Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 22
hátt. Nægir í því sambandi að nefna ótakmarkað framboð á myndefni á er- lendum málum. Hin „kommunikativu" viðhorf leggja áherslu á að myndtextar séu fjölbreytilegir og lifandi textar. í byrj- un eru notaðar stuttar senur eða klipp og útbúin við þau verkefni sem krefj- ast virkni af hálfu nemandans. Mynd- textinn birtir hér allt í senn, hljóð, mynd og texta, ásamt þeim veruleika sem textinn gerist í eða vísar til. Með öðrum orðum, myndtextinn sýnir raunverulegar aðstæður málnotkunar- innar. Hér er ekki aðeins átt við þær persónur, sem hlutverk hafa í mynd- textanum, heldur og allt ytra um- hverfi, bæði félagslegt, menningarlegt og landfræðilegt. Slíkt er ómetanlegt í tungumálakennslu þar sem alls ekki er sjálfgefið að nemendur þekki land eða siði viðkomandi þjóðar af eigin raun og þar með þann veruleika sem tungumálið vísar til og hrærist í. Framandi og óþekkt umhverfi eykur oftar en ekki á öryggisleysi nemand- ans gagnvart viðfangsefni sínu. Þegar í hlut eiga nemendur, sem eru tiltölulega skammt komnir í mála- náminu, auðveldar myndmálið nem- andanum að geta sér til um merkingu orða, þ.e. að geta í eyðurnar og skilja samhengi textans. Hlutverk sem Andrés heitinn önd gegndi á árum áð- ur. Vel gerð verkefni við myndtexta skerpa athygli og ýta undir alyktunar- hæfni nemandans. Á fyrri stigum málanámsins er mikilvægt að mynd- textarnir séu aðgengilegir, afmarkaðir og hæfilega þungir. Verkefnin beinast þá oftast að tilteknum orðaforða, kurt- eisisreglum eða málvenjum. Þessi verkefni eru undanfari fjölbreytilegra verkefna, svo sem að nota myndbönd við öflun upplýsinga um tiltekið efni eða að líkja eftir afmörkuðum hlut- verkum eða aðstæðum. Þegar enn lengra er komið verða myndtextarnir lengri, þyngri og flóknari og verkefn- in gera nýjar kröfur til nemandans. Smám saman reynir meira á frum- kvæði nemandans uns hann framleið- ir sjálfur eigið myndefni á grundvelli þekkingar sinnar og sköpunargáfu. Má þar t.d. nefna veðurfréttir, frétta- tíma, auglýsingar og viðtals- og kynn- ingarþætti. Myndtextar og verkefni við þá þykja nú eðlilegur þáttur á öllum stigum málanámsins. Myndtextarnir geta á margvíslegan hátt tengst þemum námsbóka og gefið efninu nýjar dýpt- ir. Þeir geta jafnframt haft sérstakt gildi við lestur bókmennta. En jafnframt geta myndtextar verið þungamiðja í verkefnavinnu og annarri skapandi vinnu nemenda, bæði sem heimilda- textar og sem fyrirmynd eða upp- spretta við framleiðslu eigin mynd- texta. Flimmer Myndbandið Flimmer, sem gefið er út af DSB, hefur að geyma 5 þema- skipta þætti, en þeir eru: 1. Reklamer, 2. Vovehalse, 3. Dansk humor, 4. Unge talenter og 5. Ung musik i Dan- mark. Hver þáttur samanstendur af 2—5 stuttum, sjálfstæðum myndtext- um eða klippum sem tengjast efn- islega. Bertha Sigurðardóttir og Michael Dal hafa unnið samnefnda verkefna- bók við myndbandið. Verkefnin eru fjölbreytileg að gerð og henta vel byrj- endahópum í framhaldsskóla. Verk- efnin krefjast nákvæmrar vinnu með myndtextana, bæði hvað varðar orða- forða, hlustun og heildarskilning á efn- inu. Auk skilnings á texta eru verkefnin samin með það í huga að festa og auka orðaforða, bæði með bundnum innfyllingaræfingum og mismunandi efnisspurningum. Jafn- framt er lögð áhersla á alhliða mál- þjálfun með frjálsum skriflegum og munnlegum æfingum. Hver myndtexti er stuttur, þannig að auðvelt er að endursýna hann og beina athyglinni að tiltekinni mál- notkun, siðum eða málvenjum. Mynd- textarnir sýna ólíkar aðstæður og birta okkur konungsríkið frá ýmsum hliðum. Efni myndbandsins er á allan hátt fjölbreytilegt og þvf má hæglega tengja það öðru námsefni í dönsku á beinan eða óbeinan hátt. T.d. er upp- lagt að nota kafla um fimleikastjörnu í tengslum við kaflann ,,Sport“ í Dansk uden problemer, kaflana um S-togene í tengslum við ,,Ferie“ og viðtölin við ungt hæfileikafólk gæti gefið kaflan- um „Ungdom" í Dansk uden problemer meiri dýpt. Myndtextar með tónlist og söngvum eru mjög vel til þess fallnir að þjálfa framburð, einkum þar sem textinn er rímaður. Nokkrir textanna gætu verið ákjósan- leg fyrirmynd sjálfstæðrar textagerðar nemenda. Má þar nefna auglýsinga- texta og viðtalstexta. Þar sem oft reynist mjög erfitt að finna áhugaverða myndtexta af hæfi- legu þyngdarstigi og lengd fyrir um- ræddan nemendahóp tel ég mikinn feng að þessu aðgengilega mynd- bandi. Það eykur enn gildi mynd- bandsins að unnin hefur verið við það verkefnabók sem er vönduð að allri gerð og ber vott um aðferðafræði- lega yfirsýn og metnað höfunda. Það er ótvíræður kostur að hér er um raun- texta að ræða og að nemendur kynn- ast Danmörku, ásamt þekktum per- sónum og atburðum úr dönsku þjóð- lífi um leið og þeir fást við dönsku- námið. Auður Hauksdóttir Flensborgarskóla 22

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.