Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 7

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 7
Dráttur á afhendingu verks gelur leitt til vanefndaiírrceða verkkaupa, þ. á m. tafabóta (févítis, dagsekta). í grein, sem lögmaður ritaði í út- breitt fagtímarit, er sá skilningur lagður í þennan dóm Hæstaréttar, að ekki eigi að greiða dagsektir nema verkið verði dýrara vegna tafa, sem rekja má til verktaka og einnig verði verkkaupi að sýna fram á að hann hafi orðið fyrir tjóni. Þessi boðskapur verður varla skilinn á annan hátt en þann, að Hæstiréttur hafi með þessum dómi sínum mótað nýja regiu um samn- ingsbundnar tafabætur í verktaka- rétti. Þessi misskilningur er hinn sami og fram kom í fjölmiðlum strax eftir uppkvaðningu dómsins og virðist nú vera orðinn útbreidd- ur. Með niðurstöðu Hœsta- réttar íþessu máli verður að telja fram komna fulla staðfestingu þess að um mistúlkun var að ræða ... Um samningsbundnar tafabætur í verksamningum hefur um langt skeið verið í gildi sú regla að verk- kaupi eigi rétt til greiðslu tafabóta samkvæmt ákvæðum samnings vegna þess dráttar, sem sannanlega veribur á verkinu og verktaka verð- ur um kennt. Verkkaupi hefur í þessu sambandi, samkvæmt þess- ari sömu reglu, ekki þurft að sanna tjón sitt, enda um að ræða bætur innan samninga og þannig um þær samið. Þetta er að sjálfsögðu frá- brugðið því sem gildir í almennum bótarétti. Þessi sama regla, um samningsbundnar tafabætur, hefur lengi verið gildandi réttur í verk- takarétti hér á landi og í nágranna- löndum okkar og víðar, og spegl- ast hún m.a. í ákvæðum íslensks staðals, ÍST-30. Fullvíst verður að telja að hafi Hæstiréttur ætlað að breyta gild- andi rétti á þessu sviði hefði það birst í forsendum dómsins með skýrum og mjög afdráttarlausum hætti. í forsendum dómsins er út frá því gengið, að verkkaupi eigi ekki rétt á tafabótum vegna þess, að sá dráttur, sem varð í verkinu, verði ekki að neinu marki rakinn til atvika, sem verktakinn bar ábyrgð á. Af þeirri ástæðu sé ekki rétt að beita ákvæðum samnings um tafabætur, þó svo að rétturinn líti jafnframt til þess að verkkaupi hafi ekki sýnt fram á að tjón hafi orðið vegna dráttarins, sem verk- takinn beri ábyrgð á. Eftir að þessi dómur Hæstaréttar var kveðinn upp hefur héraðsdóm- ur dæmt tafabætur án kröfu til sönnunar tjóns í a.m.k. tveimur málum, sem mér er kunnugt um. Þá hefur Hæstiréttur eftir þetta, með dómi sínum frá 5. október 1995, í málinu nr. 418/1993, dæmt verkkaupa tafabætur í fullu sam- ræmi við þá reglu sem hefur verið í gildi um áratuga skeið. Um tafa- bætur segir í forsendum dómsins: „Eftir verksamningi bar áfrýj- anda að Ijúka verki sínu eigi síð- ar en 15. september 1990. Leggja verður til grundvallar, að nokkrar tafir bafi orðið á verkinu vegna þeirrar ákvörðunar stefndu að stœkka svalir hússins og vinnu við endurgerð trappa. Stefndu bera áhœttu af töfum, sem rekja má til þess. Þykir hcefileg fram- lenging verktíma af þessum sök- um vera 15 dagar.Ekki er fyllilega Ijóst hvencer áfrýjandi lauk vinnu við verkið, en fallast má á með héraðsdómi, að stefndu eigi ekki rétt til greiðslu á févíti lengur en til 14. nóvetnber 1990. Samkvœmt því er áfrýjanda skylt að inna af hencli févíti samkvœmt 9- gr. verk- samnings vegna tímabilsins frá 1. október til 14. nóvember 1990 eða 3.000 krónur á dag f 45 daga, þ.e. 135.000 krónur." Með niðurstöðu Hæstaréttar í þessu máli verður að telja fram komna fulla staðfestingu þess að um mistúlkun var að ræða á dómi Hæstaréttar í Kleppsvegarmálinu frá því um hálfu ári áður og sú regla um samningsbundnar tafa- bætur, sem um áratuga skeið hefur verið gildandi réttur á sviði verk- takaréttar, hafi ekki tekið neinum þeim breytingum, sem m.a. fjöl- miðlar og margir sérfræðingar hafa haldið fram. Lögmannablaðið 7

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.