Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 6

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 6
Af Merði lögmanni Þegar hér var komið sögn í lögmannsferli Maröar hafði hann talsvert umleikis. Hann var kominn með æ stærri innheimtupraxis m.a. frá stórum fyrirtækjum og hafði auk þess fengið í úthlutun tvö væn útíbú frá ísbúnaðarbankanum h.f. Tveir fulltrúar urðu nauðsynlegir svo og þrír ritarar en um bókhaldið sá hann sjálfur enda „kunni enginn annar á það“ eins og hann orðaöi þaö. Hrl.-títillinn var í höfn eftir tals- veröan barning en af því er önnur saga, sem e.t.v. verður síðar sögð. Á miðjum áttunda áratugnum áttaði Möröur sig á því að innheímta og uppgjör slysabóta gat verið arðvænleg og ekki var verra, til tílbreytingar frá þessu eilífa mkki, að borga stundum út peninga. Allt gekk þetta vel en á árinu 1991 brast höfðings- skapur tr>'ggingafélaganna og fóru þau að beita fyrir sig nýjum reglum og lækkuðu Itætur til ákveðins hóps tjónþola. Nýju reglurnar nefndu félögin „verklagsregl- ur“ og tóku þau öll upp á þessu á sama tíma en harð- neituðu að um samráð væri að ræða. Hér hlyti að ráða alger tilviljun. Ekki skipti Mörður um takt við þetta en hélt áfram að ganga til uppgjörs við félögin, eins og ekkert hefði breyst. Dag nokkurn mætti hann Njáli, gömlum skóla- bróður úr lagadeildinni. Sá var einnig orðinn hrl. en hafði aldrei haft mikiö umleikis, heldur kosið að vinna einn og með hálfum ritara. í tali þeirra Marðar kom að verklagsreglunum nýju. Njáll bar sig illa undan þeim. Sagðist vera með 5-6 mál á ári og nú þyrfti hann að stefna þessu öllu með ærn- um tilkostnaði og hefði engar tekjur á meöan. Mörður taldi þetta kolranga afstöðu og skildi ekki í málafátæktinni. Sjálfur væri hann með 30-40 mál á ári og allt rynni þetta í gegn. Hann þyldi ekki þetta bóta- sjúka fóik og hálf milljón væri alveg nóg, þó svo einog- hálf hefði verið reglan áður. Njáli kom ekki á óvart fjöldi bótamála Marðar. Sögur gengu um að Skammkell hjá Plís h.f. og Otkell itjá Ójá h.f. hefðu nafnspjaldið hans á skrifborðinu sínu og deildu því stundum út. Hins vegar var það líklega róg- ur að Starkaður, deildarstjóri slysadeildar lögreglunnar, vísaði á Mörð þó svo hann væri eitthvað að dingla með dótturinni Rannveigu. „Þú tryggir þig væntanlega í bak og fyrir“, sagði Njáll, „og gerir fólkinu grein fyrir þessum breyttu viðhorfum". „Ertu vitlaus", svaraðir Mörður, „fólkið skilur þetta hvort eð er ekki, þetta er svo flókinn jús“ og með þeim orð- um skildu þeir félagar. Svo fóru að koma dómar í héraði þar sem „verklags- reglunum“ var alfarið hafnað. Hæstiréttur staðfesti þær niðurstöður og var svo komið í upphafi árs 1996 að rétturinn lét flytja þessi mál 2-3 saman og færði þau úr fímm manna dómi í þríggja, Dag nokkurn kornu stefnuvottar til Marðar, en slíkt hafði ekki gerst í áratug. Þeir reyndust hafa með sér áskorun eftir reglum 21. gr. emi. og sendandinn Högni Gunnarsson, ungur héraðsdómslögmaður. Málavextir voru þeir að fertugur járnsmiður hafði misst fingur árið 1990. Úr því hafði komið 10% örorka og Mörður hrl. hafði tekið að sér uppgjörið og skilað kr. 500.000.- til smiðsins. Á sama vinnustað hafði á svipuðum tíma annar smiður misst sama fingur, fengið sömu örorku, en eftir farsxian málarekstur Njáls hrl. kom dómur með kr. 1.500.000.- að viðliættum ágætis vöxtum. Hálfrar milljón króna járnsmiðurinn vildi vita hverju þetta sætti og fór til héraðsdómslögmannsins unga, sem sá strax hvers kyns var og skýrði allt vel og ræki- lega út. Að ráði varð að reyna að stefna tryggingafélag- inu en fyrirfram ljóst að á brattann yrði að sækja þar sem sérfræðingurinn Mörður hrl. hafði tekið við bótum sem fullnaðargreiðslu og kvittað rækilega fyrir. Einnig skýrði lögmaðurinn út fyrir járnsmiðnum að Mörður gæti líka veriö bótaskyldur og rétt að láta hann vita af þeim hugleiðingum og hafði raunar áður skrifað Merði og varað hann við, en Mörður lient bréfinu með þeim orðum að þessir ungu „hérar“ væru orðnir frekir og lík- lega hefði gæðum lagakennslu hrakað frá því hann var í deildinni. Mörður var hugsi lengi dags. Gæti það verið að hann hefði ekki farið eftir réttum reglum. Hann rámaði í fyr- irlestur, sent einn kolleginn hafði flutt um ábyrgð lög- manna í þessum efnum og í grein eftir annan í Tímariti lögfræðinga, en Mörður komst aldrei á fyrirlestra vegna bókhaldsvinnu fram á nætur og tímaritsgreinar um lög- fræði geymdi hann alltaf til lestrar í næsta sumarfríi. Svo fór Mörður að reikna. Þetta vom þrjú ár og lík- lega sextíu mál með þessum formerkjum. Að öllum lík- indum gætu þrjátíu verið með röfl og hann setti í reiknivélina 30 x 1.000.000.- fékk út þrjátíumilljónir, bætti við slatta af vöxtum og kostnaði og sá nýja ein- býlishúsið í Grafarósi fjúka og báða japönsku jeppana. Asskoti er langt síðan ég var á Vogi hugsaði hann, reif upp hurðina og kallaði í einkaritarann og bað hana að skreppa í rikið eftir einni Chivas Regal. Hann ætti von á gestum. „Hafðu þær annars tvær“, kallaði hann svo á eftir henni í útidyrunum. Um miðja nótt, þegar Mörður vaknaði á skrifstofunni þurr og þrútinn, lá á skrifborðinu uppkast að skjali sem byrjaði svona: „Við undirrituð lijón, Mörður Valgarðs- son, hæstaréttarlögmaður, og Þórkatla Gissurardóttir, húsmóðir, gerum með okkur svofelldan kaupmála ...“ 6 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.