Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 5

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 5
Af Merði lögmanni Þegar Mörður var nýbúinn að opna stofuna var hann með allar klær uti til að afla sér verkefna. Hann lét m.a. skrá sig á bak~ vaktalistann hjá Lögmannafélaginu. Svo kom að því að Mörður var á vakt. Hann fékk afhentan símboða, þannig að hægt yrði að ná í hann hvenær sem var. Mörður fann nokkuð til sín þegar hann fór um með símboðann í beltinu. “Vegfarendur halda áreiðanlega að ég sé heila- skurðlæknir á bakvakt, bíðandi eftir boðum um að bjarga mannslífum með hetjudáðum við skurðarborðið”, hugsaði hann. Hann vonaði að símboðinn myndi hringja þegar hann væri í föstudagsbiðröðinni í Hagkaupum. Það gerðist auðvitað ekki, en loks var hann boðaður upp í Síðumúlafangelsi til að taka að sér réttargæslu fyrir mann. Sá hafði verið handtekinn á Keflavík- urflugvelli daginn áður, á leið úr landi með urn tvær milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Maður- inn var grunaður um að ætla að nota peningana til fíkniefnakaupa. Maðurinn hélt því hins vegar fram að hann væri að kaupa inn fyrir antikversl- un, sem hann ætlaði að opna á Skólavörðuholt- inu. Til þess að kaupa muni á antikmörkuðum erlendis þyrfti hann reiðufé. Hann hafnaði réttar- gæslumanni við handtökuna, saklaus maður þyrfti ekki á lögfræðingi að halda. Eftir eina nótt í steininum hóf hann að játa og þáði þá boð um réttargæslumann. Þegar Mörður fékk boöin um að mæta upp í Síðumúlafangelsi hringdi hann í ofboði í reynd- an lögmann á sviði opinberra mála og spurði hann hvað hann ætti eiginlega að gera. Sá sagði honum að segja skjólstæðingnum að játa allt saman og síðan myndi hann, Mörður, sjá um hitt. Merði leist illa á það ráð, minnugur reglunnar um að menn væru saklausir þar til sekt þeirra væri sönnuð og allt það. Vopnaður sérprentun af hegningarlögunum og lögunum um meðferð op- inberra mála hélt Mörður upp í Síðumúlafang- elsi. Þegar Merði var vísað inn í klefann til skjól- stæðingsins sagði hann honum umbúðalaust: „Hafðu engar áhyggjur, ég mun fá þig sýknað- an“. Mörður taldi nauðsynlegt að byggja upp sjálfstraust hins handtekna og ekki síður traust hans á sér. Skjólstæðingurinn starði á hann stór- um augum. í ljós kom að eftir eina nótt í stein- inum hafði sá grunaði verið reiðubúinn til að játa hvað eina, bara til að losna úr prísundinni. Þannig hafði hann ekki einungis játað á sig skipulagðan fíkniefnainnflutning, heldur einnig byggingu píramídanna, ritun Njálssögu og öll óupplýst bankarán síðustu ára. RLR og fíkniefna- lögreglan höfðu kallað út aukavaktir til að skrá allar játningarsögurnar. Það eina sem skjólstæð- ingurinn sagði við Mörð var að hann vantaði hrein nærföt og tannbursta. Nú voru góð ráð dýr. Hjá Merði tók við mikil vinna við að vinda ofan af öllu því, sem skjólstæðingur hans hafði sagt. Nokkrum dögum seinna, þegar búið var að fá botn í sögu skjólstæðingsins, jú peningarnir voru ætlaðir til fíkniefnakaupa og hann hafði sjálfur og einn staðið að þessu, var Mörður staddur hjá skjólstæðingnum í vistlegum klefa hans í Síðu- múlafangelsi. Skjólstæðingurinn var meyr, móðir hans átti afmæli þennan dag og hann hafði að sjálfsögðu ekki komist í veisluna. Þá spurði hann Mörð hvort hann gæti treyst honum, treyst á þagmælsku hans. Mörður hélt nú það, lögmenn væru lögum samkvæmt bundnir þagnarskyldu. Skjólstæðingurinn sagðist þá vilja létta á hjarta sínu, hann vildi að Mörður vissi hið sanna í mál- inu. Hann hefði í raun verið á leiðinni til útlanda til að kaupa muni í væntanlega antikbúð. Búðin væri hins vegar aðeins ætluð til að fela umfangs- mikla undirheimastarfsemi, peningaþvott o.þ.h., fyrir erlendan fíkniefnahring, Candellín-hringinn í Columbíu. Skjólstæðingurinn sagði að hann færi frekar á framfæri Fangelsismálastofnunar í nokkur misseri en að upplýsa hverjir stæðu á bak við hann. Merði brá mikið við þessi tíðindi. Þegar hann kom á skrifstofuna flýtti hann sér að hringja í gamalreynda lögmanninn. Ætti hann, Mörður, ekki að segja yfirvöldum frá því að Candellín-hringurinn væri að hreiðra um sig á ís- landi? Gamalreyndi lögmaðurinn bað hann í öll- um guðanna bænum að láta slíkt vera. Þagnar- skylda sú, sem lögð væri á lögmenn í 1. gr. lag- anna um málflytjendur, fæli ekki í sér einhver starfsréttindi lögmanna, heldur væri um réttindi borgaranna að ræða. Það væru mannréttindi að geta játað fyrir lögmanninum sínum og ráðfært sig við hann án þess að eiga það á hættu að lög- maðurinn færi að kjafta frá. Mörður féllst á þessi rök. Hann hugsaði reyndar með sér að kannski væri eitthvað meira í þessum mannréttindum, en hann hélt. Hann hafði alltaf flokkað mannrétt- indi með fótanuddtækjum, allir vilja eiga þau, en engin notar þau. Lögmannablaðið 5

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.