Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 8

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 8
Lögmannavaktin í Reykjavík Nú eru liðin um tvö og hálft ár síðan Lögmannavaktin hóf starfsemi sína á vegum L.M.F.Í., en á henni getur almenn- ingur fengið endurgjaldslausa lög- fræðiráðgjöf hjá starfandi héraðs- dóms- eða hæstaréttarlögmanni. Lögmannavaktin var fyrst í stað starfrækt í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur, en haustið 1995 var starfsemin flutt í húsnæði félagsins í Alftamýri 9. Reynslan af þessari starfsemi hef- ur verið mjög góð og hafa fjölmarg- ir einstaklingar fengið tækifæri til að leita ráða hjá starfandi lögmönn- um um hin margvíslegustu lög- fræðilegu álitaefni. Þjónustan, sem veitt er á vaktinni, er eingöngu munnleg ráðgjöf. Þannig reka þeir lögmenn, sem eru á vaktinni hverju sinni, ekki erindi fyrir þá, sem að- stoðar leita, t.d. með bréfaskrifum. Vakthafandi lögmenn fylla út skýrslur eftir hver viðtal og er þannig hægt að safna sarnan töl- fræðilegum upplýsingum um það hvaða hópar fólks helst leita að- stoðar og um hvað fyrirspurnir þess snúast. Tekið skal fram hér að þess er ekki krafist að fólk gefi upp nafn sitt, þegar það pantar viðtalstíma. Þá eru heldur ekki gefin upp nöfn vakthafandi lögmanna hverju sinni. Nafnleyndin gengur því í báðar áttir. A þeim tíma, sem Lögmannavakt- in í Reykjavík hefur verið starfrækt, hafa um 660 manns leitað þar lög- fræðiráðgjafar. ívið fleiri konur en karlar hafa komið á vaktina, en munurinn er ekki mikill. Af einstök- um málaflokkum hafa flest viðtölin snúist um skaðabótamál, en skammt þar á eftir koma fyrirspurn- ir um hjónaskilnaði og sambúðar- slit, því næst um fasteignir og síðan um greiðsluerfiðleika og skuldaskil. Einnig hefur töluvert verið spurt um forsjármál, erfðamál, dánarbús- eða gjaldþrotaskipti, refsimál og stjórn- sýslu. Skiptingin eftir málaflokkum er annars þessi: Aðför/Nauðungasala ............ 19 Almannatryggingar .............. 7 Dánarbússkipti/gjaldþr.skipti 30 Erfðamál ...................... 35 Fasteignir..................... 80 Fjárskipti milli hjóna ........ 29 Forsjármál .................... 36 Greiðsluerfiðl., skuldaskil ... 70 Grenndarréttur ................ 15 Hjónaskiln./sambúðarsl...... 80 Hjúskaparmál að ö.l............ 17 Húsaleiga...................... 14 Neytendamál ................... 12 Oskráð sambúð ................. 12 Ráðningarsamn./vinnuréttur . 24 Refsimál....................... 35 Skaðabótamál................... 84 Skattamál...................... 16 Stjórnvöld .................... 31 Vátryggingamál................. 15 Viðhalds- og viðgerðars. ... 5 Þjónustusamningar .............. 5 Annað......................... 110 Reynt hefur verið að flokka þá, sem leita til Lögmannavaktarinnar, eftir starfsheitum, en skipting milli einstakra starfsheita er þannig: Atvinnulausir..................51 Atv.rekendur/sjálfst.starfandi . . 18 Heilbrigðisstéttir.............33 Iðnaðarmenn....................51 Húsmæður ......................56 Nemar .........................43 Opinberir starfsmenn ..........37 Sérfræðingar ..................34 Verkamenn/sjómenn..............89 Verslunar-/skrifstofufólk .....64 ÖrorkuVlífeyrisþegar ..........39 Annað..........................55 Niðurstaðan í viðtölunum hefur oftast verið metin þannig að máli hafi lokið með ráðgjöfinni, 279 sinnum, en í 247 skipti hefur fólki verið ráðlagt að leita lögmannsað- stoðar og í 60 skipti að leita til stjórnvalda eða umboðsmanns Al- þingis. í upphafi töldu sumir að svokallaðir kverúlantar myndu þyrpast í viðtöl á Lögmannavakt- inni. Reynsla þeirra lögmanna, sem staðið hafa vaktina, er þó allt önn- ur. Telja flestir að þeir, sem leitað hafa lögfræðiráðgjafarinnar, hafi vissulega haft fulla ástæðu til að leita upplýsinga og ráðgjafar um málefni það, er viðtalið snerist um. Alls eru 50 lögmenn skráðir á Lögmannavaktarlistann í Reykjavík og eru að jafnaði tveir lögmenn á hverri vakt. MM Lögmannavakt á Akureyri og í Hafnarfiröi Vorið 1994 var komið á fót lög- mannavakt á Akureyri og taka flestir lögmenn bæjarins þátt i þeirri starf- semi. Veturinn 1994-1995 fór aðsókn á vaktina minnkandi, eftir því sem á ieið tímabilið og leiddi það til um- ræðu um hvort leggja ætti vaktina niður. Niðurstaðan varð sú að halda starfseminni áfram, á tveggja vikna fresti í stað vikulegra viðtalstíma. Á síðasta vetri varð aðsóknin mjög góð, en ekki liggja fyrir tölur um skiptingu í máiaflokka o.fl. Þá má geta þess hér að lögmenn í Hafnarfiröi hafa hug á því að stofna til lögmannavaktar þar í bæ. Verður sú starfsemi væntanlega í samstarfi við sóknarpresta bæjarins, eins og er um lögmannavaktina á Akureyri. Er þess að vænta að lögmannavaktin í Hafnarfirði byrji um eða eftir mán- aðamótin september/október, en um svipað leyti hefst starfsemin á Akur- eyri einnig. 8 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.