Tölvumál - 01.01.2019, Qupperneq 26

Tölvumál - 01.01.2019, Qupperneq 26
26 spálíkönum (predictive maintenance). Með tilkomu eigin tölvuskýs er gögnum safnað á öruggan hátt í rauntíma frá Marel vélum og tækjum staðsettum hjá viðskiptavinum. SNJALLARA VIÐHALD FYRIRBYGGIR FRAMLEIÐSLUSTOPP Marel hefur þegar hafið að umbylta því hvernig viðhaldi á vélum er háttað með því að greina rauntímagögn sem safnað er um ástand véla og nýta þau til að spá fyrir um bilanir. Þannig má þjónusta viðskiptavini á snjallari hátt – fyrirbyggjandi og í fjarsamskiptum. Með gögnum sem streymt er frá vélum í skýið eru byggð líkön sem spá fyrir um bilanir tækja og íhluta áður en vandamál koma upp. Margir viðskiptavina Marel vinna mikið magn afurða á hverjum degi. Stærstu kjúklingavinnslur heims geta t.a.m. unnið allt að 15.000 kjúklinga á klukkustund með nýjustu og hraðvirkustu lausnum Marel. Það hefur því miklar og kostnaðarsamar afleiðingar í för með sér að stöðva framleiðslu vegna bilunar, jafnvel þótt stöðvunin vari aðeins í skamma stund. ÚR VIÐBRAGÐSHAM Í FYRIRBYGGJANDI ÞJÓNUSTUMÁTA Hefðbundnu viðhaldi í matvælaiðnaðinum er þannig háttað að viðskiptavinur hefur samband þegar bilun kemur upp og bregst þá þjónustuaðili við með því að reyna að aðstoða í fjarsamskiptum eða senda viðgerðasérfræðing á staðinn, en það þýðir oft tímabundið framleiðslustopp. Matvælaiðnaðurinn er ekki undanskilinn þeim miklu áhrifum sem fjórða iðnbyltingin er þegar farin að hafa á heiminn. Marel hefur frá upphafi byggt hugmyndafræði sína á hugviti, nýsköpun og möguleikum tækninnar til að auka afköst og gæði. Fyrirtækið hefur því tekið fjórðu iðnbyltingunni opnum örmum og nýtir nú þegar möguleikana sem ný tækni í gagnavinnslu og greiningu býður upp á. Fjórða iðnbyltingin mun án vafa gjörbreyta veruleika okkar. Í raun veit enginn hvert þær breytingar munu leiða heiminn en það sem við þó vitum er að möguleikarnir eru nær óþrjótandi. Framfarir í gagnavinnslu og greiningu, notkun gervigreindar, sýndarveruleika, viðbótarveruleika (augmented reality) og hlutanetið (Internet of Things, IoT) skapa fjölda tækifæra til þess að bæta framleiðsluferli. Með stórauknu gagnaflæði skapast auk þess ótal möguleikar á að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar. Virðiskeðja matvæla er þar ekki undanskilin heldur einmitt vettvangur þar sem tæknin getur hjálpað greininni að blómstra. Byltingin sem nú á sér stað helst í hendur við síaukna eftirspurn matvælaframleiðenda eftir nýjum leiðum til að bæta framleiðslu og auka innsýn í hana. Framleiðendur standa frammi fyrir vaxandi eftirspurn og auknum kröfum neytenda um gæði og hagstætt verð. Með betri innsýn í framleiðslu vilja framleiðendur tryggja rekjanleika og hagkvæmni í rekstri, draga úr hvers kyns sóun og ná fram betri nýtingu verðmætra hráefna. Þetta er ekki síst mikilvægt í matvælaiðnaði þar sem oft er við að eiga takmarkaðar auðlindir. Krafan um að nýta þær sem best og minnka sóun hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Starfssemi Marel snertir allar þessar áskoranir. Við leitumst stöðugt við að nýta bestu tækni sem völ er á til þess að þróa lausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar í kjúklinga-, kjöt- og fiskiðnaði við að besta framleiðslu sína til þess að mæta ströngum kröfum neytenda og aukinni eftirspurn. Þannig vinnum við að því að umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu í nánu samstarfi við viðskiptavini um allan heim. Fyrsta Marel-vogin varð kveikjan að gagnabyltingu í íslenskum sjávarútvegi. Allar götur síðan hefur Marel byggt á gagnasöfnun og nýsköpun til þess að auka verðmæti og minnka sóun. Við höfum undanfarna áratugi lagt mikla áherslu á hugbúnaðarþróun í öflugu vöruþróunarstarfi okkar. Ávinningurinn af notkun nýrrar tækni á borð við IoT og skýjalausnir við gagnavinnslu getur verið mikill. Tæknina má nýta til að auka rekjanleika, hagkvæmni, matvælaöryggi og sjálfbærni og tryggja að viðskiptavinir nái bestu nýtingu sem völ er á með þeim hátækni- lausnum og -vélum sem Marel býður. AUKIÐ GAGNAFLÆÐI Í SKÝINU Til að nýta með enn markvissari hætti gögnin sem lausnir frá Marel safna hjá viðskiptavinum víðsvegar um heiminn er næsta rökrétta skref að byggja upp áreiðanlega innviði í skýinu. Marel vinnur um þessar mundir að því að þróa sínar fyrstu hugbúnaðarlausnir sem byggja á IoT, með áherslu á gagnagnótt, gervigreind og snjallara viðhald sem byggir á SNJALLARI MATVÆLAFRAMLEIÐSLA MEÐ SKÝJALAUSNUM OG SNJALLARA VIÐHALDI GAGNABYLTING Í MATVÆLAIÐNAÐI Birgitta Strange, vöruþróunarstjóri IoT hjá Marel

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.