Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 22

Lögmannablaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 22
Námskeið um starfsreglur lögmanna o.fl. 25.-26. nóvember 1996 Námskeiðiö er aðallega ætlaö lögmönnum, sem nýlega hafa fengið útgefin málflutn- ingsleyfi, svo og lögfræðingum, sem hafa í hyggju að afla sér málflutningsréttinda. Á námskeiðinu verður starfsemi L.M.F.Í. kynnt, fjallað um hlutverk stjórnar félagsins og farið yfir ýmsar þær reglur, t.d. í málflytjendalögunum og siðareglum L.M.F.Í., sem gilda um störf lögmanna, réttindi þeirra og skyldur. Einnig verður fjallað um ýmis al- menn atriði um þóknun lögmanna. Umsjón: Umsjón með námskeiðinu hefur Marteinn Másson, framkv.stj. L.M.F.Í. Staösetning, dagsetning, tími, þátttökugjald: Námskeiðið verður haldið í kennslusalnum í húsnæði L.M.F.Í. að Álftamýri 9, dagana 25.-26. nóvember n.k., frá kl. 16-19. Þátttökugjald er kr. 3.000. Skráning fer fram á skrifstofu L.M.F.Í., í síma 568-5620 eða bréfsíma 568-7057. Námskeið um munnlegan málflutning 2.-3. desember 1996 Haldið verður námskeið um munnlegan málflutning í byrjun desember n.k. Námskeið þetta var áður haldið á árunum 1993 og 1994 og þá raunar margendurtekið vegna mikillar aðsóknar. Markmiðið er að gefa ungum lögmönnum og lögfræðingum, sem hyggjast afla sér málflutningsréttinda, tækifæri til að hlýða á fróðleg erindi reyndra málflutningsmanna um samningu málflutningsræðu, málflutninginn sjálfan og ýmis heilræði um hann. Þá verður fjallað um munnlegan málflutning frá sjónarhóli dómara. Umsjón með námskeiðinu hefur Þórunn Guðmundsdóttir, hrl. Tími og verö: Námskeiðið verður haldið 2.-3. desember n.k., í kennslusalnum í húsnæði L.M.F.Í. að Álftamýri 9, kl. 16:00 - 19:00. Þátttökugjald er kr. 5.800. Skráning fer fram á skrifstofu L.M.F.Í. í síma 568-5620 eða bréfsíma 568-7057. 22 Lögmannablaðið

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.