Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 30

Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 30
FRÁ FÉLAGI ÞÝSKUKENNARA 12. febrúar I Félagi þýskukennara eru rúmlega hundrað félagar. Starf félagsins á síð- astliðnu ári var með nokkuð hefð- bundnu móti. Á aðalfundi félagsins, sem að þessu sinni var haldinn í maí, var kjörin ný stjórn en frá því hefur þegar verið greint í Málfríði. Átta kennurum var veittur styrkur til að taka þátt í námskeiðum sfðastliðið sumar. Er hér um að ræða þrjá Goethe- styrki, þrjá styrki frá Deutsche Aus- landsgesellschaft í Lúbeck og tvo styrki frá stjórnvöldum Þýska alþýðu- lýðveldisins. Níunda þing alþjóðasamtaka þýsku- kennara (IDV) var haldið í Vínarborg 31. júlí tii 4. ágúst síðastliðinn. Auk fulltrúa Félags þýskukennara í IDV sátu fimm aðrir þýskukennarar þingið sem var mjög fjölmennt. Yfir 1100 full- trúar voru á þinginu. Þing sem þetta eru haldin á þriggja til fjögurra ára fresti. Næsta þing er áætlað að halda í Leipzig árið 1993. Deildarstjórafundur var haldinn í nóvember og kom í ljós að á einum degi var ekki unnt að ræða og taka af- stöðu til þeirra ýmsu málefna sem efst eru á baugi hjá þýskukennurum. Var því ákveðið að halda deildarstjóra- fund á vormisseri og verður hann haldinn í seinni hluta marsmánaðar. Aðalefni þess fundar verður „Kennslu- bækur í þýsku í íslenskum framhalds- skólum". Þýskukennurum er mikill fengur í að fá tækifæri til að taka þátt í hinni margvislegu menningarstarf- semi Goethe-stofnunar á íslandi. Á vegum stofnunarinnar koma t.d. rit- höfundar og lesa úr skáldverkum sín- um og settar eru upp margvfslegar sýningar. I samvinnu við Germaníu sýnir Goethe-stofnun þýskar kvik- myndir tvisvar í mánuði. Á Þýska bókasafninu er síðan unnt að fá lánað- ar bækur, hljómplötur og myndbönd. Þýskukennarar notfæra sér þessa þjónustu í æ ríkara mæli. Að lokum skal þess getið að Félag þýskukennara hyggst halda námskeið á sumri komanda auk þess sem nokkr- ir félagar taka væntanlega þátt í nám- skeiði STIL í júní. Oddný G. Sverrisdóttir formaður STJÓRNARSKIPTI f FÉUGI DÖNSKUKENNARA 20. febrúar Frá félagi dönskukennara er það helst að frétta að á síðasta aðalfundi fé- lagsins sem haldinn var 1. febrúar sl. urðu nokkrar breytingar á stjórn þess. Fjórir stjórnarmenn viku úr stjórn- inni: Ósa Knútsdóttir, formaður, Ragnhildur Pálsdóttir, varaformaður, Elísabet Valtýsdóttir, meðstjórnandi, og Svandís Ólafsdóttir sem sat í vara- stjórn. Þeim eru hér með þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins. í stað þeirra voru kosnar: Aðalbjörg Björns- dóttir, Málfríður Þórarinsdóttir, Val- gerður Guðjónsdóttir og Vilborg Halldís ísaksdóttir. Hin nýja stjórn hefur skipt með sér störfum á eftirfar- andi hátt: Formaður: Michael Dal. Varaformaður: Þórunn Erna Jessen. Michael Dal. Gjaldkeri: Erla Hlín Hansdóttir. Ritari: Málfríður Þórarinsdóttir. Meðstjórnandi: Valgerður Guðjóns- dóttir. í varastjórn eiga sæti: Aðalbjörg Björnsdóttir. Vilborg H. ísaksdóttir. Michael Dal lauk cand. phil. prófi f norrænum fræðum frá háskólanum í Kaupmannahöfn árið 1987. Síðan 1985 hefur hann kennt í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla og árin 1986 og 1987 kenndi hann við dönskudeild Háskóla íslands. 30

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.