Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 5
gefið upplýsingar um ólíka hluti, heilsað og kvatt, beðið afsökunar o.s.frv. Síðasti þátturinn, tími og rúm — sem raunar er sá sem mest hefur verið deilt um — snýst svo um þann orðaforða sem fjallar um magn og gæði, staðsetningu, stærð, hraða, tíma, dagsetningar og þess háttar. Van Ek telur að lágmarksþekkingu á þessum þremur sviðum sé hægt að ná með því að kunna aðeins 1500 orð í mál- inu. Þar af þyrfti nemandinn að geta notað rúmlega 1000 og skilið tæp- lega 500 til viðbótar. Þessu takmarki telur hann að megi ná eftir 100 til 150 kennslustundir. Þessar kenningar Van Eks hafa orð- ið mjög útbreiddar siðustu 10 árin eða svo og hafa fjölmörg Evrópulönd —til dæmis Danmörk og Noregur — farið þess á leit við Evrópuráðið að það ákvarðaði þau atriði í viðkomandi máli sem teldust lágmarksþekking og er þetta án efa gert með málefni innflytj- enda í huga. Það eru einna helst Frakkar sem ekki hafa viljað sætta sig við aðferð Van Eks. Ári eftir að hann hafði birt hugmyndir sínar, þ.e. 1976, settu þeir Daniel Coste og Eddy Rou- let fram mjög ólíkar kenningar um hvað skyldi teljast lágmarksþekking á erlendu tungumáir(„Un niveau-seuil“). Frakkarnir gáfu sér þá forsendu að nemendurnir væru ekki aðeins skóla- fólk heldur einnig innflytjendur og fólk með ýmiss konar verkþekkingu, sem þyrfti að læra hið nýja mál til að geta beitt henni. í stórum dráttum má segja að franska kerfið geri snöggtum meiri kröfur til nemandans en hug- myndir Van Eks, enda er það þrefalt stærra að vöxtum. Evrópuráðið bygg- ir hins vegar hugmyndir sínar á tillög- um Hollendingsins. Við skulum nú víkja að helstu nið- urstöðum sem settar voru fram í verk- efni 12 og hverju Evrópuráðið mælir með að aðildarlöndin hrindi í fram- kvæmd. Sú skýrsla er átta þéttskrifað- ar blaðsíður svo að hér verður einungis drepið á helstu atriðin. I fyrsta lagi eru aðildarþjóðirnar hvattar til að koma á málakennslu sem lagi sig að þörfum og getu nemenda („communicative language teaching"), enda sé um það samstaða innan Evr- ópuráðsins að sú aðferð sé heppileg- ust til að ná markmiðum þess. Þá er bent á að þjálfa þurfi kennaranema í aðildarlöndunum með þessa kennslu- aðferð í huga. Næsta atriði varðar nauðsyn þess að aðildarlöndin hlúi sérstaklega vel að möguleikum inn- flytjenda og flóttamanna til tungu- málanáms. Því næst er hvatt til þess að sú samvinna, sem þegar er komin á laggirnar innan ýmissa Evrópurikja á sviði iðnfræðslu og náms á fram- haldsskólastigi („the interaction net- work“), verði aukin. Bent er á kosti þess að þjálfa nemendur í málanámi með því að kenna aðrar námsgreinar, til dæmis sögu eða landafræði, á ein- hverju erlendu máli. Þá eru aðildar- löndin hvött til að taka þátt í samstarfi milli kennara í hinum ýmsu kennara- háskólum í Evrópu. Einnig er lögð áhersla á að endurmennta þurfi tungu- málakennara á framhaldsskólastigi og innan fullorðinsfræðslunnar. Þá er bent á nauðsyn þess að efla rannsókn- ir á sviði tungumálanáms og tungu- málakennslu í aðildarlöndunum. Einnig er fjallað um samvinnu á sviði prófgerðar í ljósi nýjustu þekkingar á þeim málum, og eru uppi hugmyndir um að staðla próf. Aðildarríkin eru einnig hvött til þess að fylgjast grannt með tækninýjungum sem gætu nýst á sviði tungumálakennslu og loks er þess óskað að ráðuneyti menntamála í hverju landi fyrir sig standi fyrir myndarlegu átaki til að kynna það starf sem Evrópuráðið vinnur á sviði tu ngu málakennslu. Það er alveg ljóst að þau Evrópu- lönd sem hafa hlýtt ábendingum Evr- ópuráðsins og nýtt sér þá þjónustu sem þar stendur til boða standa miklu betur að vígi á sviði menntamála heldur en þau ríki sem einungis senda fulltrúa á þing þess til málamynda. Starfandi eru á vegum Evrópuráðsins tugir nefnda („workshops") þar sem verið er að fást við allt sem er efst á baugi í málanámi og fjölmargt annað sem viðkemur kennslu og kennslu- fræðum. Að auki býður ráðið upp á aðstoð við þau riki sem vilja koma á laggirnar nútímalegri málakennslu. Það er ekki hægt að segja að Islend- ingar hafi starfað af miklum krafti í þessum samtökum Evrópuríkja, en senn fer að líða að því að nú sé að duga eða drepast. Eftir því sem Evr- ópa sameinast frekar munu síauknar kröfur verða gerðar til menntunar og ef við íslendingar viljum láta líta á okkur sem Evrópubúa verðum viö ein- faldlega að kosta því til sem þarf til að bæta skólakerfið og það verður ekki gert með fáeinum „átökurn" hér og þar. Annars getum við einfaldlega hætt að bera okkur saman við aðra Evrópubúa því að þeir munu li'ta á okkur sem hvert annað vanþróað riki ef við drögumst lengra aftur úr þeim í menntamálum. Jacqueline Friðriksdóttir, æfingakennari Æfingaskóla Kennaraháskólans 5

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.