Málfríður - 15.04.1990, Qupperneq 8

Málfríður - 15.04.1990, Qupperneq 8
eins og fjölgum örvunum um a.m.k. helming. Heimir og Höskuldur leitast við að sýna þessa málamiðlun með öðru líkani þar sem áhersla er annars vegar lögð á samræmi frummáls (FM) og frumtexta (FT) og hins vegar á við- leitni þýðingartextans (ÞT) til að sætta frumtexta og þýðingarmál (ÞM).8 Hér skulu birt tvö önnur líkön sem sýna eiga það ferli sem þýðing er. Hið fyrra er smíðað af bandaríska þýðinga- fræðingnum Eugene A. Nida, sem hef- ur sérhæft sig í Bibliuþýðingum. Hann telur að ferlið frá frumtexta til þýðingartexta liggi um þrjú meginstig, greiningu, yfirfærslu og endurbygg- ingu:9 SOURCELANGUAGE RECEPTORLANGUAGE TEXT TRANSLATION I t ANALYSIS RESTRUCTURING I I TRANSFER Tékkneski þýðingafræðingurinn Jirí Levý bregður upp eftirfarandi mynd af ferli þýdds bókmennta- verks:10 Þessi líkön gefa til kynna að þegar farið er milli mála sé ekki skipt um- svifalaust um lit á sama texta, heldur verði til annar texti sem leitast er við að hafa jafngildan á einhvern hátt. Leitin að jafngildi flytur okkur sem- sagt ekki rakleitt frá hvítu yfir í svart heldur þarf að ferðast um það sem ég kalla grátt svœði, sem er einskonar taugakerfi þýðingarinnar. Ekkert lík- anið kemur fyllilega til skila þeim átökum sem þar verða; hugtök eins og ,,greining“ og „yfirfærsla" kunna jafn- vel að gefa mönnum í skyn að hér megi beita fremur vélrænum vinnu- brögðum. Þetta gráa svæði birtist í ýmsum myndum. Það veldur þvi' til dæmis að sú viðtekna hugmynd um forsendur góðra þýðinga sem fengin er með því að beita almennri skynsemi er ófullnægjandi. Þessi hugmynd er þrí- skipt og hana má orða svo: 1. Þýðandi verður að vera einkar vel að sér í því tungumáli sem þýtt er úr. 2. Þýðandinn verður að búa yfir mik- illi tjáningarhæfni á móðurmáli sínu. 3. Þýðandinn verður að þekkja vel til á hlutaðeigandi sviði. En jafnvel þótt þetta þrennt fari saman tryggir það ekki endilega góða þýðingu. Ástæðan er sú að þýðand- inn er túlkandi. Hann þarf í fyrsta lagi að túlka frumtextann sem lesandi í þeim málheimi sem verkið varð til í, en síðan verður þýðing hans sem slík ákveðin túlkun á verkinu, túlkun ofur- seld ýmsum lögmálum viðtökumáls- ins sem þýðandi beygir sig undir eða hann sveigir þau til móts við frumtext- ann þar sem lag gefst. Milli þessara tveggja túlkana á gráa svæðinu geta orð- ið mikil átök og þar reynir á eiginleika sem ekki takmarkast við þá þrjá kosti sem upp voru taldir. Þýðandi verður að sýna túlkunarfærni þegar hann leitast við að brúa það merkingarlega misgengi sem þýðing hefur óhjá- kvæmilega í för með sér — og gera þar með þetta misgengi að jafngildi. Shakespeare í Afríku Sem dæmi um slíkt misgengi langar mig að taka dæmi sem er ef til vill svo- lítið „öfgakennt" en dregur skýrt fram þau átök sem orðið geta um merkingu þegar hún er flutt milli mála. Bandaríski mannfræðingurinn Laura Bohannan fór eitt sinn til langdvalar með frum- stæðum þjóðflokki í Vestur-Afríku. Það vill svo til að hún tekur með sér eintak af Hamiet eftir Shakespeare, þekktasta leikriti Vesturlanda og jafn- framt riti sem þykir upplýsandi um grunnþætti í vestrænum hugmynd- um um vald og vináttu, ást, svik og ættartengsl, einsemd og tilvistarstöðu einstaklingsins. Öldungarnir í þorp- inu fara fram á að Bohannan segi nú þessa sögu sem hún er að lesa. Hún lætur til leiðast, m.a. til að fá sönnur á þvf að Hamlet búi yfir sammannlegri skírskotun. Flutningur hennar á verkinu er dæmi um margar hliðar þýðinga. Hún snýr verkinu á mál frumbyggja, þýðir sem sagt úr eigin máli á annað, en yfirleitt er þessu öfugt farið. Jafn- framt er frásögn hennar þýðing í þre- földum skilningi, ef við notum okkur flokkun Jakobsons. Hún endursegir verkið, hún þýðir það á annað mál og hún ,,þýðir“ það yfir í annað tákn- Þýöandi Lesandi veru- val fram- erlendur yfir- leiki setning texti færsla þýddur texti lestur raun- gerving 8

x

Málfríður

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.