Málfríður - 15.04.1990, Side 10

Málfríður - 15.04.1990, Side 10
tractive."). Þriðja stigið felst svo í inn- limun verkins í nýtt mál og merking- arheim. Nýjungin í kerfi Steiners felst hins vegar í fjórða stiginu því hann álítur þýðingarferlinu ekki lokið fyrr en til er verður jafnvægisleit milli frumtexta og þýðingar og fram kemur hvaða ljósi þýðingin bregður á frum- textann („The enactment of reciproc- ity in order to restore balance is the crux of the métier and morals of translation.”). Könnun á þessu fjórða stigi getur verið afar margbrotin og tekið til hverskonar túlkunarviðbragða í þýð- ingu sem kannski verða til að móta almenn viðhorf til erlendra verka og höfunda í landi þýðandans. Ef ræða á viðhorf íslenskra lesenda til Williams Heinesens og verka hans, svo dæmi sé tekið, þá kann núorðið að vera óhjákvæmilegt að taka einkum mið af þeim Heinesen sem Þorgeir Þorgeirs- son hefur „skapað” íslendingum. í þeirri yfirfærslu er eflaust dregið fram eitthvert svipmót sem ekki þyrfti að vera mjög auðkennilegt í verki Heine- sens, væri það einungis til á frummál- inu, en verður að sterku einkenni þess fyrir tilverknað þýðingarinnar. Að mati Steiners „endurgjalda” allar veigamiklar þýðingar frumtextum sín- um eitthvað á slíkan hátt. (Og kannski má segja að ekkert verk sé fullreynt fyrr en það hefur verið þýtt.) Hér er í rauninni um að ræða eðli- lega afleiðingu af áðurnefndu merk- ingarlegu misgengi sem þýðingar þurfa að búa við. Þetta fjórða stig sem felst í túlkunarhreyfingu frá þýðing- unni aftur til frumtextans getur birst í yfirbragði heils höfundarverks jafnt sem í einstökum orðum eða setning- um. Tökum sem dæmi upphafsorð tveggja skáldsagna. Moby Dick eftir Herman Melville hefst á frægu ávarpi sem kann að virðast auðvelt að þýða: „Call me Ishmael!” Vandi kann þó að felast í því að ekki er hægt að sjá af sögninni hvort ávarpað er í eintölu eða fleirtölu. í skáldsagnahefð á enskri tungu er algengara að lesandi sé ávarpaður í eintölu, en í þýðingu Júlí- usar Havsteen er sögnin í fleirtölu: „Kallið mig ísmael!”13 Vera má að þýðanda hafi hreinlega þótt þetta hljóma betur en „Kallaðu mig ísma- el!“ sem kann þar að auki að vera fullkumpánlegt (benda má á að fleir- talan í íslensku þýðingunni gæti verið þérunarform). Hér gætu hafist vanga- veltur um það hvort munurinn á eintölu- og fleirtöluávarpi skipti máli fyrir samband sögumanns og lesanda í sögu sem snýst svo mjög um ein- semd og einæði — og þar með hefði þetta þýðingarsjónarhorn vísað okk- ur á mikilsvert umræðusvið. Önnur sögubyrjun, sem verðskuld- ar frægð, hljóðar svo: „1 did not kill my father.“ Með þessari skemmtilegu neitandi vísun til vestrænnar Ödipus- arhefðar hefst skáldsaga Ian McEwans, The Cement Garden. í þýðingu Einars Más Guðmundssonar hljóðar hún svo: „Ég drap ekki pabba.“14 Það má nokkuð deila um það hvaða ljósi þessi stutta íslenska yfirlýsing varpar á frumtextann. Sumum kann að þykja þessi gæluyrðing við hæfi þar sem sagan gerist í heimi barna og ung- linga, en aðrir gætu talið að ástæða hefði verið til að halda hinum form- lega stíl sem sýnist vera hér á frum- textanum og sem kannski á stóran þátt í írónískum blæ hans: „Ég drap ekki föður minn.“ Þannig geta sprottið miklar umræð- ur af einstökum orðum og setningum, hvað þá lengri orðræðum. Og slíkar umræður eru ekki síst áhugaverðar fyrir þá sök að þær snúast ekki bara um íslenskt orðalag heldur um merk- ingu á mörkum tungumála. Þetta tengist þriðja og viðtækasta hlutverki þýðingaumræðunnar sem ég held að geti verið frjó í menntun og námi. Þar á ég við það útvíkkaða um- ræðusvið er ég gat um hér að framan. Slík umræða krefst að vísu samvinnu ýmissa greina, en einmitt þannig gæti þýðingafræði orðið mjög spennandi „milligrein" og hjálpað til við að brjóta niður múra sérhæfingarinnar. Ein veigamesta spurningin í íslenskri menningu nú á dögum er sú hvernig gengið sé til móts við erlent efni sem flæðir til okkar á öllum sviðum. Hér getur þýðingaumræða orðið til að tengja saman móðurmálsrækt, kunn- áttu í erlendum málum og þekkingu á einstökum sviðum. Geysistór hluti bæði almenns dæg- urefnis og sérhæfðs fróðleiks, bæði nytjatexta, skemmtiefnis og listræns máls, sem miðlað er til íslendinga um sjónvarp, útvarp, dagblöð, tímarit og bækur, er þýðingar (í sumum tilfellum, eins og í kvikmyndum, tökum við á móti tveimur tungumálum samtímis). Nægir að hugsa til þess fréttamagns sem þýtt er ofan í okkur á degi hverj- um til að skynja að veruleiki okkar er ofurseldur ýmsum þýðingalögmálum. Hvernig er efni valið úr til þýðingar, hvar er fyllt upp í tóm textans og hvar verður til nýtt tóm? Þeir sem kanna heimsmynd sam- tímafólks á Islandi og stunda menn- ingarrýni — og nám á ekki síst að felast í slíkri könnun og rýni — ættu ekki að geta komist hjá því að hugsa um þýðingar. 1. Sjá t.d. ummæli Georgs Föhrweissers og Auðar Hauksdóttur í greinum þeirra í Málfrídi, 1. tbl., 1. árg., desember 1985. 2. Cicero, Den finibus bonorum et malor- um, dönsk þýð. Thure Hastrup, Ciceros filosofiske skrifter, II. bindi, Kaup- mannahöfn 1968, bls. 418—419. 3. Hóras (Horace), Satires, Epistles and Ars Poetica, ensk þýð. H. Rushton Fair- clough, London 1926. 4. Roman Jakobson: ,,On Linguistic Aspects of Translation", í ritinu On Translation, ritstj. R.A. Brower, Harvard University Press, Cambridge, Massa- chusetts 1959, bls. 233. 5. Sjá grein mína „Bókmenntir og þýðing- ar“ í Skirni 1984, bls. 23, og bókina Translation Studies eftir Susan Bassnett- McGuire, Methuen, London og New York 1980, bls. 38. 6. Peter Newmark;' A Textbook of Trans- lation, Prentice*Hall, London 1988, bls. 4. SL stendur fyrir „source language" og TL fyrir „target language". 7. Um þýdingar, Iðunn 1988, bls. 71. 8. Um þýdingar, bls. 104. 9. Líkanið er sótt í bók Susan Bass- nett-McGuire, Translation Studies, bls. 16. 10. Jirí Levý: Die literarische Ubersetzung. Theorie einer Kunstgattung, þýð. Walter Schamschula, Athenáum Verlag, Bonn og Frankfurt am Main 1969, bls. 33. 11. Laura Bohannan: „Shakespeare in the Bush“, Natural History. The Joumal of the American Museum of Natural History, Vol. LXXV, no. 7, Aug.-Sept. 1966, bls. 29-30. 12. Georg Steiner: After Babel: Aspects of Language and Translation, Oxford Uni- versity Press, London 1975, bls. 296- 303. 13. Mobý Dick, Almenna bókafélagið 1970, bls. 5. 14. Steinsteypugarðurinn, Almenna bókafé- lagið 1987, bls. 7. Eg þakka Garðari Baldvinssyni gagnrýninn lestur á þessari grein í handriti og gagnlegar athugasemdir. 10

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.