Tölvumál - 01.01.2018, Blaðsíða 30
30
lærdóm af samtalinu. Notandi getur þannig skrifað það sem honum
sýnist, bottinn greinir það og svarar á viðeigandi hátt.
Fyrir minni fyrirtæki er slík hnappavirkni ákjósanlegur kostur: yfirleitt eru
þau verkefni sem verið er að leysa einfaldari og utanumhald um slíka
lausn er ekki mikið. Uppsetningin er einföld og kostnaður í lágmarki. Fyrir
stærri fyrirtæki eða stofnanir gætu hinsvegar samræðu-bottarnir á hægri
endanum hentað betur, en það þýðir þó meira utanumhald og jafnvel
hærri kostnað við innleiðingu.
Flestar þessar lausnir bjóða einnig upp á tilbúnar tengingar við stærstu
spjallforritin, s.s. Facebook Messenger, Skype, Slack, Telegram, netspjall
vefsíðna, og fleira. Þó er vert að taka fram að mörg þessara spjallforrita
eru takmörkuð að einhverju leyti, t.a.m. getur Messenger ekki sent
verkbeiðnir og aðeins er hægt að bjóða upp á þrjá hnappa í hverju svari
bottans.
ÍSLENSK VÉLMENNI
Íslendingar eru nýjungagjarnir og því ekki að undra að þónokkur íslensk
fyrirtæki hafi tekið í notkun samræðu-botta. Ég held að sá fyrsti sem ég
spjallaði við var vélmenni Vodafone. Samskiptin hafa þó eitthvað stirðnað
á undanförnum vikum (eins og sjá má á mynd 1) en ég vona nú að það
séu bara tímabundnir samskiptaörðugleikar.
Kveikjan að þessari grein var þó chat-
bottinn sem við hjá Rafrænni þjónustu-
miðstöð Reykjavíkurborgar innleiddum á
vef Visit Reykjavík. Við erum auðvitað
mjög stolt af því að vera fyrsti opinberi
vefurinn sem tekur í notkun slíka lausn
og vonum að þetta verði til þess að fleiri
aðilar innan sem utan borgarinnar leggi
í slíka vinnu.
Án þess að ætla að fara mjög nákvæm-
lega út í innleiðingarferlið þá má segja að
það hafi verið okkur mjög lærdómsríkt.
Við hófum þetta allt með vinnustofu þar
sem við kynntum okkur heim bottanna
og í kjölfarið kortlögðum við þau verkefni
sem VisitReykjavík.is og aðrir miðlar
Höfuðborgarstofu þurfa að leysa á
hverjum degi. Það voru teiknuð upp
Þeim fjölgar stöðugt sem ráða sinn persónulega aðstoðarmann. Þeir eru
að vísu ekki eins snjallir og aðstoðarmenn ráðherra, en nokkuð snjallir
samt. Hún Siri greyið hefur þó ansi oft verið skotspónn grínara á netinu,
ýmist fyrir hnyttnar eða þá algjörlega fáránlegar athugasemdir. En hverju
sem því líður, þá hefur þróun þessara talandi aðstoðarmanna sem byggja
á gervigreind verið ótrúleg síðustu ár.
Svo virðist sem öll stóru tæknifyrirtækin séu að veðja á að framtíð
stýrikerfanna eigi að byggja á gervigreind og munnlegum samskiptum
við tölvuna sjálfa. Til að mynda hefur Google notað sinn Assistant sem
helsta sölupunkt í Pixel-línunni. Við uppsetningu á hugbúnaði frá Microsoft
og Apple er Cortönu og Siri otað að notendum. Amazon hefur innleit
Alexu í sín tæki og sömuleiðis hefur Samsung kynnt sitt vélmenni, hann
Bixby karlinn. Af þessu að dæma eigum við öll að verða ástfangin af
stýrikerfi eins og Joaquin Phoenix í myndinni „Her“.
Hversu snjallir þessir aðstoðarmenn eru ætla ég að láta að liggja á milli
hluta. Í því samhengi má hinsvegar benda á mjög áhugavert myndband
á Youtube. Það er MKHBD, vinsælasti tæknibloggari heims, sem lætur
fjóra þessara aðstoðarmanna etja kappi. Myndbandið ber heitið: „The
Voice Assistant Battle!“
EN HVAÐ UM OKKUR HIN?
Flestir þessara aðstoðarmanna bjóða upp á API fyrir okkur hin til að tala
við. Þannig má innleiða skipanir í samræðu-bottann sem hann svo bregst
við. Framleiðendur snjalllausna fyrir heimili hafa verið sérstaklega duglegir
við að nýta sér þetta; þeir sem eiga Philips Hue ljós geta t.a.m. slökkt
og kveikt á þeim með Google Assistant eða Alexa. Ákveðnar bókunar-
þjónustur bjóða notendum upp á að panta sér borð á veitingastöðum
og streymisveitur svara kalli tónlistarunnenda með þeirri músík sem óskað
er eftir. Hér má hinsvegar velta upp þeirri spurningu hver ávinningur
íslenskra fyrirtækja væri að tengjast þessum ÖPUM.
Þessir áðurnefndu tæknirisar hafa að sjálfsögðu mun meira bolmagn en
íslensk fyrirtæki til að standa í slíkri hátæknilegri hugbúnaðarþróun - og
allt aðra hagsmuni. En það þýðir þó alls ekki að við getum ekki notið
góðs af tækninni. Undanfarin misseri hafa sprottið fram ótal aðilar erlendis
sem bjóða upp á slíka samræðu-botta sem ódýrt er að innleiða en geta
auðveldað mjög samskipti við viðskiptavini.
Þessar lausnir byggja þó fremur á textainnslætti heldur en raddstýringu,
enda hentar það hefðbundnari veflausnum betur. Einnig er sá hópur
orðinn ansi stór sem notar spjallforrit sem sitt helsta samskiptatól og
eyðir lengri „skjátíma“ í slíkum forritum en á hefðbundnari vefmiðlum. Það
hefur samband við fyrirtæki í gegnum Messenger, Instagram og Snapchat
og það vill skjót svör. Þeirra viðmót er díalógur, broskallar og innsláttarreitir
fremur en mega-valmyndir og ljósblálitaðir hlekkir. Því helst þróunin
auðvitað í hönd við það. Og finnst fólki ekki bara pínu kjánalegt ennþá
að tala svona við tölvuna sína?
Ef við köfum dýpra í virkni þessara lausna, þá má segja að hægt sé að
skipa þeim á lárétta línu. Á vinstri endanum eru samræðu-bottar sem
byggja alfarið á notkun hnappa þar sem notendur velja fyrirframgefnar
spurningar og bottinn leiðir þannig samtalið áfram. Á hægri endanum
eru hinsvegar bottar sem nýta sér algjörlega gervigreindina og draga
VÉLMENNIN TAKA YFIR
Guðmundur Vestmann, verkefnastjóri hjá Rafrænni þjónustumiðstöð
Reykjavíkurborgar
Mynd 1.