háttsemi sé refsiverð eða
hvort hún fellur undir refsiákvæði ber
að skýra þann vafa sakborningi í hag.“
Ólögmætar hlustanir geti haft
áhrif á rannsókn
Helga Melkorka gerði þessu næst
að umtalsefni að það kæmi fram í
dómnum að símtöl sakborninga við
verjendur væru hlustuð og þeim ekki
eytt, þrátt fyrir ákvæði sakamálalaga
um að eyða skuli slíkum upptökum
þegar í stað. Þessi símtöl hafi þó ekki
verið lögð fram. „Af því að þessar
upptökur voru ekki lagðar fram í
málinu þá var þetta bara allt í lagi. Það
hlýtur að skilja mann eftir með það að
það hlýtur að hafa áhrif inn í málið
ef að búið er að hlusta einu sinni. Þá
mögulega er sá sem er að rannsaka
með tiltekin atriði í huga, jafnvel þó
að símtalið sé ekki lagt fram í málinu,“
sagði Helga Melkorka.
Hins vegar hafi símtöl sem sak
borningar áttu við aðra en verjendur,
skömmu eftir skýrslutöku, verið meðal
gagna málsins og Hæstiréttur gert við
Litlaprent ehf. | Miðaprent ehf. | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogi
Sími 540 1800 | Fax 540 1801 | litlaprent@litlaprent.is | midaprent@midaprent.is
Stórt verk lítið mál
Flestar gerðir límmiðaFORVINNSLA PRENTUN FRÁGANGUR