Tölvumál - 01.01.2018, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.01.2018, Blaðsíða 12
12 ákveðna breytingu. Við förum á dýptina og reynum að skila hvaðan starfsmaðurinn er að koma. Niðurstaðan er að við höfum þroskast í að skilja fólk betur og hvernig það vinnur saman í svona verkefnum. HVERNIG SÉRÐU FYRIR ÞÉR STAFRÆNA ÞRÓUN FYRIRTÆKJA OG STOFNANA Á ÍSLANDI Á NÆSTU 5-10 ÁRUM OG HVAR SÉRÐU MESTU OG EÐA MINNSTU UMBREYTINGUNA OG AF HVERJU. Ef síðustu tvö ár hafa eitthvað forspárgildi fyrir það sem koma skal þá hefur verið alger sprengja í verkefnum. Fyrir ári síðan var til dæmis ekkert tryggingafélag komið af stað í rafræna umbreytingu en nú eru þrjú félög farin af stað. Ég held að þetta komi bara til með að aukast og það eru en þá fullt af brönsum sem eiga eftir að fara í gegnum þessa umbreytingu. Hið opinbera er aðeins komið af stað en er samt talsvert langt á eftir. Við sjáum að Reykjavíkurborg er búið að stofna einingu sem heitir rafræn þjónustumiðstöð og á spítölunum er mikil vinna í kringum „lean“ í gangi sem tengist oft mjög mikið hugbúnaðarþróun. Hjá þjóðskrá er verið að rafvæða þinglýsingarnar og svo er það skatturinn sem er komin býsna langt og búinn að vera 10-15 ár með rafrænar skattskýrslur. Það er svona tilgáta hjá mér að eldri stjórnendur hjá rótgrónum fyrirtækjum hafi vonast til að þurfa ekki að takast á við þetta og að bylgjan myndi koma svona eftir þeirra síðasta dag en ég held að þetta fari ekki almennilega af stað fyrr en við sjáum næstu kynslóðaskiptingu stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum í dag. Stjórnendur sem eru að byrja að leiða fyrirtæki í dag, hafandi sjálfir verið í umbreytingu og hluti af henni á meðan hún stóð yfir. Hluti af því sem er að gerast er eitthvað sem fólk að fást við í fyrsta sinn, þú finnur ekki marga stjórnendur sem eru með margra ára reynslu af stafrænni umbreytingu. Stjórnendur hafa sumir verið að bíða eftir næstu niðursveiflu og talið var að hún kæmi 2017, nú er hins vegar komið 2018 og hún er ennþá ókomin en við erum að nálgast það að vera á toppnum í hagsveiflunni. Ég hef ekki miklar áhyggjur af niðursveiflunni í tengslum við Kolibri þar sem mig grunar að verði af henni þá muni hún hraða umbreytingunni vegna hagræðingarpressu innan fyrirtækja. [Innskot blm: við vitum að eftirspurnin eftir þessari þjónustu mun bara aukast en spurningin er þá, verður nógu og mikið af færni og þekkingu til staðar til að sinna henni?]. Ég er ekki viss um það og eitt af því sem gerir okkar módel ákjósanlegt er að stórum rótgrónum fyrirtækjum tekst ekki alltaf að halda í rétta fólkið, fólk sem það þarf í þessar breytingar, sem eru ekki hefðbundnir forritarar eða hugbúnaðar- sérfræðingar. Við höfum lagt gífurlega mikið á okkur til að byggja upp menningu til að halda í rétta fólkið. HVERNIG STENDUR ÍSLAND SIG Í ÞESSARI ÞRÓUN MIÐAÐA VIÐ OKKAR HELSTU SAMKEPPNISLÖND? (STYRKLEIKAR VEIKLEIKAR). Ef ég horfi út á landslagið út frá mínu sjónarhorni sem þjónustufyrirtæki á Íslandi þá er Ísland ekki samkeppnishæft í launum, við erum of há. Kolibri er alltaf svona að gjóa augunum erlendis og við erum klár að við eigum erindi þangað líka en launakostnaðurinn er erfiður í því samhengi og þau tímaverð sem við erum að selja þjónustuna okkar á eru ekki samkeppnishæf við það sem er í gangi í nágrannalöndunum okkar eins og Danmörku og Bretlandi. Ef þú horfir á það sem er að gerast þá er verið að auka framleiðni í fyrirtækjum með tækni og maður myndi ætla að sökum smæðar að það myndi vinna með okkur, minni fyrirtæki, minni pólitík og auðveldara að koma breytingum í gegn heldur en þegar þú ert með mörg þúsund manna fyrirtæki. Ef við horfum á framleiðni á Íslandi í sögulegu tilliti þá stöndumst við ekki erlendan samanburð en við náum því fram með því að vinna meira en nágrannaþjóðir okkar. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta en ég myndi halda að við værum með eiginleika sem þjóð sem gerir okkur kleift í að fara hraðar í breytingar en aðrir. Það sem vinnur gegn okkur er þessi einangrun en það er í raun samkeppnin erlendis sem neyðir fyrirtæki út umbreytinguna, íslensk fyrirtæki komast í raun upp með að fara að eins hægar í sakirnar. Í lokin vill Ólafur Örn beina því til fyrirtækja að byrja einhversstaðar, byrja bara smátt og gera tilraunir en umfram allt bara að byrja. GAMLAR MYNDIR

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.