Málfríður - 15.04.1990, Síða 12

Málfríður - 15.04.1990, Síða 12
RÚNAR INGIBJARTSSON matvælafræðingur Rúnar starfar sem matvælafræðing- ur hjá Nóa-Síríusi. Hann notar erlend tungumál í starfi sínu, við bréfaskrift- ir, lestur tímarita, í viðræðum, samn- ingagerð og á ráðstefnum. Rúnar lærði dönsku í sex ár í skóla, ensku í fimm ár og þýsku í þrjú ár. Hann segir tungumálakunnáttu sína ekki alltaf hafa nægt sér í starfi, en málin bjarg- ist með góðum vilja beggja aðila. Rún- ar er ánægður með þá málakennslu sem hann fékk í skóla og telur ekki að áherslur hefðu átt að vera aðrar í henni. Danska og enska eru þau tungumál sem Rúnar hefur náð bestum tökum á. Hann vildi gjarnan bæta kunnáttu sína í þýsku tal- og ritmáli. Rúnar hefur ekki þurft á þjónustu túlks að halda. Hann segir að hver sá sem vill vera gjaldgengur í alþjóða- samskiptum þurfi að hafa gott vald á erlendum málum, og því telur hann aukna tungumálakennslu samhliða öflugri íslenskufræðslu gagnlega. Sighvatur notar erlend tungumál í starfi við bréfaskriftir, lestur, viðræð- ur, samningagerð og á ráðstefnum. Hann lærði dönsku í sjö ár, ensku í sex ár og þýsku í fjögur ár. Bestum tökum náði hann á ensku og dönsku. Enskukunnáttu sína þakk- ar hann almennri skólagöngu og miklum lestri vasabrotsbóka. Hins vegar gekk honum bagalega að tala dönsku, en hann settist að í Dan- mörku við nám. Sighvatur segir tungumálakunnáttu sína hafa nægt ágætlega í starfinu. Hann hefur þó þurft að nota túlk. Hann telur nauðsynlegt að leggja mun meiri áherslu á talæfingar í skóla, auk þess sem byrja mætti tungumála- kennsluna fyrr. Ritað mál skipar ann- að sæti á áherslulistanum. Bréfa- skriftir, lestur blaða og skýrslugerð myndu gera námið líflegra og væri hið daglega amstur atvinnulífsins þannig fléttað inn í námið. Lestur og hlustun skipa þriðja og fjórða sæti. Sighvatur telur að þörf verði á auk- inni tungumálakennslu í framtíðinni, því að heimurinn verði sífellt minni. Tengsl þjóða aukist, svo og viðskipta- tengsl. Hann leggur áherslu á nauð- syn þess að geta talað erlend mál, ekki síst til að efla sjálfstraustið. SIGHVATUR BJARNASON sölustjóri hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda SÓLRÚN JENSDÓTTIR skrifstofustjóri í Menntamálaráðuneytinu Sólrún notar erlend mál í viðræð- um, á ráðstefnum, við lestur tímarita, bréfaskriftir og samningagerð. Hún lærði dönsku í fimm ár, ensku í sex, þýsku í fimm og frönsku og latínu í tvö ár. Sólrún telur þessa kunnáttu hafa nægt sér í starfi. Hún segist þó hvorki tala þýsku né frönsku að gagni og frönsku lesi hún takmarkað. Hún álít- ur að talmál og hlustun hefðu mátt skipa hærri sess í kennslu en raun varð á. Sólrún telur sig hafa náð bestum tökum á ensku og þakkar það dvöl er- lendis við nám og starf. Hún hefur ekki unnið markvisst að því að bæta tungumálakunnáttu sína eftir að námi lauk. Hygði Sólrún á frekara tungu- málanám færi hún til lands þar sem viðkomandi tungumál væri talað. Sólrún hefur þurft að nota túlk í samskiptum við finnskumælandi Finna. Hún telur ekki þörf á aukinni tungumálakennslu hér á landi, en álítur að hana mætti gera markvissari. 12

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.