Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 14

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 14
Sigurður Helgi Guðjónsson, hrl.: Er þörf á löggjöf um fasteignaviðskipti? Eg hef verið viðloðandi Húseigendafélagið i tæpa tvo áratugi. Mjög mörg mál koma til kasta félagsins við- víkjandi viðskipti með fasteign- ir og vanefndir á þeim og sem lögmaður hef ég einnig fengist við mörg mál af því tagi. Um fasteignakaup er, eins og all- ir lögmenn vita, beitt ýmsum ákvæðum lausafjárkaupalaganna, nr. 39/1922, með lögjöfnun og einnig ólögfestum reglum og sjón- armiðum og byggist réttarstaða að- ila slíkra viðskipta ekki síst á dómafordæmum. Samningar um fasteignakaup eru algengustu og langþýðingarmestu samningarnir, sem venjulegt fólk gerir sín á milli og sætir furðu að ekki skuli fyrir löngu hafa verið sett lög á þessu mikilvæga sviði. Það er eindregin skoðun mín að um. fasteignakaup skorti löggjöf, sem kveði skýrt á um það, hvernig slík kaup skuli gerast og hver séu réttindi og skyldur aðila og skil- greining á vanefndum og hverju þær varði. Flest ágreinings- og álitamál vegna fasteignakaupa eru að mínu áliti tilkomin vegna þeirr- ar réttaróvissu, sem leiðir af skorti á skráðum lagareglum og eru því eftirmál og ágreiningsefni óþarf- lega tíð í fasteignaviðskiptum. Óskráöar reglur eru óljósar og ófullnœgjandi Réttarstaða aðila í fasteignakaup- um byggist svo sem að framan seg- ir ekki á skráðum og aðgengileg- um réttarreglum, sem liggja ljósar fyrir og aðilar geta kynnt sér og vísað til. Óskráðar reglur og Sigurdur Helgi Guöjónsson. dómafordæmi eru óljósar og ótraustar réttarheimildir og ekki kunnar nema tiltölulega fáum sér- fræðingum. Mjög erfitt er fyrir venjulega kaupendur og seljendur að gera sér grein fyrir réttindum sínum og skyldum og vanefndaúr- ræðum sínum á þessu sviði. Leiti aðilar til lögmanna eru svörin og ráðleggingarnar oftar en ekki í vé- fréttastil. Það er t.d. mjög á huldu hvenær fasteign telst gölluð og hvenær ekki og til hverra úrræða skal og má grípa og hvers þarf að gæta í því efni. Vönduö löggjöf skapar öryggi og fœkkar deilumálum Með skýrri og ítarlegri löggjöf um fasteignakaup má gera þessi viðskipti öruggari og fækka mjög ágreiningsefnum og eftirmálum og dómsmálum, sem er sá dilkur, sem réttaróvissan á þessu sviði dregur á eftir sér. Eru mörg sorgleg dæmi um veruleg fjárhagsleg skakkaföll aðila þegar slík mál hafa farið fyrir dómstóla og gildir þá oft einu hvort menn „vinna“ eða tapa máli. Má e.t.v. hugsa sér, að í þessum málum verði sett á laggirnar úr- skurðar- eða álitsgjafi með líku sniði og kærunefndir í fjöleignar- húsamálum og húsaleigumálum, sem hafa ótvírætt sannað gildi sitt með afbragðsgóðu starfi og skil- virkum og vönduðum vinnubrögð- um. Það er afar brýnt að viðskipti með fasteignir hvíli á traustum grunni, þannig að aðilar megi glöggt sjá hver réttindi þeir eigi og hverjar skyldur þeir beri og sama gildir um aðra, sem að slíkum við- skiptum koma. Lögjöfnun frá lausafjárkaupalögunum og ólög- festar meginreglur og dómafor- dæmi eru ekki fullnægjandi sem grundvöllur og rammi um svo veigamikil viðskipti. Mikiö þjóöþrifamál Þess má geta að Húseigendafé- lagið hefur nú hafið baráttu fyrir réttarbótum á þessu sviði og lagt til við dómsmálaráðherra að hann skipi nefnd eða starfshóp til að kanna þetta og semja frumvarp til slíkra laga. Ég tel að hér sé um afar þýðing- armikið mál að tefla fyrir húseig- endur, lögmenn og þjóðfélagið í heild og vona ég að þetta þjóð- þrifamál fái víðtækan og góðan hljómgrunn m.a. frá lögmönnum og að ötullega verði unnið að framgangi þess. 14 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.