Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 28

Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 28
Námskeið í Norræna húsinu TALÞJÁLFUN NEMENDA Laugardaginn 6. apríl 1990 gekkst Félag norsku- og sænskukennara, í samvinnu við dönskukennarafélagið, fyrir námskeiði í Norræna húsinu, sem fjallaði um talþjálfun nemenda í tungumálakennslu. Fyrirlesari var Bo Arne Skiöld, sem hefur verið lektor í aðferðafræði við Kennaraháskólann í Stokkhólmi. Hann hefur sérhæft sig í þjálfun nemenda við að tjá sig munn- lega. Aðferðir sínar hefur Bo Arne Skiöld notað í ýmsum námsgreinum, en þær eiga ekki hvað síst erindi til tungu- málakennara þar sem þjálfun í tali skiptir miklu máli. Innra samspil nemenda og kennara Bo Arne lagði áherslu á mikilvægi þess að kennarar væru uppörvandi og heiðarlegir í viðmóti sínu við nem- endur. Þeir þyrftu að vara sig á því að vera ekki með „tvöfaldan boðskap" því að nemendur eru oft naskir við að túlka líkamstjáningu. Margir nemend- ur kannast við þennan „tvöfalda boð- skap“ heiman frá sér, þar sem for- eldrar segja eitt en meina annað. Sam- skiptin verða gervileg. Þess vegna venjast sum börn því að sett sé upp einhver gríma í daglegri umgengni. Hann telur mikilvægt að kennarar geri sér grein fyrir þessu og í staðinn reyni þeir bæði að sýna sjálfir sannar og raunverulegar tilfinningar og eins að laða þær fram hjá nemendum sín- um. Skapandi samskipti Bo Arne Skiöld hélt því fram að stúlkur ættu oft auðveldara en dreng- ir með að tjá sig munnlega. Ástæðan væri sú að flestar stúlkur eiga sína bestu vinkonu sem þær segja allt. Þær væru því vanari að opna sig og tjá sig um tilfinningar sínar í sam- skiptum við aðra. Tjáningargeta drengja kæmi aftur á móti betur fram skriflega. Auk þess hafa þeir tilhneig- ingu, eins og við vitum, til þess að leiða athyglina frá þessum munnlegu tjáskiptavandræðum sínum og reyna oft að fá kennara til að sýna sér at- hygli gegnum ýmis önnur uppátæki (,,hanesyndromet“). Feimni Við vitum að margir nemendur eru feimnir og skortir sjálfstraust til að tjá sig munnlega í hópi annarra. Við vit- um líka að það eru ekki bara nemend- ur sem oft á tíðum skortir sjálfstraust heldur líka kennara. Bo Arne benti í því samhengi á aðstæður sem við kennarar þekkjum vel. Það sjálfs- traust, sem kennari hefur í kennslu- stofunni með nemendum sínum, vill oft hverfa þegar hann þarf að standa upp og tala t.d. í hópi annarra kenn- ara. Aðferðir til að ráða bug á feimni Bo Arne kynnti nokkrar marg- reyndar aðferðir, sem hann hefur prófað gegnum árin, sem stuðla að því að auka skapandi tjáskipti og losa nemendur við feimni. I þessu sam- bandi taldi hann mjög mikilvægt að æfingarnar færu fram í fremur litlum hópum — helst ekki stærri en 10—12 nemendur í hóp. a) Hlutlaus lýsing Einn nemandi í hópnum lýsir ein- hverjum hlut, sem hann hugsar sér. Nemendur og kennarar hafa áður komið sér saman um og skrifað á töfl- una orð á tungumálinu, sem gætu gagnast þeim við lýsinguna, en þar á að taka fram lögun, lit og stœrð. Nemandinn á ekki að gefa upp notkunarsvið. Allir hinir nemendurn- ir giska síðan á, hver á eftir öðrum, hvaða hlut var lýst. Sá sem lýsti hlutn- um verður ánægður ef sem flestir geta giskað á réttan hlut. Ef fáir eða engir geta giskað rétt er ljóst að nemendur þurfa að vanda sig betur við lýsingu og má ræða í hópnum hvað hefði mátt taka fram í lýsingunni. Gott er að nemendur sitji í hring eða þannig að allir sjái alla. Allir nemendur eiga að fá tækifæri til að lýsa sjálfir hlut. Við þessa æfingu má ætla að eitt- hvað af feimninni hverfi því oft geta komið upp spaugileg atvik sem létta andrúmsloftið og við það beinist at- hygli nemenda gjarnan frá þeim sjálf- um. b) Lýsing á persónulegum hlut Hér lýsir nemandi hlut eins og í fyrra skiptið, en nú er um að ræða hlut sem honum þykir vænt um. Hin- ir nemendurnir giska á eftir röð með því að spyrja stuttra spurninga um hlutinn. Mikilvægt er að nemandinn fái að halda athygli hinna allan tím- ann og að hann fái svörun. T.d. geta nemendur spurt: „Hvers vegna þykir þér vænt um þetta?" eða „Hvenær notarðu þetta?“ o.s.frv. Bo Arne telur að þeir séu ótrúlega margir sem hafa aldrei fundið fyrir þeirri tilfinningu að það sé raunveru- Iega hlustað á þá. Báðar þessar æfingar sýna hæfni nemenda til að tjá sig munnlega. Eins kalla þessar æfingar fram ýmis hug- renningatengsl, sem er mjög örvandi fyrir nemendur sem manneskjur, auk þess sem þær auka mjög á orðaforða nemenda. Bo Arne Skiöld lagði á það sterka áherslu að öll uppeldisfræði byggði á listinni að þekkja sjálfan sig og aðra. Hið manneskjulega samband kenn- ara við nemandann í daglegu starfi og stöðug ræktun þess skiptir meginmáli til þess að góður árangur náist í skóla- starfinu. Sigrún H. Hallbeck Björg Juhlin MH 28

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.