Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 32
32
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991
s
Oskum
starfsfólki okkar
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla, árs
ogfriðar, og þökkum
jafnframt samstarf og viðskipti
á líðandi ári.
Landsbanks
íslands
útibúið á Patreksfirði
Ár\ ÍSFANG
SUÐURGÖTU - ÍSAFIRÐI - SÍMAR: 4443 & 3500
ÚTFLUTNINGUR SJÁVARAFURÐA
Vélvirklnn hf.
Hafnargötu 8
415Bolungarvík
'ityáteé y&zfjýcnðM/i
L
Landsbankinn
Útibú Bíldudal
mw
straumur hf
Silfurgötu 5 S 3321
----V E R S L U N-
E.GUÐFINNSSONARF
!/q\ Bílaverkstæði Sigurðar
og Stefáns, ísafirði
L
Landsbankinn
Útibú Tálknafirði
TOGARAÚTGERÐ ÍSAFJARÐAR HF.
Sædór hf.
Sími3360
Rækjustöðin hf.
Sundahöfn, ísafírði
hann kæmi til einstæðu móð-
urinnar. Fyrirmynd fólks
gat hann tæpast talist þótt
miklu frekar væri það svo,
að aðstæðurnar hefðu ráðið
núverandi stöðu. Einn og
yfirgefinn, konulaus og
barnalaus, þetta var ekki
hugmyndin sem almenning-
ur gerði sér af manni í hans
embætti. Ekki var hægt að
segja öðru fólki að hjóna-
bandið væri sá rammi um
fjölskyldulíf sem færði fólki
mesta gæfu. Það hljómaði
afar ósannfærandi. Samt
predikaði hann þennan boð-
skap ævinlega þegar tæki-
færi gafst til. A slíkum
stundum gleymdi hann sín-
um eigin högum. Hver veit
hvers vegna sum hjónabönd
ganga en önnur ekki. Eigin-
konan fyrrverandi hafði oft
sagt, að menn sem tækju
störf sín of hátíðlega væru
verstu hjónadjöflarnir, í
góðu auðvitað. En svo gafst
hún upp. Of mikil vinna, of
lítið heima. Ef það breyttist
ekki þá færi hún. Börnin
þeirra fengu ekki sömu lífs-
gæði og önnur börn. Þau
voru verr klædd en hin. Eins
og það skipti einhverju.
Ekki kvörtuðu börnin. Nú
töluðu þau ekki við föður
sinn án þess að minnast á
ferðalögin, nýja bílinn,
sjónvarpið, tölvuna og öll
þessi skrapatól, sem færðu
manninn fjær uppruna sín-
um og eðli sínu. Það fannst
honum að minnsta kosti.
Þau voru ólík, en ástfangin
og meira þurfti ekki til.
Auðvitað hlaut það að duga
ævina alla, ekki síst þegar
búið var lofa ævarandi trú
frammi fyrir augliti drottins
og presturinn búinn að gefa
þau saman. Það hafði bara
ekki dugað. Aldrei hafði
neitt heyrst annað en að
hann væri dugandi. Fólk
sagði að gott væri að tala við
hann. Honum stóð hins veg-
ar á sama um hugsanir ann-
ars fólks varðandi störf sín
og árangur á því sviði. Með-
an vissan , þessi örugga
vissa var fyrir hendi, um að
hann væri að gera rétt,
skipti ekkert annað máli.
Auðvitað leiddist honum,
einum heima á kvöldin. Þá
dugði að grípa til bókanna.
Þar var gnægð visku að fá,
þótt ekki dygði hún alltaf til
þess að persónuleg sam-
skipti hans við annað fólk
væru eins og hann kysi helst.
Hvað um það, starfið stóð
alltaf fyrir sínu. Honum
hafði verið kennt að langan-
ir fólks ættu ekki að stjórna
lífi þess, heldur skyldu-
ræknin. Þó gat hann ekki
neitað því að efinn ásótti
meir hugsanirnar í seinni
tíð. „Hvers vegna hann?“
Þegar flytja þurfti tíðindi af
láti ungs manns. „Hvers
vegna hún?“ Honum rann
til rifja basl ungu einstæðu
móðurinnar, sem hann
myndi hitta eftir nokkrar
mínútur og langaði til að
snúa við. Var það virkilega
svo að hann vildi forðast
hana? Og hvers vegna þá?
Skömmu eftir skilnaðinn
sóttu á hann þungar hugsan-
ir og um tíma hafði ekki
dugað að leita huggunar í
trúnni. Byrjunin var sú að fá
sér eitt staup á kvöldin þeg-
ar vinnudeginum lauk. Svo
varð það örlítið meira án
þess að nokkur tæki eftir
því. Dagarnir liðu saman í
ógleymi og hann hætti að
kenna til í sálinni. En líkam-
legu heilsunni hrakaði held-
ur. Áður en illa fór var hon-
um fyrir slysni beint á rétta
braut. Hann var kallaður á
heimili eldri konu, ekkju,
sem bjó ein með einkasyni
sínum, tæplega þrítugum.
Þótt tvö ár væru nærri liðin
frá þessu atviki mundi hann
það glöggt.eins og það hefði
gerst í gær. Sjálfum leið
honum ekki allt of vel. Ekki
var rétt að segja að um
timburmenn væri að ræða,
en taugarnar voru í lakara
lagi en venjulega. Ungi
maðurinn var einn af vand-
ræðamönnum bæjarins,
drykkfelldur úr hófi fram og
slarksamur, hafði víst brotið
margt meyjarhjartað. Ungi
maðurinn átti tvö börn í
lausaleik, og var þá aðeins
talinn sannanlegur fjöldi.
Sumir sögðu að börnin væru
fleiri. En móðirin var mikil
afbragðs kona, sem kom til
kirkju hvern sunnudag.
Mikil ósköp voru þau sem
hann, sonurinn, hafði lagt af
áhyggjum á herðar móður
sinnar. Allt hennar sparifé
hafði gengið til að greiða
óreiðuskuldir sonarins og
ekkert átti hún sjálf af þessa
heims margrómuðu gæðum.
Oftar en ekki lét hún fé
rakna til barnabarna sinna
þótt það væru hennar einu
heimiluðu afskipti af þeim.
Ástandið var skelfilegt.
Brotin húsgögn, tómar
brennivínsflöskur um allt,
sumar brotnar, og gamla
konan titrandi af hræðslu og
ótta við einkasoninn. Hann
langaði að snúa við. Allar
ógeðfelldustu afleiðing-
ar brennivínsdrykkju, þessa
fasta fylgifisks manns-
ins blöstu við þegar inn var
komið. Yfir einkasyninum,
illa útlítandi eftir margra
daga hömlulausa drykkju,
stóðu tveir stæltir, ungir og
myndarlegir lögreglu-
þjónar. Viðbjóðurinn lýsti
sér í svip þeirra. Þeir voru
að búa sig undir að drösla
syninum út. En gamla kon-
an grét og bað þá að fara
ekki með hann í fangahúsið,
eins og hún nefndi fang-
elsið. „Hvernig geturðu
hugsað þér að hafa hann hér
svona á sig kominn? Hann
er stórhættulegur í þokka-
bót“ sagði Iögregluþjónn-
inn. „Þarna ertu kominn
blessaður“ sagði gamla kon-
an aðeins, þegar hann gekk
inn. Eftir miklar fortölur
tókst að róa soninn niður.
Þó þurfti að kalla lækninn til
og gefa syninum sprautu.
Næstu tvo daga hafði hon-
um orðið tíðförult til gömlu
konunnar, sem alltaf bað
honum guðs blessunar og
þakkaði fyrir hvað hann
hafði góð áhrif á soninn.
Með samstilltu átaki tókst
honum og lækninum að
koma syninum suður til
meðferðar. Meðferðin
tókst. Hann hafði ekki
bragðað áfengi síðan. En
einmanaleikinn jókst að
sama skapi og vinnan dugði
stundum ekki til að deyfa
þessa nagandi tilfinningu.
Og þó var eins og erfið-
leikarnir og vandamálin
hjá fólkinu í bænum minn-
kuðu ekki. En svo skrýtið
sem það kunni að hljóma
heyrði ekki kjaftasögur um
sjálfan sig þrátt fyrir vax-
andi söguburð í bænum. Líf-
ið var honum ef til vill ekki
erfitt, en það var gleðisn-
autt. Ánægjan sem hafði
áður fylgt því, að færa fólki
gjafir þótt frá öðrum væru,
var horfinn. Gleðin var
týnd. Hann vissi af trúnni
allan tímann þótt oft sækti
efinn á, af hörkuþunga.
Nú hafði hann staðið kyrr
drjúga stund án þess þó að
hafa tekið eftir því. Löng-
unin til að snúa við og biðja
einhvern annan að færa ein-
stæðu móðurinni glaðning-
inn varð æ sterkari. Ekkert
var ólíkara honum en að
gefast upp. Meira að segja
heimsóknin til mæðgininna
hafði verið auðveldari en
þessi fáu spor sem hann nú
átti eftir. Hann langaði til
að hrökkva, ekki stökkva.
Hann langaði heim. Að hafa
einhvern til að tala við. All-
taf var hann reiðubúinn að
hlusta á vandamál annarra,
en hver hlustaði á hann?
Enginn, það vissi hann því
að í starfi sínu var hann all-
taf einn, tók við sorgum
annarra en hafði ekki rúm
fyrir sínar eigin. „Nú sný ég
við“, hugsaði hann. Allt
sem mér tilheyrir á aðfanga-
degi er ógert. Hann byrjaði
að ganga til baka til skrif-
stofunnar í gamla óhrjálega
húsinu, sem hafði verið af-
drepið, síðan brann um
árið. Látlaus snjókoman gaf
sig ekki. Veðrið var þrjósku-
legt eins og hann sjálfur,
þegar nauðsynlegt var að
færa ungri konu and-
látsfregn sambýlismanns og
föður barnanna þeirra. Nei!
auðvitað gat hann ekki snú-
ið við. Það var ekki leyf-
ilegt, einfaldlega ekki hægt.
Skyndilega tók hann á sig
rögg. Að vísu voru þetta
ekki nema tuttugu þúsund
krónur og seint á ferðinni.
Enn voru samt tvær stundir
til lokunar verslana. Pening-
arnir sem hann bar á sér
voru smámunir miðað við
þrjár milljóninrnar sem út-
gerðarmaðurinn tapaði.
Samt voru þeir meiri auðæfi
fyrir þriggja barna móður-
ina. Hægt en þvermóðsku-
lega sneri hann til fyrri áttar
og hugsaði sér að skipta um
starf. Það hlaut að vera auð-
veldara að beita. „Eftir
þessi jól hætti ég“
Skömmu síðar bankaði
hann upp í gömlu húsi í elsta
hluta bæjarins, á mölunum.
Þriggja ára gamall sonur
konunnar kom til dyra og
horfði feimnislega á komu-
mann, en sagði ekkert.
„Hver er að koma“ hrópaði
ungleg rödd móðurinnar að
innan. „Kallinn úr kirkj-
unni“ sagði sá stutti.
„Skammastu þín“ sagði sjö
ára gömul systir hans, son-
ardóttir gömlu ekkjunnar.
„Þetta er presturinn,
mamma" sagði ljóshærða
hnátan. Hann spurði eftir
móðurinni, sem kom í þann
mund framm í dyrnar og
heilsaði honum glaðlega.
Hún vildi vita erindi prests-
ins á þessum tíma og skaut
því að hvort hann væri bú-
inn með jólapredikunina.
Honum varð svarafátt, hafði
búist við annars konar mót-
tökum, vandræðalegri.
Þriggja barna móðirinn
horfði beint í augu hans og
beið svars. Inni í sér skrapp
hann allur saman, sagði ek-
kert og hélt áfram að minn-
ka. Loks fálmaði hann
vandræðalega innan á sig og
kraflaði umslagið með pen-
ingunum klaufalega upp úr
vasa sínum og rétti henni
skjálfandi hendi. Það lædd-
ist bros fram á varir hennar
yfir vandræðagangi hans.
Brosið hvarf um leið og um-
slagið opnaðist og pening-
arnir komu í ljós
Hún sagðist ekki þurfa nein-
ar ölumusur. Þá fyrst var
honum öllum lokið. Stam-
andi röddu bað hann þess að
hún tæki við peningunum,
til þess að gleðja börnin.
Þetta er gjöf kirkjunnar til
ykkar þessi jólin, sagði
hann. Með sjálfum sér bað
hann þess í hljóði að við
gjöfinni yrði nú tekið án
frekari formála. Nokkur tár
læddust fram á hvarma
hans. Eiginlega hafði hann
búist við því að móðirin væri
hvorki jafn vel klædd né
glæsileg og honum fannst
nú. Og svo vonaði hann, að
þóttinn myndi minnka eitt-
hvað. Þarna stóð hann sjálf-
ur sóknarpresturinn,
skyndilega þyrmdi yfir
hann, þreytutilfinningin
heltók hugsunina. Pening-
arnir duttu úr umslaginu á
gólfið. Rennandi blautur
stóð hann í forstofunni og
tómt umslagið var svo undur
létt. Sjálfur var hann svo
þungur. Elsta barnið, dökk-
hærður 10 ára drengur kom
fram og sá fjársjóðinn liggja
á gólfinu. Fagnandi sagði
hann að þau gætu nú keypt
jólagjafir.
Þá fyrst slaknaði á spenn-
unni. Unga móðirin brosti
og bauð prestinum inn. „Þér
hlýtur að vera kalt. Þú hefur
víst engan til að hugsa um
þig“-
Honum reyndist erfitt að
halda huganum við jóla-
predikunina. Eftir skamma
stund átti hann að stíga í
stólinn. Samtalið við þessa
ungu konu sem átti þrjú ung
börn og engan að til að sjá
um daglegt uppeldi, varð að
treysta á sjálfa sig, hafði
grópast svo í huga hans, að
annað komst ekki að. Líf
hennar var með allt öðrum
hætti en hugsun hans gat
meðtekið. Eiginkona hans
fyrrverandi hafði þó verið
gift honum í 15 ár. Þessi
kaus að vera ein, hafði gefist
upp þrisvar eða hvað?
Hver átti að gæta hirðisins
þegar hann brast eitthvað?
Hafði hann sjálfur ekki ver-
ið of upptekinn við að gæta
hjarðarinnar? Var það kan-
nski ekki hægt? Unga konan
gætti sjálf sinnar litlu hjarð-
ar, hann hafði gefist upp.
Hver gætti hans sjálfs. Hann
fann trúarlega efa sinn
hjaðna.
Á leiðinni frá kirkju vissi
hann, að vegir guðs cru
órannsakanlegir og jafn-
framt að aldrei hafði hann
verið sáttari við sína eigin
predikun. Það hillti undir
gleðina framundan. I hugan-
um sendi hann öllum sóknar-
börnum sínum jólakveðjur
og guðs blessun, ekki síst
ungu móðurinni og börnun-
um þremur.
Frostið jókst undir heið-
skírum jólahimninum. Á ný-
fallna mjöllina stirndi.
Hann hugsaði hlýlega til
sinna eigin barna.