Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 19
prófþættir sem algengast er að séu metnir í munnlegum prófum eru „Ac- curacy, appropriacy, range, flexibility and size“. Morrow sagði að kennurum hætti til að vænta of mikillar hæfni af nemendum en ef stigin þrjú eru alltaf höfð í huga ætti hættan að vera minni. í lok fyrirlestursins gaf Morrow dæmi um munnlegt próf þar sem tveir nem- endur eru prófaðir í einu. Það má bæta við þessa stuttaralegu umfjöllun um fyrirlesturinn að Keith Morrow fannst mikilvægt að í munnlegum prófum væri það alltaf kennarinn (manneskja sem nemandinn þekkir) sem spyrði eða stjórnaði samræðum en einhver annar sem hlustaði og skráði niður matið. Tölvutíminn var að margra mati ákaflega gagnlegur og kom fram ein- dregin ósk um sérstakt námskeið á ís- landi seinna. Nefndu sumir að fleiri tímum hefði mátt verja í tölvur á nám- skeiðinu. Þessi eini tími í tölvuher- berginu nægði þó mörgum til þess að gera sér grein fyrir hvers konar undra- tæki tölvan getur verið i' tungumála- kennslu. Við höldum því fram að fleiri námskeið gætu komið sér vel en aðalatriðið er þó að útvega forritin NÁMSKEIÐ í K0GE Dagana 11.—26. ágúst sl. var haldið námskeið í Kege og Kaup- mannahöfn fyrir dönskukennara. Þetta var níunda dönskukennaranám- skeiðið sem haldið var í Danmörku á vegum Kennaraháskóla íslands og var Ásthildur Erlingsdóttir umsjónarmaður þess. Fyrstu fjóra dagana var dvalið í Koge á Suður-Sjálandi. Farið var í skoðunarferðir um Sjáland og bærinn Koge skoðaður. í Koge kynnti Berg- þóra Kristjánsdóttir okkur námsefni það er hún hefur unnið að síðastliðin fimm ár. Það eru bækurnar Vi be- soger hinanden, Pá beseg i Roskilde, En tur til Skagen og í vetur kemur út bók um Odense. Tvennum sögum hefur farið af ágæti þessara bóka og mikið verið deilt um hve vel þær eiga heima í íslensku skólakerfi. Kynning Bergþóru á bókunum breytti hins veg- ar miklu fyrir okkur er þarna vorum. Hún dró fram flesta þá þætti sem liggja að baki bókunum og útskýrði hvernig best væri að nota þær. Kennarar sem áður höfðu kennt bækurnar sögðu að ekki væri verra að Bergþóra kynnti þær á íslandi svo fleiri fengju jafn ítar- lega útlistun á námsefninu. Dagana 16.—18. ágúst heimsóttum við danska skóla í úthverfum Kaup- mannahafnar nánar til tekið í Gen- tofte kommune. Því miður tókst þessi hluti námskeiðsins ekki eins vel og aðrir þættir þess. Skólarnir hófust 14. ágúst og voru því ekki komnir vel í gang er við mættum þann 16. 19. ágúst fórum við á íslendinga- slóðir í Kaupmannahöfn undir leið- sögn Tryggva Gíslasonar skólameist- ara. Ekki var slegið slöku við sunnu- daginn 20. ágúst. Nú var kennslumið- stöðin Amtcentralen í Kaupmanna- höfn heimsótt og Birte Hasner kynnti okkur námsefni sem hún hefur að mestu unnið úr dagblöðum. Lœsestra- tegier; lœs og lœr med avisen heitir heftið og hefur að geyma skemmtilegt safn verkefna sem hafa það að mark- miði að þjálfa lestur. Dagana 21.—25. ágúst sátum við á skólabekk í Kennaraháskólanum í Emdrup. Þar fluttu fyrirlestra þau Gerd Gabrielsen og Erik Poulsen sem bæði eru lektorar við Institut for fremmedsprog í Lærerhojskolen. Fjölluðu þau um nýjungar í kennslu erlendra tungumála, m.a. notkun myndbanda og áhugasvið nemenda í kennslu. Þar var og minnst á mynd- band er heitir Vandkassen og hvernig má nota það í dönskukennslu. Þetta myndband er til hér á landi. Ég leyfi mér að mæla með að dönskukennarar sæki námskeið á borð við þetta. Það er haldið annað sem fyrst og nýta þann tölvukost sem til er í mörgum skólum á íslandi. Lokaorð Eins og sést af framansögðu þá vor- um við mjög ánægðar með þetta nám- skeið og sama gilti um aðra þátttak- endur. Við lærðum heilmikið og fengum margar hugmyndir til að nota í kennslu. Við nutum þess að vera á notalegum stað í yndislegu veðri með skemmtilegu fólki. Takk fyrir okkur! Hallfríður Helgadóttir Hrund Ólafsdóttir FG hvert ár og er með svipuðu sniði í hvert sinn. Það er von mín að dönsku- kennurum gefist áfram kostur að sækja námskeið í Danmörku. Það hressir upp á dönskunnáttu kennara og gefur þeim nýjar hugmyndir í kennslu. Ekki væri verra að fleiri námskeið væru í boði svo að kenn- arar sem duglegir eru að sækja nám- skeið eigi ekki á hættu að lenda aftur á svipuðu námskeiði og síðast. Að lokum vil ég taka það fram að nám- skeiðið var í flesta staði mjög gott. Svo vil ég þakka öllum þeim sem að því stóðu. Valgerður Guðjónsdóttir Snælandsskóla í Kópavogi 19

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.