Lögmannablaðið - 2016, Síða 12
UMFJÖLLUN
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16
eins og við þekkjum að getur gerst,
þá getur stjórnarandstaðan átt erfiðara
með að fóta sig í andstöðu sinni því að
stjórnarmeirihlutinn hefur þingmenn
sína plús ráðherrana og minnihlutinn
ætti þá jafnvel við ofurefli að etja. Ég
hef áhyggjur af þessu valdahlutfalli
og það er klárt mál að þetta myndi
skekkja umræðuna.
Hinn kosturinn væri e.t.v. að
ráðherrar veljist utan hóps þingmanna
og muni þá ekki taka mikinn þátt í
þingstörfum, en ég er ekki hrifin af
því heldur. Það verður aldrei hægt
að hefta málfrelsi ráðherra á þinginu
en ekki síður finnst mér skipta miklu
máli að kjósendur hafi með það að
gera hverjir verði ráðherrar. Þetta er
ekki venjulegt starf því ráðherrar eru
trúnaðarmenn almennings.
Alþingi þarf að gæta að sér
við lagasetningu
Í nýjum dómi Hæstaréttar virðist
því slegið föstu að ákvæði laga um
meðferð sakamála um endur upptöku
nefnd séu andstæð stjórnarskrá,
þ.e. að ekki sé hægt að veita stjórn
sýslu nefnd, sem heyri undir fram
kvæmdavaldið, það hlutverk að fella
úr gildi úrlausnir dómstóla. Er áætlað
að grípa til einhverra aðgerða varð
andi störf endurupptökunefndar
vegna þessarar niðurstöðu?
Mér finnst óhjákvæmilegt að bregð
ast við dómnum með laga setningu
og á von á því að frumvarp komi
fram á næstu vikum en ég get ekki
tjáð mig að svo stöddu um efnis lega
þætti þess. Alþingi þarf að hafa frelsi
til laga setningar eins og því ber sem
löggjafarsamkunda og grund vallar
stofnun, en það er kannski gömul saga
og ný að að það þarf að gæta að sér.
Skipun dómara
Í svo til hvert skipti sem dómari er
skipaður við Hæstarétt fer af stað
umræða í samfélaginu um hvað eigi
að liggja til grundvallar við skipan
hans. Hvað á að þínu mati að liggja
til grundvallar? Á dómarastéttin að
endurspegla t.d. kynjasjónarmið?
Auðvitað á ávallt að velja hæfasta
einstaklinginn, það er ekki nokkur
spurning. Það þarf þó að vera jafn
vægi og við finnum það sjálf þegar
kynin tala saman um tiltekin mál að
þau koma með sitt hvora hluti að
borðinu sem skipta verulega miklu
máli. Konum hefur fjölgað mikið í
lögfræðingastétt og þær eru að kveða
sér meira hljóðs. Ég er sannfærð um
að það muni skila sér í Hæstarétt.
Mun fleiri konur eru núna dómarar í
héraðsdómi en áður og þessi þróun
mun halda áfram.
Svo finnst mér vægast sagt skjóta
skökku við að nefnd sem að hefur
með skipan dómara að gera sé
eingöngu skipuð öðru kyninu. Mér
finnst það bara ekki hægt. Ráðuneytið
hefur skrifað ótal bréf og farið fram á
það að menn litu til kynjasjónarmiða
við val í þessa nefnd en því hefur ekki
verið sinnt. Því munum við koma með
frumvarp um breytingar á. Við eigum
von á að drög að frumvarpinu verði
sett í umsagnarferli innan tíðar og er
það minn vilji að þær breytingar sem
þar verða lagðar til taki strax gildi.
Gjafsóknarmál
Það hefur verið gagnrýnt að ekki sé
nægilegt fjármagn sett í gjafsóknarmál
og m.a. mega einstaklingar ekki hafa
meira en tvær milljónir í árstekjur á
meðan mörkin eru fimm milljónir í
Danmörku. Hefur þú sem ráðherra
hug á að beita þér í gjafsóknarmálum?
Gjafsóknarmál eru í ákveðnu ferli og
það er ekki stefnumarkandi ákvörðun
í farvatninu vegna þeirra. Þetta er
auðvitað eitt af þeim málum sem við
þurfum að líta til en við erum með
það stór mál í gangi í ráðuneytinu í
augnablikinu sem ganga fyrir. Nú fer
að styttast í þinglok og framundan
er kosningavetur. Ég hugsa að
Ljósmynd: Ernir Eyjólfsson