Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 15

Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 15
NEMENDASKIPTIFRÁ SVÍÞJÓD Nemendaskipti milli Norðurlanda- þjóðanna eru alltaf að aukast og leggja nemendur, foreldrar og kennarar mik- ið á sig til þess að þessar heimsóknir takist sem best. Viðhorf nemenda til lands og þjóðar sem heimsótt er mót- ast oft til frambúðar í þessum ferðum. Hvað snertir erlenda tungumálið eru svona nemendaskipti kærkomin vít- amínsprauta bæði fyrir nemendur og kennara. Hvað á að sýna gestunum og gera fyrir þá meðan á heimsókninni stend- ur? Margt stendur til boða og yfirleitt eiga menn ekki í vandræðum með að skipuleggja, svo vel fari, þessa sjö til níu daga sem gestirnir eru hér á landi. Hér kemur ein áætlunin, sem gerð var fyrir hóp sænskra menntaskóla- nema frá Norrtálje í Svíþjóð, sem var hér vikutíma í ágúst/september í ár (12 nemendur og 2 kennarar). Þeir voru að endurgjalda heimsókn ís- lenskra sænskunema til Norrtálje í ág- ústlok í fyrra og gistu þau á heimilum íslensku nemendanna, sem voru aðeins 8. Fimmtudagur 30/8. Komið til Hótels Loftleiða með rútu frá Keflavík. Gestgjafar taka á móti nemendum. Föstudagur 31/8. Nemendur hittast allir á Lækjar- torgi og skoða sig um í Reykjavík. Verslað. Kl. 13.00 mæting í Norræna húsinu. Húsið kynnt m.a. með ágætu nýju myndbandi (ca. 15 mín.). Hress- ing í kaffistofunni. Um kvöldið disk- ótek í „Hollywood". Laugardagur 1/9. Þingvellir-Gullfoss-Geysir. Sunnudagur 2/9. Farið í Bláa lónið. Mánudagur 3/9. Frjáls dagur. Fyrsti skóladagur ís- lensku nemendanna. Þriðjudagur 4/9. Kl. 10.30 skoðuð handrit í Árna- stofnun. Kl. 14.00 heimsókn í Mennta- skólann í Reykjavík. Bíóferð að vild. (Svíarnir sögðu: „Amerískar myndir koma fyrr til Islands en Svíþjóðar!“). Miðvikudagur 5/9. Heimsókn í Borgarskipulag Reykja- víkur og Skógræktarfélag Reykjavík- ur, sem lauk með gróðursetningu í reitnum „Svedala“ sem er í eigu sænsk-íslensks félagsskapar. Sameig- inlegur kvöldmatur sem framhalds- skólar íslensku sænskunemanna (MR, MH, FÁ) buðu upp á. Veislan var hald- in á heimili eins íslenska nemandans. Fimmtudagur 6/9. Kl. 10.00 heimsókn í kennslustund í dönsku í Ármúlaskóla. Sund í Laug- ardalslauginni. Kl. 15.00 reiðtúr á ís- lenskum hestum frá Hestaleigunni í Mosfellssveit fyrir þá sem áhuga höfðu. Föstudagur 7/9. Rúta frá Hótel Loftleiðum til Keflavíkur. Nokkrir af sænsku og íslensku nemendunum og kennurunum við Geysi. 15

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.