Tölvumál - 01.01.2018, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.01.2018, Blaðsíða 10
10 Fyrirtæki á Íslandi og í heiminum öllum eru að vakna upp við nýjar kröfur markaðarins um aukinn hraða í viðskiptum og aukinn einfaldleika í notkun á þjónustum á netinu. Að hika er sama og að tapa eru undirliggjandi skilaboð til markaðarins en þau fyrirtæki sem ekki taka þetta kall nútímans alvarlega eiga hættu á að hellast úr lestinni og deyja drottni sínum. Ólafur Örn Nielsen hefur starfað við stafræna vöruþróun um allt langt skeið og hefur frá árinu 2015 stýrt ráðgjafafyrirtækinu Kolibri sem sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum að þróa stafrænar lausnir í takt við viðskiptastefnu þess og ná þannig auknum árangri. Við höfum því fengið Ólaf til að segja okkur aðeins frá sjálfum sér og sinni vegferð inn í tæknina ásamt því að svipta hulunni af velgengni Kolibri í að aðstoða fyrirtæki við stafræna þróun. HVERNIG VILDI ÞAÐ TIL AÐ ÞÚ FETAÐIR ÞESSA LEIÐ Í LÍFINU SEM LEIDDI ÞIG Á ÞÁ STAFRÆNU BRAUT SEM ÞÚ STARFAR Á Í DAG? Það var svona samblanda af óbilandi áhuga á tækni og nýjungum en ég held ég hafi verið um 10 ára þegar pabbi kom heim með tölvu og ég var búin að taka hana i sundur og setja saman aftur áður en ég vissi af og því má segja að ég hafi verið svona tækninörd. Þegar ég var 12 ára þá kom pabbi aftur til sögunnar og núna kom hann heim með bók um forritun. Þá byrjaði ég að fikta og prófa mig áfram við forritun og var í allskonar eigin tilraunum á sama tíma og ég horfði til eldri stráka sem voru komnir lengra í fiktinu en ég, með góðum árangri. Þessi tilraunastarfsemi og áhugi leiddi mig út í að þróa og hanna vefsíður sem ég vann að meðfram menntaskóla. Planið var nú alltaf að fara í verkfræði en þegar ég lauk skólanum þá var nú komin smá lærdómsþreyta í mig og ég ákvað að taka mér smá pásu og fara að vinna. Mamma sá þá fyrir algera tilviljun auglýsingu í blaðinu þar sem verið var að auglýsa eftir forritara fyrir mbl.is, sem ég sótti um og fékk. Ég hafði hugsað mér að vera þar í um það bil eitt ár en endaði á að starfa þar í fimm lærdómsrík ár. Á þriðja ári hjá mogganum ákvað ég að fara í tölvunarfræði samhliða vinnu en var á þeim tímapunkti búin að vera forrita í um það bil 10 ár svona „freelance“ og því get ég ekki alveg sagt að ég hafi fundið mig í náminu á þeim tíma. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á markaðssetningu líka og tækninni sem snýr að notandanum, skilja notandann og hvað hann er að hugsa. Starfið hjá mogganum þróaðist því úr forritun í svona greinanda (analyticer) þar sem ég var að reyna að skilja hvernig fólk var að nota mbl, hvað það var að lesa og hvenær. Þaðan fór áhuginn að þróast i átt að stafrænni markaðssetningu sem leiddi til þess að ég var ráðinn sem stafrænn markaðsstjóri hjá WOW air nokkrum klukkutímum eftir fyrsta flugið þeirra. Þar komst ég kynni við stafræna umbreytingu þar sem tæknin er eitt og umbreytingin er annað en það eru svo mörg x í slíkri jöfnu. Ég hætti síðan hjá WOW air til að stofna eigið fyrirtæki sem hét Form 5 og rak það í eitt STAFRÆN UMBREYTING SNÝST EKKI UM TÆKNI Viðtal við Ólaf Örn Nielsen, framkvæmdastjóra Kolibri og handhafa verðlaunanna „Bylting í stjórnun 2018“. ár þangað til það sameinaðist fyrirtæki sem hét Sprettur. Þessi tvö félög sameinuðust undir nafni Kolibri sem sérhæfir sig í að hjálpa fyrirtækjum við stafræna umbreytingu. KOLIBRI HEFUR VERIÐ EITT AF ÞESSUM FYRIRTÆKJUM SEM HAFA VERIÐ Í FARARBRODDI Í INNLEIÐINGU Á STAFRÆNNI UMBREYTINGU Á SÍÐUSTU ÁRUM, HVAÐ TELUR ÞÚ HAFA VERIÐ KVEIKJUNA Á ÞEIRRA VEGFERÐ? Fyrir um það bil þremur árum þegar við fórum í nafnabreytinguna með Kolibri og vorum að skilgreina vöruframboðið okkar, þá áttuðum við okkur á því að stafræn umbreyting snýst minnst um tæknina. Mín upplifun og reynsla hefur kennt mér að töluverð áhersla þarf að vera á mannauðsmál, kúltúrinn og slík mál. Stafræn umbreyting snýst í raun ekki um að selja tæknifólk út á tímagrunni heldur hjálpa fyrirtækjum að breytast og það var sú áhersla sem við settum á oddinn fyrir þremur árum. Útfærslan var að nýta ávallt teymi inn í fyrirtækjum sem áttu að styðja við breytingar með áherslu á hönnun og hugmyndafræði áður en farið er að moka holuna. Lykilatriðið er að stjórnendur hafi sýn um hvert þeir vilji fara og hvernig þeir vilja breyta fyrirtækinu en til að styðja slík verkefni þá þarftu að vera með fólk sem kann að veita slíka ráðgjöf. Fyrstu árin þá vorum við mest hugbúnaðarráðgjöf með áherslu á „agile“ hugmyndafræðina. Við fórum í kynningarherferð með vöru sem hét „agile“ stökkpallur inn í stóran hluta fyrirtækja sem starfræktu einhvers konar hugbúnaðarþróun. Þar vorum við að styða við þessi sömu hugbúnaðarteymi í að taka upp „agile“ vinnubrögð. Það fólst í að skilgreina verkaskiptingu og skilgreina hvaða vöru og markmiðum þessi teymi vildu ná og þessum teymum fylgdu við eftir fyrstu fimm vikurnar og eftir það áttu þau að vera orðin sjálfbær. Á þessum tíma vorum við töluvert í ráðgjöf sem við útvíkkuðum í fræðslu árið 2010 þegar við sameinuðumst félagi sem heitir Manimo. Við vorum með háleitar hugmyndir og stóðum fyrir 300 manna „agile“ og „lean“ ráðstefnum þar sem planið var að verða næsti Opni Háskólinn í „agile“ á Íslandi. Á þessum tíma vorum við með tólf manna teymi og þrjár tekjustoðir með dreift vöruframboð. Við áttuðum okkur því fljótt á því að til að ná árangri í einhverju einu þá þyrftum við meiri fókus. Við bökkuðum því út úr ráðgjöfinni og fræðslunni og það eina sem við gerðum eftir það var að þróa hugbúnað í teymum þar sem við sameinuðum allt sem við höfum verið að gera. Frá þessum tíma þá sendum við aldrei einn forritara heldur alltaf teymi með teymisþjálfara og hönnuði inn í verkefni. Núna, hins vegar, er aftur sprottin upp töluverð eftirspurn eftir ráðgjöf og því höfum við verið að bregðast við henni með reynslu síðustu ára og

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.