Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.01.2019, Blaðsíða 3
3 EFNISYFIRLIT VILTU GANGA Í SKÝ? Skýrslutæknifélag Íslands, í daglegu tali nefnt Ský, er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Ský er rekið án hagnaðar­ markmiða og starfa tveir starfsmenn hjá félaginu. Aðild er öllum heimil og bjóðum við ungt fólk í tölvugeiranum sérstaklega velkomið. Starfsemi félagsins er aðallega fólgin í, auk útgáfu Tölvumála, að halda fundi og ráðstefnur um sérhæfð efni og nýjungar í upplýsingatækni. Félagið á og heldur UTmessuna sem er einn stærsti viðburður í tölvugeiranum á Íslandi. Einnig hefur félagið veitt Upplýsingatækniverðlaunin (UT­verðlaunin) árlega frá 2010. Ský sér um að halda Bebras tölvu­ áskoruninia árlega í skólum landsins en það er alþjóðlegt verkefni sem hvetur krakka til að nota hugsunarhátt forritunar við lausn á skemmtilegum verkefnum. Félagið stóð að ritun og samantekt á „Sögu tölvuvæðingar á Íslandi 1964­2014“ og er hún á vef Ský auk þess sem sagan kom út í bókarformi í apríl 2018. Ýmis önnur starfsemi tengd tölvu­ og tækn­ igeiranum fer fram hjá Ský enda félagið óháð öllum. Tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni. Hlutverk Ský er að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni og hlúa að því öfluga þekkingar­ og tengslaneti sem myndast hefur innan félagsins og veita þannig félagsmönnum sínum virðisauka og vegsemd. MARKMIÐ SKÝ ERU: • að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar • að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna • að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni • að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni • að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni INNAN SKÝ FJÖLMARGIR FAGHÓPAR OG GETUR FÓLK SKRÁÐ SIG Í ÞÁ SEM HENTA: • Faghópur um vefstjórnun • Faghópur um rafræna opinbera þjónustu • Faghópur um öryggismál • Faghópur um fjarskiptamál • Faghópur um hugbúnaðargerð • Faghópur um rekstur tölvukerfa • Faghópur um menntun, fræðslu og fræðistörf í UT • Fókus, faghópur um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu • Faghópur um hagnýtingu gagna • Öldungadeild, ætlaður þeim sem hafa starfað lengur en 25 ár í UT geiranum ÁVINNINGUR AF FÉLAGSAÐILD: • Lægri ráðstefnugjöld á ráðstefnur félagsins fyrir félagsmenn • Áskrift að Tölvumálum, fagtímariti með efni tengdu tölvunotkun og upplýsingatækni • Leið að faghópastarfi innan félagsins • Hafi félagsmenn áhuga á að stofna faghóp eða tengslanet myndi félagið aðstoða við það • Félagsmönnum er gefið tækifæri til að starfa í/með undirbúningsnefndum ráðstefna og funda félagsins • Tengslanet, fræðsla, tengslanet, fræðsla, tengslanet ... NÁNARI UPPLÝSINGAR ER AÐ FINNA Á WWW.SKY.IS OG HJÁ SKRIFSTOFU SKÝ. 2 Ritstjórnarpistill Dr. Ásrún Matthíasdóttir, lektor og ritstjóri Tölvumála 3 Viltu ganga í Ský? 4 Framtíðin er okkar! Viðtal við Ragnheiði H. Magnúsdóttur, forstöðumann Framkvæmda hjá Veitum og handhafi UT-verðlauna Ský 6 Framtíðir og fjórða iðnbyltingin. Framlag framtíðarfræða Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands og forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands 7 Bebras áskorun 2019 8 Geymdar eða gleymdar minningar Bjargey Gígja Gísladóttir, framhaldsskólakennari / prentsmiður 9 Heimurinn forritaður með fjórðu iðnbyltingunni Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík 10 Ný og betri störf í fjórðu iðnbyltingunni Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Aton.jl 12 Fjórða iðnbyltingin – Robocalypse eða tækifæri? Eva M. Kristjánsdóttir, Helena Pálsdóttir, Stella Thors, sérfræðingar á áhættustýringu upplýsingakerfa hjá KPMG 14 Það er dýrkeypt að gera ekki neitt? Tryggvi Þorsteinsson, sölustjóri hýsingar og rekstrar hjá Opnum kerfum 15 Var – er – verður Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga 18 Hvert stefnir bankaheimurinn? Hermann Snorrason, sérfræðingur á Fyrirtækjasviði Landsbankans 19 Tækifæri og áhættur fjórðu iðnbyltingarinnar Jón Kristinn Ragnarson, betrumbætari 20 Gervigreind á mannamáli Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi Data Lab Ísland 21 Nýr faghópur Ský um hagnýtingu gagna Kristín Jónsdóttir, Sigrún Sverrisdóttir og Berglind Pálsdóttir 22 UTmessan 2019 24 Framtíðin í lófa þínum Ásta Gísladóttir og Katrín Guðmundsdóttir nemendur við Háskólann í Reykjavík 26 Snjallari matvælaframleiðsla með skýjalausnum og snjallara viðhaldi. Gagnabylting í matvælaiðnaði Birgitta Strange, vöruþróunarstjóri IoT hjá Marel 28 „Ef við kennum í dag eins og við kenndum í gær, þá rænum við börnunum morgundeginum“ John Dewey Dr. Ásrún Matthíasdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík 29 Lögmæti einstaklingsmiðaðra auglýsinga Tómas Kristjánsson, nemandi við Háskólann á Bifröst 30 Vélmennin taka yfir Jón Skírnir Ágústsson, rannsóknarstjóri, Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri og Eysteinn Finnsson, rannsóknarverkfræðingur 31 Straumurinn og stafræn opinber þjónusta Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir, verkefnastjóri hjá verkefnastofu um Stafrænt Ísland 33 Máltækniáætlun í Háskólanum í Reykjavík Hrafn Loftsson og Jón Guðnason, dósentar við Háskólann í Reykjavík 34 Handrit framtíðar samfélagsins Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar um máltækni 35 Upplýsingatækniverðlaun Ský 2019 36 Síðan síðast... 38 Eyður 40 Stjórn Ský og faghópar 42 Fréttir af starfsemi Ský Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.