Tölvumál - 01.01.2019, Qupperneq 31

Tölvumál - 01.01.2019, Qupperneq 31
31 hluti af hugbúnaði Nox Medical síðan 2016. Tauganetið var þjálfað á hundruðum svefnmælinga og eftir þjálfun var frammistaða þess á pari við sérfræðinga. Áframhaldandi þróun Nox Research á beitingu gervigreindar á svefnmælingar hefur gefið af sér aðferð sem greinir svefnstig með öðrum lífmerkjum en heilariti. Þannig er hægt að einfalda mælingu og greiningu á svefnriti án þess að missa mikilvægar upplýsingar um svefninn. Örvaka er atburður í svefngögnum sem erfitt er að greina. Örvökur eru stuttir atburðir í svefni þar sem einstaklingur vaknar í nokkrar sekúndur og sofnar svo aftur án þess að verða þess var. Einstaklingur sem verður fyrir endurteknum örvökum nær ekki djúpum svefni og vaknar yfirleitt mjög þreyttur. Sú truflun sem örvökur hafa á svefn getur orsakað ýmis heilsufarsleg vandamál, svo sem háan blóðþrýsting, og hjartasjúkdóma. Árið 2018 þróaði Nox Research nýja gervigreindaraðferð til að greina örvökur í heilariti sem nýtti endurtæk tauganet. Til marks um árangur Nox Research á þessu sviði, þá var viðfangsefni árlegrar gervigreindarkeppni 2018 á vefsvæðinu PhysioNet að greina örvökur í svefngögnum. Þar kepptu lið frá háskólum, fyrirtækjum og einstaklingum um að leysa þetta erfiða og óleysta verkefni í læknisfræði. Lausn Nox Research í keppninni náði öðru sæti og skákaði þar stórum fyrirtækjum á borð við Philips og Google-Verily Life Sciences. Til gamans má geta að greining á örvökum er sambærilegt verkefni og snjalltæki leysa þegar þau hlusta eftir orðum eins og “Hey Siri” eða “Ok Google”. NÝJAR UPPLÝSINGAR ÚR LÍFMERKJUM Ásamt því að sjálfvirknivæða greiningar þá þróar Nox Research nýjar aðferðir við að greina lífmerki úr svefnmælingum. Markmiðið er að gefa læknum betri greiningartól og sjúklingum þannig betri meðferðarúrræði. Eitt slíkt verkefni er unnið í nánu samstarfi við prófessora við Harvard háskóla. Þar eru verkfræðileg kerfislíkön notuð til að fanga lífeðlisfræði öndunar. Til þess að ná árangri í slíku verkefni þurfa að koma saman sérfræðingar í verkfræði, lífeðlisfræði og læknisfræði. Í verkefninu er verið að þróa aðferð sem spáir fyrir um þrýsting inni í brjóstholi og vöðvakraft þindar, út frá mælingum á öndunarhreyfingum og loftflæði. Til að mæla þrýstinginn og vöðvakraftinn beint þurfa lækna að notast við nema sem þræddur er í gegnum nef og ofan í vélinda eða nálar sem stungið er í þind sjúklings. Með aðferð okkar má vinna þessar upplýsingar úr einföldum mælingum á lífmerkjum, sem gagnast til að greina sjúkdóma á nýjan hátt. GILDI RANNSÓKNA Í FYRIRTÆKJUM Rannsóknarstarf er einn af lykilþáttunum í starfi Nox Medical. Samvinna verkfræðinga, lækna og vísindamanna tryggir að framfarir í vísindum komist í almenna notkun í lækningatækjum og getur umbylt þekkingu í læknisfræði. Aukin sjálfvirkni í greiningu gefur læknum og heilbrigðisstarfsfólki meiri tíma til þess að sinna sjúklingum, í stað þess að stara á lífmerki og merkja inn atburði. Þannig getur þjónusta við sjúklinga orðið persónulegri og betri á meðan kostnaður við þjónustuna hækkar ekki. Verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem starfrækt er í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu vinnur að verkefnum sem stuðla að því að gera opinbera þjónustu skilvirka og notendavæna. Verkefnum stofunnar er skipt upp í þrjú áherslusvið: Auka og efla þjónustu við almenning og fyrirtæki, byggja upp og styrkja stafræna innviði og stuðla að auknum samrekstri hins opinbera. Landsmenn vilja stafræna þjónustu. Það sýnir m.a. nýleg könnun sem Fjármála- og efnahagsráðuneytið lét gera meðal almennings um viðhorf landsmanna til stafrænnar opinberrar þjónustu. Niðurstaðan var að 82,5% aðspurða voru fylgjandi aukinni áherslu á stafræna opinbera þjónustu. Yfirmarkmið verkefna Stafræns Íslands er að einfalda samskipti almennings og fyrirtækja við hið opinbera, spara tíma og gera fólki kleift að afgreiða erindi sín með stafrænum hætti á einum stað. Eitt af aðalverkefnum á áherslusviðinu uppbyggingu stafrænna innviða er innleiðing Straumsins (e. X-Road). Straumurinn er gagnaflutningslag (þjónustulag) fyrir upplýsingakerfi og tekur til tæknilegs umhverfis, skipulags og tryggir örugg gagnasamskipti á milli upplýsingakerfa. STRAUMURINN OG STAFRÆN OPINBER ÞJÓNUSTA Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir, verkefnastjóri hjá verkefnastofu um Stafrænt Ísland UM HVAÐ SNÝST STRAUMURINN? Innleiðing Straumsins (e. X-Road) á Íslandi hófst með formlegum hætti í nóvember 2018 en þá undirritaði Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, samstarfssamning við Finna og Eista. Straumurinn er þróaður af Eistum og Finnum og hafa Eistar notað kerfið síðan 2002. Stofnanir jafnt sem fyrirtæki geta tengst Straumnum og staðlað þannig samskiptaleiðir á milli upplýsingakerfa og aukið hagræði í uppsetningu og rekstri. Straumurinn gerir stofnunum kleift að eiga samskipti við borgara með mismunandi kerfum eða vefgáttum (skjalastjórnunarkerfi og upplýsingakerfi stofnana) á mun sveigjanlegri hátt en áður hefur þekkst. Þannig geta upplýsingar um einstaklinga sem skráðar eru í einu kerfi færst yfir í annað. Með því minnkar tvíverknaður og ekki þarf að óska ítrekað eftir upplýsingum frá borgurum sem ríkið býr þá þegar yfir. Straumurinn gengur út á að tryggja öryggi í gagnaflutningum á milli aðila og býr yfir fjölþættu öryggiskerfi. Kerfið byggir á sannvottun og auðkenn- ingu notenda. Öll gagnasamskipti um Strauminn eru dulkóðuð. Kerfið geymir ekki gögn og hafa ábyrgðaraðilar gagna ávallt fulla stjórn á því

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.