Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 27

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 27
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 27 UMFJÖLLUN þeirra eftir skýrslutöku þar sem þeim var óskylt að svara spurningu, og sagði: „Fram að þessu hefur þessari aðferð verið beitt, að menn eru hlustaðir eftir skýrslutöku hjá lögreglu, bæði í fíkniefnalagabrotum og í öðrum brotum, og það hefur ekki verið gagnrýnt sérstaklega áður. En Hæstiréttur kemst þarna að þessari niðurstöðu og það verður auðvitað að virða hana. Vandamálið eftir þessa niðurstöðu er bara að við vitum ekki nákvæmlega hvað þetta þýðir. Hæstiréttur segir bara að ef þetta er gert skömmu eftir að þeir hafa gefið skýrslu hjá lögreglu að þá megi ekki leggja slíkt fram. Hvað þýðir þetta skömmu eftir?“ Niðurstaða Björns að þessum vangaveltum sögðum var þó að sennilega væri það meginreglan sem réði og að ekki skipti endilega máli hvenær hlustað væri á sakborninga eftir að þeir hefðu hlotið þá réttar­ stöðu. Hins vegar væri orðalag Hæsta­ réttar opið til túlkunar og hugsanlega rétt að láta reyna á það síðar hvað nákvæmlega væri átt við – hvort að t.a.m. mætti hlusta nokkrum dögum eftir skýrslutöku. Meiri áhersla á leynd heldur en að upplýsa markaðinn Lögreglurannsókn á markaðsmis­ notkun í starfsemi Landsbankans hófst að framkominni kæru frá Fjármála eftirlitinu. Í þeirri kæru var þó töluvert lengra tímabil undir, eða frá árinu 2003. Að sögn Björns var þó ákveðið að ákæra aðeins fyrir síðustu 11 mánuðina fyrir hrun enda hafi háttsemin þá orðið allt önnur og alvarlegri. „Þegar litið er til niðurstöðu Hæstaréttar hefði nú sennilega mátt fara mikið lengra aftur í tímann þar sem að Hæstiréttur virðist líta svo á að háttsemin hafi hafist allnokkru fyrr,“ sagði Björn. Það sem þó hafi einnig mælt gegn því að ákæra fyrir lengra tímabil var að eftir því sem háttsemi sem ákært er fyrir nær yfir lengra tímabil því þyngri verða mál í saksókn. Sem dæmi tók Björn að í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hafi aðalmeðferð í héraði tekið fimm vikur. „Þá var farið að rífa vel í hjá öllum“, sagði Björn. Þessu næst vék Björn að heimfærslu Hæstaréttar á atvikum máls undir þau ákvæði laga um verðbréfaviðskipti er banna markaðsmisnotkun. Útlistaði hann nokkuð nákvæmlega hvernig Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að með því að láta Landsbankann eignast bréf í sjálfum sér í svokölluðum „sjálfvirkum pörunarviðskiptum“ í kauphöll, og ná svo að selja þau aftur í utanþingsviðskiptum þannig að það var í raun ekki framboð og eftirspurn með bréfin sem hafi ráðið verðmyndun á markaði, hafi hinir ákærðu starfsmenn bankans gerst sekir um markaðsmisnotkun. Einnig hafi markaðsáhættan af verð­ falli bréfanna eftir sölu þeirra eftir sem áður hvílt á bankanum sem fjár­ magnaði sjálfur kaup þeirra sem seljandi í utanþingsviðskiptunum. Björn rakti hvernig Hæstiréttur hafi gert töluvert með það í sínum forsendum hvernig áhersla hafi verið lögð á að forðast flöggun um viðskipti bankans með eigin bréf. „Það var meiri áhersla á leynd heldur en að upplýsa markaðinn,“ sagði Björn. Fjármálafyrirtæki óheimilt að vera viðskiptavaki með eigin hluti Annað atriði sem mikið var fjallað um í málinu var svokölluð „viðskipta vakt“. Meðal þess sem vörn ákærðu byggðist á var að bankinn hafi stundað óform­ lega viðskiptavakt með eigin hluta­ bréf, þ.e. til að mynda markað með bréfin. Björn rakti hvernig Hæsti réttur hafi komist að þeirri niðurstöðu að það gæti einfaldlega ekki verið hlut­ verk útgefanda hluta bréfa að vera við skipta vakar og mynda markað með eigin hlutabréf. „Hæstiréttur gagnályktar frá ákvæði 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti á þá leið að fjár málafyrirtæki sem annast verð­ bréfa viðskipti sé óheimilt að takast á hendur viðskiptavakt með eigin bréf,“ sagði Björn. Skýringar ákærðu fyrir dómi hafi verið að bankinn hefði einfaldlega séð kauptækifæri og nýtt þau. Hæstiréttur vísaði þessum skýringum á bug með þeim rökum að háttsemin hafi einfaldlega verið í grunninn ólögmæt þar sem bankinn hafi ekki mátt vera viðskiptavaki í viðskiptum með eigin bréf. Tjónið ekki metið til fjár Að lokum rakti Björn hvernig Hæsti­ réttur hafi komist að niðurstöðu um refsiábyrgð ákærðu sem ýmist voru beinir þátttakendur í þeim viðskiptum sem ákært var fyrir eða borið ábyrgð á þeim vegna stöðu sinnar. „Við Helga Melkorka Óttarsdóttir. Björn Þorvaldsson.Oddur Ástráðsson.

x

Lögmannablaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-2689
Tungumál:
Árgangar:
30
Fjöldi tölublaða/hefta:
116
Skráðar greinar:
699
Gefið út:
1995-í dag
Myndað til:
2024
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Lögmannablaðið inniheldur greinar um lagaleg málefni, fréttir og tilkynningar frá Lögmannafélagi Íslands og er sent til allra félagsmanna. Útgáfudagar blaðsins eru í mars, júní, október og desember

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (2016)
https://timarit.is/issue/411929

Tengja á þessa síðu: 27
https://timarit.is/page/7355125

Tengja á þessa grein: Ólögmætar símhlustanir og bannregla leidd fram með gagnályktun
https://timarit.is/gegnir/991011075699706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (2016)

Aðgerðir: