Tölvumál - 01.01.2019, Page 39

Tölvumál - 01.01.2019, Page 39
39 Þegar sjónvarpið kom héldu menn áfram að gera útvarpsþætti í sjónvarpi. Sendar voru út myndir af mönnum að tala saman við hljóðnema því menn áttuðu sig ekki á möguleikum nýja miðilsins. Þegar laserinn kom var lengi sagt að hann hefði ekkert notagildi - en svo kom geislaspilarinn og breytti því. Þegar ísskápurinn kom byrjuðu trúaðir ekki að borða beikon, gömul heilræði verða að kreddum og þá fyrst gerast hlutirnir hægt. Frá því að getnaðarvarnir komu á markað fyrir 60 árum hefur verið hægt að gera það með náskyldu fólki en það er bara ekki gert, af því bara, alveg sama hvort fólk er trúað. Konur geta keypt sæði í dag en samt giftast þær áfram. SJÚKETT Þegar internetið kom hurfu bankarnir ekki strax, en nú held ég að þeir séu byrjaðir að rýrna og það verður lítill söknuður af þeim. Þeir hefðu getað minnkað fyrr, mér að meinalausu. Háskólarnir munu þurfa að breytast líka. Hver vill vakna til að mæta á fyrirlestur þegar Khan Academy er komið á netið? Byltingar eiga sér alltaf fórnarlömb. Dickens skrifaði um börnin í London, um kolanámufólkið og fátæklinga í stórborgum. Ríkt fólk mun brátt keyra heim af djamminu í sjálfkeyrandi rafmagnsbílum og búa í „smart“ borgum með húsum sem skynja eigin steypusprungur. Koppastaðir úti á landi verða áfram „heimskir“ enn um sinn. Framtíðin mætir mishratt. Það var mikið talað um frítímann sem myndi skapast í hinum byltingunum en hann kom ekki, fólk vinnur enn sem fyrr. Erum við byrjuð að vökva akrana í Afríku? Nei. Ekki vantar tæknina til þess. Menn bundust samtökum eftir hinar byltingarnar - samtök verkalýðsins urðu til eftir iðnbyltingu. Svo urðu samtök verkfræðinga til og lög voru sett gegn fúski þegar gufukatlar sprungu og drápu lestarfarþega. Núna springur 737 MAX út af tölvufokki. Tölvunarfræðingar eru einu ólokuðu svigapari frá því að fá á sig lög. Ef við drepum fleiri fer starfsheitið „tölvunarfræðingur“ kannski að fá einhverja löglega þýðingu og ábyrgð? Kannski er það fyrir bestu. Læknar segja upphátt við yfirmenn að þeir vilji ekki brjóta læknaeiðinn - en hvaða eiða höfum við tölvunarfræðingar sem halda okkur heiðarlegum? Viljum við fá „Internet of Things“ heim til okkar sem er gert af fólki sem gerir ekki faglegar kröfur til sín og lítur jafnvel ekki á okkur sem viðskiptavininn heldur sem vöruna? Ég er ekki viss um að opinn hugbúnaður sé svarið. Linux er ekki vel skrifað, því miður. Linus sjálfur hefur viðurkennt það. Mér finnst meira spennandi að fylgjast með stjórnmálum en nýjustu tækni og vísindum núorðið. Hvað varð um að panta vörur frá Bandaríkjunum? Þeir fluttu allt inn frá Kína og seldu á Amazon en nú er Kína að losa sig við milliliðinn og AliExpress er orðinn greiðslumiðill. USA var iðnframleiðsluland, svo urðu þeir neytendaland. Hvað verða þeir næst? Hersýningin á 70 ára afmæli Kína sýnir hver er að taka við. Hugmynd Klaus að 4. iðnbyltingunni er að tölvur og tæki séu að breyta heiminum til hins betra. Það finnst mér svo lítið billegt. Tölvur breyta ekki heiminum, fólk breytir heiminum. Ef fólk tekur ekki þátt í pólitík er það ekki neytandinn heldur neysluvaran. Ég vil heldur vera neytandi en allra helst vil ég vera borgari sem hefur einhverja stjórn á framtíðinni en hangi ekki heima á netinu í þunglyndi. UTMESSAN 2020 Í HÖRPU Föstudaginn 7. febrúar: ráðstefna og sýning fyrir tölvu- og tæknifólk Laugardaginn 8. febrúar: sýning og fræðsla fyrir alla TAKIÐ DAGANA STRAX FRÁ! Tilgangur UTmessunnar er að vekja athygli á mikilvægi upplýsingatækninnar og áhrifum hennar á einstaklinga, fyrirtæki og íslenskt samfélag. Markmiðið er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum landsins. Einnig viljum vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs. Fylgstu með á UTmessan.is - Facebook UTmessan – Twitter UTmessan

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.