Málfríður - 15.04.1990, Side 5

Málfríður - 15.04.1990, Side 5
Ástráöur Eysteinsson: ÞÝÐINGAR, TUNGUMÁL OG NÁM Astráður Eysteinsson lauk B.A. prófi í þýsku og ensku frá Háskóla íslands 1979 og M.A. prófi í bókmenntafræði og þýðingafræði frá University of Warwick, Englandi, 1981. Hann lauk doktorsprófi í bókmenntafræði frá Uni- versity of lowa í Bandaríkjunum árið 1987. Nú gegnir hann dósentsstöðu í almennri bókmenntafræði við Há- skóla íslands. Ástráður hefur unnið nokkuð að þýðing- um, m.a. þýtt, ásamt Eysteini Þorvaldssyni, skáldsög- urnar Réttarhöldin eftir Franz Kafka og Homo faber eftir Max Frisch. í þessari grein er vikið að nokkrum atriðum er varða tengsl þýðinga, tungumáls og náms. Þegar ég segi „tungumál og nám“ á ég ekki við „tungumálanám" í þröngum skiln- ingi. Ég mun ekki fjalla um máltöku eða það hvernig fólk lærir grunnatriði erlends tungumáls, þótt ugglaust sé hægt að gaumgæfa það sem ákveðið þýðingarferli. Ég er fremur að velta fyr- ir mér almennum vegamótum tungu- máls, skilnings og þýðinga, bæði hvað varðar lestur og skrift. En ég ætla þó ekki heldur að byrja á hinum endanum og fjalla um stór- virki í sögu íslenskra bókmenntaþýð- inga, eins og til dæmis Hómersþýðing- ar Sveinbjarnar Egilssonar eða Shake- speareþýðingar Helga Hálfdanarson- ar. Ég hygg að fólk hugsi oft til slíkra verka sem afurða einhverrar sérgáfu, jafnvel dulrænnar ættar. Slík verk eru skáldskapur sprottinn af skáldskap og því kannski komin enn lengra frá hversdagsleika okkar en „venjuleg- ar” frumsamdar bókmenntir. Sé horft á bókmenntaþýðingar frá slíku sjónar- horni kann okkur að sjást yfir að sjálf höfum við fengist við þýðingar frá unga aldri. Slíkt óminni getur einnig hent þá sem fást við þýðingar eða þýð- ingafræði. Mér finnst til dæmis óraun- verulegt að hugsa til þess að ég hafi fengist við þýðingar á rituðu máli síð- an ég fór fyrst að læra erlent tungu- mál tólf ára gamall. Ég skynja litla samfellu milli skólaþýðinga þeirra tíma og þeirra bókmenntaþýðinga sem ég hef ýmist fengist við eða rann- sakað á liðnum árum. Þegar ég lít um öxl og sé sjálfan mig á skólabekk að lesa upp íslenska þýð- ingu mína á tilskildum línum í dönsk- um leskafla, þá finnst mér eins og þetta hafi ekki verið sú frjóa þýðingar- iðja sem það hefði getað verið (en vissulega er hætta á að maður ofmeti í baksýn það sem „hefði getað verið“ í barna- og gagnfræðaskóla). Hið sama á við um það strit sem fólst í stílum, þ.e.a.s. þýðingum íslenskra texta á framandi tungumál. Það er í rauninni varla fyrr en komið er á háskólastig að fólk skynjar hefðbundnar textaþýð- ingar sem örvandi þjálfunaraðferð. Ég er samt alls ekki að segja að maður væri betur kominn án þess að fást við þýðingar í grunnskólum og framhaldsskólum. En nú á dögum er greinilega litið á þessar hefðbundnu skólaþýðingar, ásamt með kerfis- bundnum málfræðilærdómi, sem gamaldags og jafnvel úrelta aðferð við málanám. Þessi breyttu viðhorf tent ast gjarnan aukinni áherslu á „hag- nýtari" eða „beinni" aðferðir, þar sem kannski er lögð megináhersla á munnlega tjáningu, heyrnarskilning eða samtalsfærni. Sumir framhalds- skólakennarar eru þeirrar skoðunar að skera þurfi niður þýðingahluta málanámsins í íslenskum skólum.1 Bókmenntaþýðingar — skólaþýðingar Skólaþýðingar eru vissulega oft tald- ar tímafrek og vélræn iðja og oftar en ekki kunna þær að vera fjári stagl- kenndar. Ekki er ósennilegt að þær myndi annan þeirra tveggja póla sem skynja má í almennum viðhorfum til þýðinga. Á þýðingarœfingar í skólum er litið sem stautsama yfirfærslu, orð fyrir orð, úr einu máli á annað, með þeim afleiðingum að allri mállegri reisn og blæbrigðum í stíl er fórnað í því augnamiði að sýna að nemendur skilji orðrétta og efnislega merkingu frumtextans. Hinn póllinn markast af háleitum hugmyndum um þýðingar sem skapandi ritlist. Gjarnan er þá lit- ið á þýðingar/rsí/no (ég hef fyrst og fremst í huga bókmenntaþýðingar eða þýðingar á listrænum texta) út frá forsendum þess listræna frelsis sem þýðandi verði að gefa sér til að skapa velheppnað verk samkvæmt þeim viðmiðum sem ríkja í samféiagi og bókmenntakerfi hans. Verkið beri að búa svo úr garði að það gegni viðlíka hlutverki og á frummáiinu en við mat á því jafngildi hafi þýðandi allfrjálsar hendur við að sveigja verkið að kröf- um nýs máls og samfélags. Þá sé jafn- vel fórnað einhverjum formgerðareig- indum frumtextans og nýjar menning- arlegar skírskotanir settir inn í stað er- lendra. Ég tel að þessir mælikvarðar á ann- ars vegar skólaþýðingar og hins vegar 5

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.