Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 29

Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 29
Fjárstyrkur sá, sem franska sendi- ráðið hét félaginu frá franska utanrík- isráðuneytinu, hefur nú borist okkur í hendur og kunnum við þessum aðilum bestu þakkir fyrir. Næsti félagsfundur hefur ekki verið ákveðinn en upplýsingar um hann verða sendar félögum þegar þar að kemur. Guðný Sigurðardóttir formaður Frá félagi norsku- og sænskukennara 12. febrúar Hér skal í stuttu máli gerð grein fyr- ir því helsta í starfi félagsins undanfar- ið ár. Aðalfundur Félags norsku- og sænskukennara var haldinn í desem- ber sl. Engar breytingar urðu á stjórn félagsins þar sem lögð var fram tillaga um að hún sæti til tveggja ára í senn og var tillagan samþykkt. Stjórnina skipa nú: Ingibjörg Sigurðardóttir, formaður, Anne-Berit Mörch, vara- formaður, Ingegerd Narby, ritari, Björg Á. Juhlin og Sigrún H. Hallbeck, gjaldkerar, og María Þorgeirsdóttir, varamaður. í október sl. hélt félagið ásamt Fé- lagi dönskukennara fjölsótt námskeið í Norræna húsinu fyrir kennara í nor- rænum málum þar sem norski kenn- arinn Anne-Karin Korsvold fjallaði um „skrivprocessen i sprákundervisn- ing“ (ritun í málakennslu). Grein eftir hana um ritun í tungumálakennslu birtist f októberblaði Málfriðar. Tii við- bótar við þetta námskeið var haldið námskeið fyrir norsku- og sænsku- kennara skömmu síðar þar sem kynnt- ar voru nokkrar aðferðir í tungumála- kennslu. Fjallað var um „tileinkun orðaforða", sem Sigrún H. Hallbeck sá um að kynna. Annað meginefni var „sjálfstæð vinna“ (sjálvstándigt ar- bete) í umsjá Bjargar Juhlin. Reyndust þessi námskeið bæði hagnýt og fræð- andi, enda er sjálfsagt að kynna sér helstu nýjungar í málakennslu eins og kostur er. Fastur liður í skólastarfinu er nem- endaskiptaferðir og fóru t.d. nemend- ur í norsku úr 7. bekk til Spydeberg í Noregi í ágúst sl. Norræna ráðherra- nefndin, Norræna félagið og mennta- málaráðuneytið veittu styrk til ferðar- innar. Fyrirhugaðar eru fleiri ferðir í vor og á hausti komanda og hljóta slíkar ferðir að veita nemendum og kennurum gott tækifæri til að efla og styrkja tengslin við nágrannaþjóðirnar. í byrjun marsmánaðar nk. verður haldin norsk/sænsk kvikmyndavika í Norræna húsinu, ætluð nemendum í norsku og sænsku. Hefðbundin kennsla fellur þá niður, en nemendur vinna síðan verkefni í tengslum við þá mynd sem þeir hafa séð. Nokkrir kennarar halda á norrænt málanámskeið í Kungálv í Svíþjóð í lok febrúar. Sjötta apríl verður hald- ið námskeið fyrir kennara í félaginu og ber það yfirskriftina „Talþjálfun nemenda í tungumálakennslu", og munu dönskukennarar einnig taka þátt í námskeiðinu. Það verður haldið í Norræna húsinu og fyrirlesari verður Bo Arne Skiöld sem hefur verið lektor í aðferðafræði við Kennaraháskólann í Stokkhólmi. Hann hefur sérhæft sig í þjálfun nemenda vð að tjá sig munnlega og mun kynna margvíslegar aðferðir þar að lútandi. Að lokum: I byrjun febrúar voru staddir hér á landi sænski vísnasöngv- arinn Axel Falk og gítarleikarinn Bengt Magnússon sem fluttu Bell- man-dagskrá í Norræna húsinu og á Akureyri í tilefni 250 ára afmælis söng- og vísnaskáldsins Carl Michael Bellman. Fengust þeir til að koma og syngja fyrir nemendur í sænsku og aðra sem áhuga höfðu í Menntaskól- anum við Hamrahlíð við góðar undir- tektir og hefur eflaust reynst mikil upplyfting í vetrarkuldanum að hlýða á nokkra létta Bellmanssöngva. Ingibjörg Sigurðardóttir formaður BÆKUR FERÐALÖG Ferðaskrifstofan Land og Saga skipuleggur ferðina fyrir þig hvort sem hún er um eigið land eða til útlanda. Höfum umboð fyrir fjölda málaskóla. í Sögubúðinni færðu bækur um ísland og eftir íslenska rithöfunda á erlendum tungumálum. Úrval vasabrotsbóka á þýsku og frönsku. Höfum fyrirliggjandi flestar námsbækur fyrir framhaldsskóla. Sérpöntum námsbækur fyrir tungumálakennslu. Láttu fagfólkið vinna verkin fyrir þig, þér að kostnaðarlausu. Ferðaskrifstofan Land og Saga BANKASTRÆTI 2 - SÍMI 91-627144 29

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.