Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 23

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 23
Forsætisfundur norrænu lögmannafélag- anna í Visby í september 1995 Norrænu lögmanna- félögin hafa um áratuga skeið átt með sér náið samstarf um þau málefni er varða lög- menn og lögmannafélögin á Norðurlöndunum. Sam- starfið hefur í áranna rás tekið breytingum og er nú þannig að árlega er haldinn svokallaður forsætisfundur (præsidiemöte), þar sem mætast þrír fulltrúar frá hverju landi, formaður, varaformaður og fram- kvæmdastjóri. Auk þess hittast framkvæmdastjór- arnir tvisvar á ári. Verður næsti fundur þeirra í maí hér á landi. Þá hafa félögin átt með sér samstarf innan CCBE og IBA. Síðast var forsætisfundur haldinn í Visby á Gotlandi, í boði sænska lögmannafélagsins. Auk dagskrár fundarins sjálfs buðu gestgjafarnir hópnum að skoða litla eyju úti fyrir ströndum Gotlands og einnig að heimsækja bóndabæ í víkingastíl, þar sem gestir eru látnir klæðast forn- mannabúningum og inna af hendi margvíslegar þrautir. Frá heimsókn á víkingabónáabœinn. Ef vel er að gáð má sjá virðulegan hœstarétt- artögmann, Sigurmar K. Albertsson, varaformann L.M.F.Í.,fara fremstan íflokki við árátt á sleða á auðri jörð. Lögmannablaðið 23

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.