Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 18
Ingunn Garðarsdóttir lauk kennaranámi frá Háskóla íslands sl. vor með frönsku sem aðalgrein. Hún hóf kennslu við Ármúlaskóla í haust. Þetta spil er hluti af þema er ber heitið „Manger et boire" og hafa nem- endur verið að vinna með þann orða- forða og málfræðiatriði sem á þarf að halda. Spilið er hugsað sem frekari þjálíun í notkun spurninga, greinis, einkum deiligreinis og orðaforða er snertir mat/fæðutegundir. Nemendum er skipt í 2—4 manna hópa og dregur hver nemandi sér þrjú spil með myndum af einhverjum matvælum. Nemendur eiga að ímynda sér að þeir komi heim með vin og vilji fá sér eitthvað í svanginn. Það eina sem þeir hafa til þess að útbúa máltíð eru sex eða færri hlutir sem eru á spil- unum þeirra. En óliklegt er að þessir sex hlutir passi saman, þ.e.a.s. að hægt sé að útbúa eitthvað úr þeim og „Manger et boire“ því mega nemendur skiptast á spil- um, þ.e. skipta við aðra hópa. Á nokkrum spilum eru peningar og má nota þá til þess að kaupa spil af öðr- um eða kaupa spil úr bunkanum með spilunum sem voru afgangs. Að sjálf- sögðu má aðeins tala frönsku. Nemendur punkta síðan hjá sér hvað þeir ætla að útbúa og skrifa mat- seðil. Athuga þarf að báðir/allir aðilar fái bæði eitthvað að borða og drekka. Nemendur fá eftirfarandi leiðbein- ingar í hendur: Vous rentrez avec un ami / une amie. Vous avez faim, mais votre ré- frigérateur n’est pas plein comme celui-ci. Vous disposez seulement de six éléments pour préparer quelque chose á manger et á boire pour votre ami(e) et vous. Vous pouvez changer d’éléments avec les autres groupes et si vous avez de l’argent vous pouvez, soit acheter une carte chez un autre groupe, soit courir au magasin du coin et y achet- er ce dont vous avez besoin (parmis le reste des cartes). 18

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.