Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 2

Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 2
2 BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 VELSTJORAR ÍSAFIRÐI Aðalfundur Vélstjórafélags ísa- fjarðar verður haldinn 26. desem- ber (annan dag jóla) kl. 14.00 í Kratahöllinni (Gamla Útvegsbank- anum) 4. hæð. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rætt um komandi samninga. 3. Umræða og ákvörðun um nýtt félagsmerki. 4. Önnurmál. Stjórnin. • Fjöldi manna var mættur á Austurvelli þegar Ijósin á jólatrénu frá Ruskilde voru tendruð. Hefurðu velt því fyrir þér hverjir eru: Kostir og ókostir — þess að versla hér á Vestf jörðum? Kostirnir eru þessir: 1. Hér eru fjölmargar verslanir með nánast allan þann varning sem við þurfum. 2. Þú sparar ferðakostnað, hvort sem þú ferð fljúgandi suður til Reykjavíkur, erlend- is eða ekur um hina „stórgóðu" vegi Vestfjarða. 3. Verð í verslunum á Vestfjörðum er fyllilega samkeppnisfært við það sem gerist á höfuðborgarsvæðinu. Verðkannanir eru þar órækasta vitnið. 4. Aukin verslun eykur veltuhraða og eflir verslun hér og gerir hana þar með færari að veita góða þjónustu. 5. Þú styður ekki aðeins við bak verslananna sjálfra, heldur og alls bæjar/sveitarfé- lagsins - þar með talið þitt eigið - þar sem aukin velta færir því meiri tekjur af verslun- inni. Þetta kemur þér og okkur öllum til góða, t.d. í framkvæmdum hjá bæjar- /sveitarfélaginu. 6. Vöruúrval er gott, í langflestum tilfellum ekki síðra en annars staðar. Ef varan er ekki til staðar er hægt að útvega hana með stuttum fyrirvara. 7. Þín viðskipti halda uppi atvinnu. Þú velur hvort sú vinna er unnin í heimahéraði eða annars staðar. Ókostirnir eru: í þeirri hörðu samkeppni sem nú er í allri verslun, t.d. á höfuðborgarsvæðinu, er gripið til margvíslegra gylliboða. Hugleiddu nú hvers virði það er að hafa góða verslun- arþjónustu á Vestfjörðum og hvaða áhrif það hefur á búsetu hér vestra, ef þessi þjón- usta flyst í auknum mæli til annarra byggðarlaga. Lesandi góður. Við ætlum að láta þér eftir að tína til þá ókosti sem þér finnst samfara því að versla hér á Vestf jörðum. Ef þú telur þig geta fengið betri vöru, verð og þj ónustu utan þíns sveitarfélags, veltu því þá fyrir þér hvort ferð þangað sé þess virði. Vérslum heima BÆ|ARlN$BBa TAKIÐ EFTIR! Seljum vörubirgðir Rörverks og Vélsmiðjunnar Þórs að Suðurgötu 9 frá kl. 13.30 -18.00 næstu daga. Góður afsláttur. ÞRYMUR HF. vélsmiðja. Isafjörður: Kveikt á jólatrénu á Austurvelli SÍÐASTLIÐINN laugar- dag var kveikt á jóla- trénu á Austurvelli á Isa- firði. Tréð er gjöf frá vinabæ Isafjarðar í Dan- mörku, Roskilde og vár það FJÓRÐUNGSSJUKRAHUSIÐ Á ÍSAFIRÐI Atvinna Óskum að ráða til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi: Læknaritara Eða starfsmann með góða vélrit- unarkunnáttu. Aðstoðarmatráðskonu Starfsfólk í eldhús 100% störf — vaktavinna. íbúð óskast Leitum að 3-4ra herbergja íbúð til leigu fyrir starfsmann, á Eyrinni eða í nágranni. Upplýsingar um starf læknarit- ara og leiguíbúð veitir fram- kvæmdastjóri en um starf matráðs- konu og störf í eldhúsi, matreiðslu- meistari alla virka daga í síma 4500. ísafjarðarkaupstaður íþróttahúsið á ísafirði Þeir sem ætla að leigja tíma í íþrótta- húsinu tímabilið jan.-apríl 1992, sæki um það fyrir 4. jan. nk. Umsóknareyðu- blöð fást á bæjarskrifstofu. íþróttafulltrúinn. • Jólasveinarnir voru á svæðinu. ræðismaður Dana á tsafirði, Fylkir Agústsson sem kveikti á jólatrénu. Margt manna var við at- höfnina sem er farin að skipa sérstakan sess í bæjar- lífi Isfirðinga og var ekki annað að sjá en gestir væru ánægðir með gjöfina og þá ijósadýrð sem hún gefur af sér. Sunnukór ísafjarðar ásamt barnakór söng nokk- ur jólalög og bæjarstjórinn á ísafirði, Smári Haraldsson flutti ræðu. Að því búnu mættu nokkrir galvaskir jólasveinar á svæðið, yngstu börnunum til mikillar ánægju. Ljósmyndari blaðs- ins var á staðnum og tók þá meðfylgjandi myndir. For- síðan Forsíðumyndin að þessu sinni er af tveimur ungum ísfirðing- um, þeim Auðni Braga Salmarssvni, 5 ára og Brí- eti Ruth Árnadóttur sem er 6 ára. Myndin er tekin sérstaklega fyrir BB af hirðljósmyndara blaðsins Hrafni Snorrasyni og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Þá viljum við þakka börnunum fyrir ómakið og óskum þeim gleðilegra jóla. Jólaskreytingar við myndatökuna voru lánað- ar af Blómaversluninni Elísu og Bókaverslun Jónasar Tómassonar og færum við þeim einnig okkar bestu þakkir. Þá má geta þess að lit- myndin á síðu 4 er einnig tekin af Hrafni Snorra- syni, ljósmyndara.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.