Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 5

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 5
- lögmenn hafa einkarétt til mál- flutnings fyrir dómstólum í þeim dómþinghám, þar sem langflest mál eru flutt og dæmd; - lögmenn bera ríkar trúnaðar- og þagnarskyldur gagnvart skjól- stæðingum sínum; - lögmenn eru taldir hafa mál- flutningsumboð á dómþingi nema annað sé sannað; - lögmönnum er skylt að flytja þau oþinber mál, sem þeim eru falin; - lögmönnum ber að hafa sér- staka fjárvörslureikninga og halda fjármunum sínum og skjólstæðinga sinna aðskildum; - málflutningsleyfi er aðeins veitt þeim lögfræðingi, sem uþþfyllir ákveðin skilyrði, sem mælt er fyrir um í lögum. Af framangreindu má ráða að þau réttindi og skyldur, sem á lög- manni hvíla, eru mjög bundin þer- sónu hans. Þessi atriði, sem hér hafa verið nefnd, leiða til eftirfar- andi hugleiðinga: Lögmannsréttindin eru bundin við persónu leyf- ishafa, lögmannsins.... Lögmannsréttindin (og skyldurn- ar) em bundin við persónu leyfis- hafa, lögmannsins. Hann getur ekki framselt þessi réttindi og hann ber ábyrgð á þeirri starfsemi, sem fram fer i skjóli réttinda hans. Einhver mikilsverðasta skylda, sem á lögmanni hvílir, er þagnar- skylda hans um það, er aðili trúir honum fyrir í starfi hans, sbr. 1. gr. laga nr. 61/1942, um málflytjendur, sem og aðrar trúnaðarskyldur hans við skjólstæðinga sína, eins og þær m.a. birtast í siðareglum lögmanna. Eru trúnaðarskyldur lögmanns gagnvart skjólstæðingum sínum meðal allra mikilvægustu starfs- skyldna hans. Hefur stjórn L.M.F.Í., í umsögn um drög að tiltekinni reglugerð, talið trúnaðarskyldur lögmanna meðal hornsteina réttar- ríkisins. Lögmaður, sem starfar hjá fyrir- tæki, sem auglýsir og býður upp á lögmannsþjónustu, án þess að eig- endur fyrirtækisins hafi lögmanns- réttindi, lendir í þeirri aðstöðu að þurfa að vega og meta hvort vegi þyngra, trúnaðarskylda hans við skjólstæðinga sína (eða fyrirtækis- ins) annars vegar og trúnaðar- skylda við eigendur fyrirtækisins (á grundvelli vinnuréttarsambands þeirra) hins vegar. Eigendur fyrir- tækisins bera ekki sömu skyldur (og réttindi) og lögmaðurinn, t.d. gagnvart skjólstæðingunum, dóm- stólum, stjórn L.M.F.Í. og öðrum lögmönnum. Hætt er við því að hugsanlegir árekstrar skyldna lög- mannsins við skjólstæðingana og eigendur fyrirtækisins dragi úr trausti skjólstæðinganna á lög- manninum. Þá er það og óeðlilegt að setja lögmanninn í þá aðstöðu að þurfa að fara að meta hvort trúnaðarsambandið eigi að vega meira. Lögmanni, sem vinnur hjá fyrir- tæki, sem er í eigu aðila, er ekki hefur lögmannsréttindi, er hægt að víkja fyrirvaralaust úr starfi og hindra það að lögmaðurinn geti ráðstafað gögnum skjólstæðing- anna með þeim hætti, að ekki sé brotinn á þeim trúnaður eða þeir verði fyrir réttarspjöllum. Spurning er hvort framkvæmd reglna um fjárvörslureikninga lög- manna muni reynast erfiðari ef réttindalausir eigendur fyrirtækis, sem býður upp á lögmannsþjón- ustu, leggjast gegn eftirliti stjórnar L.M.F.Í. með fjárvörslum slíks fyrir- tækis. Hætt er við því að fyrirtæki í eigu réttindalausra aðila hafi betri samkeppnisaðstöðu en stofa i eigu lögmanna, þar sem fyrrnefnda fyr- irtækið teldi sér ekki skylt að fara eftir sömu reglum og lögmenn al- mennt fara eftir, t.d. siðareglum L.M.F.Í. Nýleg þróun á Norðurlöndunum Á undanförnum árum hefur orð- ið sú þróun á hinum Norðurlönd- unum, að lögfesta takmarkanir á heimildum til að eiga hluti í félög- um, sem reka lögmannsþjónustu. Athyglisvert er hve skammt er síð- an þessar breytingar urðu. Er þar Er þar mikil áhersla lögð á það að einungis lögmenn reki lögmannastofur. mikil áhersla lögð á það að ein- ungis lögmenn (eða fyrirtæki í eigu lögmanna) reki lögmannastofur. Reglurnar í einstökum löndum eru þessar: Danmörk. Samkvæmt 3- mgr. 124. gr. réttarfarslaganna eru það einungis lögmenn eða fyrirtæki í eigu lögmanna, sem mega eiga hlutabréf í fyrirtækjum, sem reka lögmannsþjónustu. Finnland. Samkvæmt 2. mgr. 5. gr. lögmannalaganna eru það að- eins lögmenn sem geta rekið lög- mannastofur, nema stjórn finnska lögmannafélagsins veiti sérstaka undanþágu þar frá (lagabreyting frá 1992). Svíþjóð. Sama fyrirkomulag og í Finnlandi, sbr. 2. mgr. 4. gr. sænsku lögmannalaganna. Noregur. Samkvæmt 231. gr. dómstólalaganna eru settar mjög þröngar takmarkanir fyrir því hverjir geti átt og rekið lögmanna- stofur (lagabreyting frá 1991). Niðurlag Það sem hér hefur verið gert að umtalsefni, þ.e. sjónarmiðið um sjálfstæða og óháða lögmannastétt, hefur ekki farið hátt í umræðu inn- an stéttarinar eða utan. Margir ypta öxlum þegar málefnið ber á góma og telja það ekki passa inn í ís- lenskan raunveruleika. Að mati undirritaðs er þetta þó meðal mik- ilvægustu atriða er varða stöðu lögmannastéttarinnar í réttarkerf- inu og samfélaginu. Önnur atriði, svo sem skylduaðild að L.M.F.Í., einkaréttur til málflutnings fyrir dómstólum o.s.frv., þurfa að skoð- ast út frá þeirri afstöðu, sem menn taka til sjálfstæðis stéttarinnar. Lögmannablaðið 5

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.