Tölvumál - 01.01.2019, Side 22
UTmessan 2019
UTmessan 2019 sem haldin var í Hörpu 8. og 9. febrúar var að margra
mati ein sú besta frá upphafi.
Ýmsar nýjungar litu dagsins ljós svo sem „Útum allan bæ“ (e. Off-
venue) viðburðir 2. – 11. febrúar. Þá var opið hús hjá skólum og
fyrirtækjum tengdum UTmessunni. Tæknifyrirtækin
opnuðu uppá gátt og buðu fólki á kynningar og
námskeið af ýmsu tagi. Mæting á viðburðina var
framar vonum og verður svipað fyrirkomulag á
næstu UTmessu.
Í tilefni af því að í ár voru 50 ár síðan fyrsti maðurinn
steig á tunglið var áberandi geimþema á
UTmessunni. Ákveðið var að flytja inn risatungl,
listaverkið „Museum of the Moon“, sem skrýddi
Hörpu og vakti það mikla athygli allra sem mættu á
UTmessuna auk þeirra sem áttu leið um húsið dagana
fyrir UTmessu. Einnig var leikið með glerhjúp Hörpu á
föstudagskvöldinu þar sem nokkur af stjörnumerkjunum voru
teiknuð upp af listahópnum TinyMassive fyrir UTmessuna.
Föstudaginn 8. febrúar var hinn hefðbundni ráðstefnudagur fyrir
tölvu- og tæknifólk. Gestir voru um 1.100 og var uppselt á
ráðstefnuna mörgum dögum fyrr. Allir ráðstefnusalir Hörpu voru
nýttir og var boðið uppá tíu þemalínur með um 50 fyrirlesurum.
Ráðstefnugestir gátu því valið sér fyrirlestra að vild og margir
nefndu að þeir hefðu viljað vera á fleiri en einum fyrirlestri í einu.
Þar sem allir fyrirlestrarnir eru teknir upp og birtir á YouTube
rás Ský eftir UTmessu geta gestir alltaf horft á
þá fyrirlestra sem þeir misstu af þegar þeim
hentar. Í lok ráðstefnudagsins voru Upplýsinga-
tækniverðlaun Ský veitt í tíunda sinn af forseta
Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.
Sýningarsvæði UTmessunnar var að venju
þéttbókað en þó fór vel um alla. Flestöll fyrir-
tækin leggja mikinn metnað í að hafa básana
nýtískulega og áhuga verða og mikið af skemmti-
legum þautum og tækni sem gestir fá að prófa
í básunum. Fyrir framan Eldborg var boðið uppá
ýmislegt skemmtilegt svo sem golfhermi og
risaeðlur, PacMan og raf íþróttir.
Laugardaginn 9. febrúar var opið fyrir almenning
og mættu amk. 12 þúsund manns í Hörpu þann
dag. Hönnunar keppni HÍ var haldin í Silfurbergi,
háskólarnir og Tækni skólinn sýndu skemmtileg
nemenda verkefni og vakti fyrirlestur íslensk
ættaða geimfarans Bjarna Tryggvasonar í
Eldborg almenna athygli ásamt innlendum
fyrirlestrum um geiminn.
Að UTmessunni 2019 stóðu Ský, Háskóli Íslands
og Háskólinn í Reykjavík ásamt dyggum stuðningi
Origo, Opinna kerfa, Deloitte og Sensa. Þökkum við þeim
kærlega fyrir þeirra framlag.