Lögmannablaðið - 15.09.1996, Page 6

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Page 6
Þorvaldur Jóhannesson, hdl. Tafabætur í verksamningum Tafabætur (dagsektir, févíti) í verksamningum hafa mikið verið til umræðu að undan- förnu og talsvert borið á því, í um- fjöllun um dóm Hæstaréttar í svokölluðu Kleppsvegarmáli, að margir virðast hafa misskilið og mistúlkað niðurstöðu dómsins. Þetta dómsmál var að mörgu leyti mjög athyglisvert, en þó eink- um af tveimur ástæðum. I fyrsta lagi var tekin afstaða til réttarstöðu verktaka og verkkaupa við uppgjör vegna magnaukningar í verkinu og í öðru lagi var tekin afstaða til rétt- ar verkkaupa til greiðslu tafabóta, en það er sá þáttur málsins, sem hér verður tekinn til umfjöllunar vegna þess misskilnings, sem virð- ist vera orðinn útbreiddur um gild- andi rétt um tafabætur. Dómur Héraðsdóms Reykjavík- ur, frá 3. febrúar 1993, í máli, sem Verk hf. höfðaði gegn Húsfélögun- um Kleppsvegi 136, 138 og 140 í Reykjavík, vakti óneitanlega mikla athygli á sviði verktakaréttar. Hér- aðsdómur, sem skipaður var emb- ættisdómara auk tveggja sérfróðra meðdómenda, komst að þeirri nið- urstöðu að sýkna bæri húsfélögin af kröfu verktakans um greiðslu, sem krafist var vegna mikillar magnaukningar í verkinu. Töldu menn þá að með þessum dómi væri til orðin ný regla í verktaka- rétti. Þessi regla gerði réttarstöðu aðila í verkum, þar sem samið væri um uppgjör verka á gmndvelli ein- ingarverða, aðra en þá, sem unnið hefði verið eftir urn langt skeið. Samtök iðnaðarins sáu ástæðu til að gefa út sérstaka tilkynningu til félagsmanna sinna varðandi þessa nýju túlkun. í þessu sama máli var af hálfu stefndu gerð gagnkrafa um tafabætur vegna meints dráttar á verklokum af hálfu verktakans. Vegna þeirrar niðurstöðu dómsins að sýkna stefndu var ekki í héraðs- Þorvaldur Jóhannesson, hdl dóminum tekin efnisleg afstaða til gagnkröfunnar urn tafabætur. Stefnandi áfrýjaði málinu og var niðurstöðu Hæstaréttar eðlilega beðið með mikilli eftirvæntingu, þar sem niðurstaða héraðsdóms þótti nokkuð sérstök. Með þessari niðurstöðu Hœstaréttar var nú aftur komið á jafnvœgi ... Hæstiréttur kvað upp dóm sinn 2. mars 1995. Rétturinn komst að annarri niðurstöðu en héraðsdóm- ur og taldi að stefndu bæri að greiða áfrýjanda að verulegu leyti kröfur hans vegna magnaukningar í verkinu. Með þessari niðurstöðu Hæstaréttar var nú aftur komið á jafnvægi og búið að skerpa þær reglur verktakaréttar, er lúta að magnaukningu í verkum og upp- gjöri vegna þess. Hæstiréttur tók hins vegar í dómi sínum efnislega afstöðu til gagnkröfu stefndu (hús- félaganna), um greiðslu á tafabót- um vegna dráttar á skilurn verks- ins. Niðurstaðan varð sú að krafa stefndu um greiðslu tafabóta var ekki tekin til greina. Var það sama niðurstaða og fram hafði komið hjá dómkvöddum matsmönnum í matsgerð sem lögð var fram í Hæstarétti. Dómurinn virðist í þessu efni byggja á niðurstöðu matsgerðar hinna dómkvöddu matsmanna. í forsendum dómsins segir m.a.: „Áður er lýst drætti, er varð í upphafi verksins afhálfu Verks hf. Sá dráttur er pó ekki verulegur í samanburði við tafir, sem urðu af ástœðum sem Verk hf. bar ekki ábyrgð á. Seinkunin á verkinu leiddi ekki til pess að verkið yrði dýrara fyrir stefnda, par sem verk- launin réðust af einingafjölda. Þegar litið er til pessa og pess jafn- framt gœtt, að stefndu hafa ekki sýnt fram á að peir hafi að öðru leyti orðið fyrir tjóni vegna drátt- arins, sem rekja megi til Verks hf, þykir ekki vera grundvöllur til að beita dagsektum. “ Um leið og þessi niðurstaða lá fyrir var fjallað um hana í fréttum og fjölmiðlamenn lögðu strax fram þá túlkun dómsins að nú stoðaði ekki lengur fyrir verkkaupa að setja fram kröfur um greiðslu dag- sekta eða tafabóta skv. ákvæðum í verksamningum nema að geta sannað tjón sitt. Skilja mátti þessa framsetningu fjölmiðla svo, að nú væri Hæstiréttur búinn með dómi sínum að setja nýja reglu um tafa- bætur á sviði verktakaréttar. Máttur fjölmiðla varð reyndar svo mikill að þessari kenningu var síðan haldið fram af mörgum lögmönn- um og jafnvel dómurum í héraði, undir meðferð mála, þar sem tafa- bætur voru meðal krafna. Þetta hafði jafnframt þau áhrif, að þeir, sem hagsmuna áttu að gæta sem aðilar verksamninga, töldu réttar- stöðu sína byggjast á öðrum grundvelli en áður var. Þessi mistúlkun á dórni Hæstaréttar hef- ur vafalaust markað afstöðu manna í samningum og uppgjöri verka og hugsanlega valdið tjóni. Ég er ekki grunlaus um að einhverjir kunni af þeim sökum að hafa fallið frá rétt- mætum kröfum sínum um tafabæt- ur í uppgjöri verka. 6 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.