Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 20
20 BÆJARINS BESTA • Fimmtudagur 19. desember 1991 ings. Óli krækti í umboðið fyrir Spar-vörurnar og hjól- in fóru að snúast aftur af sama hraða og fyrr. t>au fluttu heim, seldu sumarbú- staðinn og stofnuðu heild- söluna Sund. Gunnþórunn opnaði aftur hárgreiðslu- stofu, nú í JL- húsinu. Við Óli stóðum fast á rauða dreglinum Sund, sem í upphafi átti ekki að verða neitt stórfyrir- tæki, gekk vel og vatt upp á sig. Og áfram var haldið, haustið 1986 keyptu þau Vörumarkaðinn á Seltjarn- arnesi sem síðar varð Nýi bær og Hagkaup keypti seinna. Og í desember sama ár, öllum að óvörum, keyptu þau Olís. Á samri stundu var Óli kominn í sviðsljós fjölmiðlanna og nafn hans var á hvers manns vörum. „Fólkið sem þekkti okkur var ekkert hissa,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum alltaf tekið stór skref þegar við höfum farið af stað á annað borð. En þessir háu herrar í þjóðfélaginu áttu ekki von á þessu. Það sem hefur oft bjargað mér í lífinu er að geta séð hlutina mynd- rænt fyrir mér í spaugilegu ljósi og það átti líka við um Olís-kaupin og fyrirganginn í kringum þau. Ég sá fyrir mér rauðan dregil og á hon- um miðjum stóðu þessar fjölskyldur og ríka fólkið í landinu föstum fótum. Og allt í einu stigum við Óli þéttingsfast á endann.“ Og hún stappar niður fæti um leið og hún segir þetta hálf- hlæjandi. „Það voru margir urrandi illir. Við vorum ekkert velkomin en þessu varð ekki breytt. Og þegar allt þetta uppistand varð í fjölmiðlum þegar erfiðleik- arnir veturinn 1988 gengu yfir þá sagði ég oft við Óla: Láttu þessa fréttamenn bara spóla, segðu ekki orð.“ „Þetta er mitt lífsviðhorf. Ef maður tekur ekki á móti reiði eða vonsku þá fellur hún niður fyrir framan mann.“ Gunnþórunn segir að þau hjónin hafi aldrei meðvitað stefnt að því að fara út í slík stórviðskipti sem olíufyrir- tæki er. „Þegar Óli spurði mig álits á því hvort við ætt- um að kaupa Olís þá fórum við ofan í saumana á því hvernig staðan var. Ég spurði hann hvort hann hefði trú á þessu. Hann svaraði því játandi og þá sagði ég. „Þá skulum við bara gera þetta.“ Það er hálfkjánalegt að segja frá þessu því fólk trúir því hvorki né skilur að þannig geti hlutirnir gerst. En þannig var þetta. Ég lít ekki svo á að ég hafi náð einhverjum toppi. Ég á einhverjar eignir en ég lít ekki á mig sem flugríka manneskju. Ég er bara ég sjálf, ósköp venjuleg mann- eskja og hef ekkert breyst. Ég ofdekra ekki börnin mín. Það er óhollt að taka ábyrgð af börnum og þau fá ekkert upp í hendurnar án fyrir- hafnar. Mennirnir sem ég lít upp til, eins og til dæmis Marsellíus Bernharðsson skipasmiður og Einar Guð- finnsson í Bolungarvík, þeir byggðu sín fyrirtæki upp úr engu með eljusemi og vinnu. Þeir fengu ekkert á silfurbakka og þeir litu ekki á sig sem meiri menn þó þeir eignuðust peninga. Þannig er Óli líka. Hann lít- ur á sig fyrst og fremst sem einn af starfsmönnum Olís. Og þannig á það að vera. Ákveðin tegund af fólki er hissa á ýmsu sem ég geri, til dæmis að ég skuli áfram vinna á hárgreiðslustofunni. En það breytir mér ekkert og ég lifi mínu lífi eins og ég vil. Ég gæti ekki hugsað mér að sitja aðgerðalaus heima. Það er til fólk sem vill snobba fyrir manni en það er fljótt að átta sig á því að það gengur ekki við mig. Gunnþórunn segir að þau Óli fylgist lítið með sam- kvæmislífinu í yfirstéttinni. Til þess eru þau einfaldlega of heimakær. Fjölskyldan skiptir Gunnþórunni miklu • Gunnþórunn við vinnu á fyrstu hárgreiðslustofunni sem hún opnaði á ísafirði, í stofunni heima á Austurvegi. Við- skiptavinurinn er Halldóra Bæringsdóttir og hjá henni er dóttir hennar, Fríða Ágústsdóttir. • Gunnþórunn og Óli með börn, tengdabörn og barnabörn. og hún fer stækkandi. Barnabörnin eru orðin tvö, eitt frá hvorri hlið og von á tveimur til viðbótar í byrjun næsta árs. „Samskiptin milli okkar og barna hvors annars hafa verið mjög góð og það er ég mjög ánægð með,“ segir hún. „Eins hafa börnin mín verið mikið á Isafirði hjá pabba sínum og konu hans og þau eiga sterk og góð tengsl þar. Nú erum við Óli bæði búin að fá barna- börn og ég er mjög hrifin af því að vera orðin amma. Ég var viðstödd þegar Gunn- þórunn litla, alnafna mín, fæddist og það var stórkost- leg stund sem ég gleymi aldrei. Mér finnst samheldni í fjölskyldunni og góð sam- skipti barna og foreldra skipta miklu. Við erum ekki eigendur barnanna okkar, þau eru samferðamenn okk- ar og ég vil vera góður vinur þeirra. Það gleymist stund- um að umvefja börnin, leyfa þeim að vera þátttakendur. Grundvallaratriðið, það er væntumþykjan, kærleikur- inn.“ Stend og fell með eigin gjörðum Öll fyrirtækin hafa þau hjónin stofnað saman en Gunnþórunn segist snemma hafa tekið þá ákvörðun að vinna ekki á sama stað og eiginmaðurinn. „Ég hef mikinn áhuga á öllu sem Óli er að gera og er stundum innvikluð í það en ég vinn ekki við hlið hans. Ætli ég sé ekki bara of sjálfstæð til þess,“ segir hún. Árið 1989 stofnuðu Gunnþórunn og Gabríela hárgreiðslustofuna Salon Gabríela. „Ég er þar með annan fótinn. Það hentar mér vel að vera í samskipt- um við annað fólk en ég kann ekki við mig ef ég þarf að vinna undir öðrum,“ seg- ir hún og harðneitar þegar hún er spurð hvort það sé ekki of lýjandi að vera sífellt í eigin rekstri. „Maður stendur og fellur með því sem maður gerir og það hvetur mann áfram. Stund- um hvarflar það að mér að það sé ekki réttlátt að í við- skiptum er maður ekki tryggður á neinn hátt. En það hentar mér mjög vel að standa og falla með gjörðum minum. Og aftan við þau orð setj- um við lokapunktinn. Texti: Vilborg Davíðsdóttir. BÆJARINS BESTA aðeins það besta er nógu gott Tilboð á Þorláksmessu! Hamborgari og franskar á kr. 400. - Opnunartími umjólogáramót: Þorláksmessa: kl. 11.30-21.30 A ðfangadagur: kl. 11.30-14.00 Jóladagur: lokað 2. íjólum: kl. 11.30-15.00 Gamlársdagur: kl. 11.30-14.00 Nýársdagur: kl. 11.30-15.00 ,V /jlif I ____'íWsUL _ Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. SKYNDIBITASTAÐURINN NNAB> FlNNABÆR SIMI7254

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.