Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 15.03.1996, Blaðsíða 12
Brynjar Níelsson, hdl.: Lögræðissvipting og nauðungarvistun Réttarstaða geðsjúkra einstaklinga ^ Lögrœöissvipting a-lið 3- gr- lögræðislaga, nr. 68/1984, er heimildar- ákvæði til sviptingar lög- ræðis, m.a. vegna geðsjúkdóma. í grein þessari vil ég stuttlega víkja að dómaframkvæmd í málum þessum með hliðsjón af þeirri miklu umræðu, sem hef- ur verið í þjóðfélaginu um mannréttindi almennt og um sérstök réttindi sjúkhnga, t.d. til að neita læknismeðferð. Geðsjúkur maður verður ekki frekar en aðrir sviptur lögræði nema með dómi. I II. kafla lögræð- islaga er fjallað um málsmeðferð fyrir dómi. í 5. gr. laganna er tæm- andi talið hverjir geti átt aðild að slíkum málum. Þar sem svipting lögræðis felur í sér frelsissviptingu er ljóst að sönnunarbyrðin er sókn- araðila og kröfur um sönnunar- færslu ættu að vera þær sömu og í opinberum málum. Mál, sem höfðað er vegna geð- sjúkdóms viðkomandi, er venju- lega aðeins til sviptingar á sjálf- ræði. Ástæða málshöfðunarinnar er iðulega sú, að hinn geðsjúki neitar að sæta læknismeðferð vegna sjúk- dómsins. Mál af þessu tagi eru oft- ast nokkur á ári og uppfylla flest skilyrði 3- gr. nokkuð augljóslega. Hins vegar koma alltaf mál upp öðru hvoru, sem eru ekki eins aug- ljós. Að vísu liggur alltaf fyrir lækn- isfræðilegt mat um sjúkdóminn, en ekki er endilega ljóst hvort við- komandi sé fær um að ráða per- sónulegum högum sínum, sem er óhjákvæmilegt skilyrði fyrir svipt- ingu sjálfræðis. Samkvæmt lögun- Brynjar Níelsson. um er það dómstóla að meta þetta. Þá erum við komin að kjarna máls- ins í mínum huga, þ.e. hvaða kröf- ur hafa dómstólar gert um sönnun á ófærni aðila til að ráða persónu- legum högum sínum. ... hvaða kröfur hafa dómstólar gert um sönnun ... Áður en komið er að þessu atriði er nauðsynlegt að reyna að skil- greina hvað felst í því “að vera ófær um að ráða persónulegum högum sínum”. En þar sem um veigamikil persónuréttindi er að ræða tel ég ljóst, að skýra verður þetta mjög þröngt. Það nægir ekki að ýmislegt megi betur fara hjá viðkomandi, s.s. varðandi umhirðu og umgengni, eða um almennan sljóleika eða skrýtni sé að ræða. í mínum huga þarf viðkomandi að vera beinlínis hættulegur sjálfum sér eða öðrum, eða að hann geti ekki sinnt nauðsynlegustu skyld- um, sem lagðar eru á menn, sem lifa í samfélagi við aðra. ... lœknisvottorðin ein- göngu fullnœgjandi sönnun á öðru skilyrði laganna ... í fyrirlestri, sem ég hélt á síðasta ári á málþingi á vegum L.M.F.Í., Geðlæknafélags íslands og Félags íslenskra öldrunarlækna, gagn- rýndi ég dómstóla fyrir það, að gerðar væru litlar kröfur til sönn- unar á ófærni varnaraðila til að ráða persónulegum högum sínum. Raunin virðist vera sú að það sé nægjanlegt að læknisvottorð liggi fyrir í málinu, þar sem fram komi að varnaraðili sé haldinn einhverj- um geðsjúkdómi og að ólíklegt sé að hann læknist, nema hann sæti læknismeðferð. í mínum huga eru læknisvottorðin eingöngu fullnægj- andi sönnun á öðru skilyrði lag- anna, þ.e. að viðkomandi sé hald- inn geðsjúkdómi. Læknisvottorðið segir dómaranum sjaldan eða aldrei, svo óyggjandi sé, að varnar- aðili sé ófær um að ráða persónu- legum högum sínum. Það að vera ófær um að ráða persónulegum högum sínum er ekki óhjákvæmi- leg afleiðing geðsjúkdóma. 12 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.