Tölvumál - 01.01.2019, Qupperneq 30
30
í súrefnismettun, örvökur og svefnstig; eftir skilgreindum greiningarreglum
og getur sú vinna tekið allt að 4 klukkustundir. Þó greiningin sé tímafrek
þá hefur hún oft ekki næga næmni og takmarkaða getu til að greina
orsakir algengra svefnraskana.
Í svefnmælingu eru merki eins og hreyfirit, augnrit, heilarit, öndun, súrefnismettun,
hjartarit mæld. Merkin eru svo greind af sérfræðingi sem merkir inn svefnstig,
örvökur, öndunarhlé, fall í súrefnismettun og fleiri atburði.
SJÁLFVIRKNIVÆÐING GREININGA
Mikil vinna hefur farið í að búa til sjálfvirkar aðferðir við að greina svefnstig
og aðra atburði í svefni. Í fyrstu var reynt að forrita greiningaraðferðir eftir
niðurskrifuðum reglum lækna. Sú aðferðafræði reyndist illa þar sem reglur
um greiningar eru óskýrar og sérfræðingar þurfa mikla þjálfun til þess að
öðlast innsæi í þýðingu merkjanna. Með tilkomu öflugra gervigreindaraðferða
hafa orðið til nýjar leiðir til að sjálfvirknivæða greiningar. Þessar aðferðir
byggja á því að safna ógrynni gagna, sem þegar hafa verið greind af
sérfræðingum, og þjálfa tölvu-algrím til að læra af sérfræðingunum.
Árið 2015 var sett á fót sérstakt rannsóknarteymi innan Nox Medical,
Nox Research, en það er fjármagnað að hluta til af samkeppnissjóðum
á Íslandi og í Evrópu. Vísindafólk Nox Research hafa þverfaglegan
bakgrunn úr svefnlæknisfræði, tölvunarfræði, verkfræði og eðlisfræði og
þekkingu á lífeðlisfræði. Nox Research starfar með vísindamönnum frá
háskólum á borð við Johns Hopkins, Harvard, Yale og Stanford í
Bandaríkjunum við að þróa nýjar, sjálfvirkar aðferðir til að greina
svefnmælingar og stunda svefnrannsóknir. Þessar aðferðir flýta fyrir og
draga fram nýjar upplýsingar úr lífmerkjunum sem nota má til að gera
uppgötvanir í svefnvísindum og bæta þannig meðferðarúrræði sjúklinga.
Svefnstigagreining er mikilvæg til að geta greint svefnsjúkdóma, en til
þess þarf heilaritsmælingu og framkvæmd hennar er bæði flókin og
tímafrek. Fyrsta gervigreindar-algrímið sem Nox Research þróaði hafði
það að markmiði að greina svefnstig með heilariti. Svefnstig eru lotubundin
mynstur af heilavirkni sem greind eru í fjóra flokka: léttur svefn, dýpri
svefn, djúpsvefn og draumsvefn. Hvert svefnstig hefur ákveðin tilgang,
virkni og einkennandi eiginleika sem sjást í heilariti. Til að sjálfvirknivæða
flokkun svefnstiga voru notuð djúp tauganet, sem geta lært að greina
flókin munstur og hafa reynst vel í myndgreiningu. Aðferðin hefur verið
Nox Medical hefur getið sér gott orð fyrir nýsköpun og framsækni á sviði
lækningatækja til svefngreininga. Fyrirtækið er í fararbroddi þróunar og
sölu svefnmælitækja og sjálfvirkrar greiningar á lífmerkjum.
Rannsóknarteymi Nox Medical vinnur náið með læknum og vísindafólki
að því að beita gervigreind. Teymið þróar nýjar greiningaraðferðir sem
varpa nýju ljósi á svefnlæknisfræði og geta stuðlað að betri
meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga.
SVEFN, SVEFNRASKANIR OG
SVEFNMÆLINGAR
Góður svefn er ein af þremur undirstöðum heilbrigðs lífs, ásamt hreyfingu
og mataræði. Ýmsir sjúkdómar hafa áhrif á svefn og til eru sjúkdómar
sem koma fram í svefni og kallast svefnraskanir. Um það bil 80
svefnraskanir hafa verið skilgreindar en af þeim eru sjúkdómar á borð
við kæfisvefn, fótaóeirð og svefnleysi algengastir. Svefnraskanir eru
greindar með tækjum sem mæla lífmerki sjúklinga í svefni. Þessar
svefnmælingar eru annaðhvort framkvæmdar á sjúkrahúsi eða heima hjá
sjúklingnum. Fyrirtæki á Íslandi hafa lengi verið í fararbroddi á heimsvísu
í þróun svefnmælitækja og einnig hefur skapast mikil reynsla á sviði
svefnrannsókna á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, Háskóla Íslands og
Háskólanum í Reykjavík.
Árið 1996 var fyrirtækið Flaga ehf. stofnað á Íslandi. Flaga var fyrsta
fyrirtæki í heiminum til að markaðssetja stafræn tæki til svefnmælinga.
Fyrirtækið náði miklum árangri og kynnti til sögunnar margar nýjungar á
sviði svefnlæknisfræða. Fyrirtækið var selt til erlendra aðila og flutt úr
landi árið 2006 og í kjölfarið stofnuðu nokkrir fyrrum starfsmenn Flögu
fyrirtækið Nox Medical og héldu áfram að þróa svefnmælitæki.
Svefnmælitæki Nox Medical eru notuð í einfaldar mælingar á öndun og
súrefnismettun í svefni og ítarlegri svefnmælingar þar sem fleiri lífmerki eru mæld.
Lífmerkin sem mæld eru í svefni eru meðal annarra öndun, súrefnismettun
í blóði, heilarit, vöðvarit, hjartarit og fótahreyfingar. Hver svefnmæling er
um átta klukkustundir að lengd og inniheldur um eitt gígabæti af gögnum.
Að mælingu lokinni eru gögnin flutt í tölvu þar sem þau eru rýnd af
sérfræðingi. Sérfræðingurinn merkir inn atburði eins og öndunarhlé, fall
VÉLMENNIN
TAKA YFIR
Jón Skírnir Ágústsson, rannsóknarstjóri, Halla Helgadóttir, rannsóknarstjóri
og Eysteinn Finnsson, rannsóknarverkfræðingur hjá Nox Medical
30 sek
Heilarit
Augnrit
Hreyfirit
Öndun
Súrefnismettun
Hjartarit
Svefnstig