Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 28
FRÉTTIR - FRÉTTIR - FRÉTTIR Frá STÍL Formenn og fulltrúar samtaka tungumálakennara víðs vegar á Norð- urlöndum funduðu í Ósló í september sl. Þar var ákveðið að næsta nám- skeið á vegum Nordsprák yrði haldið hér á landi og yfirskrift námskeiðsins yrði „Grammatik i kommunikativ undervisning". Námskeiðið verður haldið á Akra- nesi 25.—30. júní nk. Tveir fyrirlesar- ar munu koma frá Bretlandi, einn frá Svíþjóð og einn frá Finnlandi og e.t.v. einn frá Noregi. Munu allir þessir aðilar fjalla um efni námskeiðsins frá ýmsum sjónarhornum, Bretarnir í tvo daga, Norðurlandabúar í tvo daga og einn dagur er ætlaður til kynnisferðar. Sex tii átta manns eiga rétt á að sækja námskeiðið frá hverju hinna Norður- landanna. Námskeiðið er opið íslend- ingum og verða umsóknareyðublöð send út bráðlega. Bertha S. Sigurðardóttir formaður Frá félagi dönskukennara Dagana 24.-28. febrúar voru hald- in í Sviþjóð endurmenntunarnám- skeið fyrir framhaldsskólakennara sem kenna norræn mál, bæði sem móðurmál og erlend mál. Námskeið þessi voru fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni en fulltrúar frá Nordiska sprák- och informations- centret í Helsinki og Norsprák sáu um undirbúning og skipulagningu. Auð- ur Hauksdóttir og Michael Dal hafa unnið að undirbúningi námskeiðsins fyrir hönd Félags dönskukennara. Sjö dönskukennarar og tveir sænsku- kennarar tóku þátt í námskeiðinu og fengu þeir ferðastyrk frá Menntamála- ráðuneytinu. Félag dönskukennara mun í sam- vinnu við norsku- og sænskukennara gangast fyrir námskeiði föstudaginn 6. aprfl í Norræna húsinu. Fyrirlesari verður Bo Arne Skiöld, lektor í að- ferðafræði við kennaraháskólann í Stokkhólmi. Námskeiðið mun fjalla um ýmsar aðferðir til þes að fá nem- endur til að tala f kennslustundum. Skiöld fjallar um ýmsar kenningar varðandi þetta efni og sýnir í verki hvernig hægt er að beita þeim á mis- munandi hátt í kennslustundum. Námskeiðið er ætlað bæði grunn- og framhaldsskólakennurum. í sumar mun félagið gangast fyrir námskeiði á Schæffergárden dagana 30. júlí til 10. ágúst. Efni námskeiðs- ins er „Litteratur og landeskunde" og kennarar eru Erik Skyum Nielsen, Knud Anker Jensen, Karin Risager og John E. Andersen. Undirbúningur og stjórn námskeiðsins eru í höndum Erlu Elfnar Hansdóttur og Michaels Dal. Að lokum skal geta þess að árlegt námskeið NORDSPRÁK (Samtaka nor- rænna móðurmálskennara og kenn- ara sem kenna norræn mál sem erlend mál) verður haldið í Þórshöfn í Færeyjum. Efni námskeiðsins er að þessu sinni „Mode med de nordiske randkulturer — myter og identitet". Michael Dal formaður Frá félagi enskukennara 30. janúar í tilefni af tuttugu ára afmæli félags- ins í nóvember síðastliðnum var Heimir Askelsson, lektor, gerður að heiðurs- félaga þess. Starfsemin í vetur er með þeim hætti að mánaðarlegir félagsfundir eru haldn- ir í húsnæði Kennslumiðstöðvarinnar að Laugavegi 166 síðasta laugardag hvers mánaðar. Á fyrsta fundi þessa árs var fjallað um kanadískar bók- menntir og ennfremur um enska söng- texta. Á febrúarfundinum er fyrir- hugað að nokkrir kennarar lýsi kennsluaðferðum sem gefist hafa vel. Á vegum félagsins er starfandi les- hringur sem komið var á laggirnar á októberfundi þess. Þar eru lesnar skoskar bókmenntir undir leiðsögn Julian M. D’Arcy sem er í stjórn félags- ins. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er reynt og lofar góðu. Nú fer fram endurskoðun bóka- skrár yfir námsefni í ensku sem kennt er á framhaldsskólastigi. Verk þetta er framkvæmt að beiðni og á kostnað Menntamálaráðuneytisins. Halla Thor- lacius vinnur þetta verk fyrir FEKÍ. FEKÍ er aðili að alþjóðasamtökum enskukennara (IATEFL). Árlegar ráð- stefnur, sem reyndar jafnast á við námskeið, eru haldnar f mars. i þetta sinn er ráðstefnan haldin í Dublin dagana 27,—30. mars. Þegar hafa átta enskukennarar ákveðið þátttöku. Kristín Guðmundsdóttir formaður Frá félagi frönskukennara 17. janúar Félagsfundur var haldinn 11. nóv- ember síðastliðinn og var hann vel sóttur. Fundarstaður var Lækjar- brekka. Efni fundarins var: Náms- gcignastofnun (aðild okkar að Kennslugagnamiðstöð), „Innra starf framhaldsskóla" og frönskukennsla í 9. bekk grunnskóla. Eydís Guðmunds- dóttir, kennari við MR, var kjörin full- trúi okkar í STÍL í stað Rósu Gestsdótt- ur. Gestur fundarins, dr. Einar Símonarson frá HÍ, fjallaði síðan um stöðu franskra raunvísinda með tilliti til leiðbeininga HÍ til nemenda fram- haldsskóla. Dagana 26. til 27. janúar verður haldið stutt námskeið fyrir frönsku- kennara. Kennarar á námskeiðinu koma frá Montpellier og fjalla um efn- ið „Frangais parlé“. í tengslum við námskeiðið verður haldinn deildar- stjórafundur laugardaginn 27. janúar. Meðal annars verður rætt um kennslu- aðferðir og „Entrée Libre“ kynnt. 28

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.