Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 29
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991
29
sigta henni. Þá rann ég svo
heiftarlega til að ég datt illi-
lega og byssan þeyttist eitt-
hvað út í loftið. Ég lenti
með hnakkann á klöppinni
og rotaðist. Svo reis ég upp
og fór að strúka á mér
hnakkann og þukla. Þá kom
skotið úr byssunni af svona
þriggja faðma færi. Ég fann
að það kom í bakið á mér.
Ég fann undireins djöfulsins
sviða og bruna. Mér datt
ekki annað í hug en ég væri
dauður og hélt það lengi vel
á eftir. Svo fór ég nú að
reyna að rísa upp og Trausti
kom og skoðaði meiðslin.
Ég var í gamalli gæruúipu
með þykku innrabyrði.
Skotið hafði komið á ská í
úlpuna og gæran var öll í
hnút öðru megin. A bakinu
sáust götin eftir höglin. Mér
leið djöfullega. Það blæddi
ekki mikið úr sárunum. Við
drösluðumst einhvern veg-
inn fram í bátinn og kölluð-
um á ísafjörð. Við lögðum
að stað vestur og ég lá í koju
og var alveg að drepast.
Trausti varð að keyra vest-
ur. Pólstjarnan kom á móti
okkur og lænir þar með. Við
mættum henni á Aðalvík-
inni og ég fór yfir í hana.
Læknirinn gaf mér eitthvað
eitur. Það var sko gott og ég
held að ég hafi aldrei verið
eins feginn á ævi minni eins
og að fá eitrið.
Þegar við komum til ísa-
fjarðar skoðaði Kjartan Jó-
hannsson læknir sárið og
hann bankaði mig allan með
hamri, í hnéin til þess að
vita hvort mænan hefði
skaddast. Það voru sex högl
sitt hvorum megin við mæn-
una. Þau voru ekki nema
svona tommu inni. Hann
náði tveimur eða þremur út
og lét hin vera og þau eru í
mér ennþá. Það hlýtur að
vera alveg einsdæmi að
skjóta sjálfan sig í bakið á
þriggja faðma færi. Ef út í
það væri farið hlýt ég að
vera heimsmeistari í þeirri
grein í skotfimi.“
Bjarndýr skotið
í Hornvík
„Vorið 1963 vorum við að
fara í bjargið. Þeir voru með
mér, Trausti heitinn bróðir,
Stígur Stígsson og Óli Ólsen
heitinn. Við komum í Horn-
víkina í niðaþoku. Þegar við
komum upp að landinu fram
af bæjunum á Horni og
erum að leggjast fyrir akkeri
þá sé ég eitthvað hvítt upp á
brekkunni fyrir ofan húsið
hans Stígs. Ég hugsaði með
mér - þetta hlýtur að vera
álft eða eitthvað svoleiðis.
Ég hugsaði svo ekkert meira
um það. Rétt á eftir kemur
svo bjarndýr labbandi með-
fram húsinu og fram á
brekkubrúnina og horfði á
okkur. Ég hafði nú aldrei
séð bjarndýr áður og þótti
þetta ógurlega spennandi,
maður. Nú varð handagang-
ur í öskjunni og við fórum í
land. Allir vorum við með
byssur náttúrlega. Við fór-
um upp í hús. Þá sáum við
hvar bjarndýrið var að
labba upp mýrarnar fyrir
ofan húsin og upp í þokuna
sem var niður í hlíðar. Það
fór upp í þokuna og kom svo
niður úr henni töluvert fyrir
utan okkur, undir Miðfell-
inu. Þá gengum við út sjáv-
arbakkana þangað sem
bjarndýrið var komið í fjör-
una. Það stóð í fjörunni al-
veg fram við sjó og var eitt-
hvað að snudda þarna.
Menn voru alveg rosalega
spenntir. Ég var með lítinn
22 kalibera riffil og lét fara á
það og vandaði mig vel.
Skotið kom alveg hreint á
réttan stað bak við eyrað og
dýrið steinlá. Bara steinlá.
Færið var 60 metrar og þetta
var alveg tilviljun.
Við gengum niður að
bjarndýrinu og þeir létu
náttúrlega fara á það svona
til öryggis. Bjarndýrið var
steindautt og við fórum að
skoða það. Þetta var rosa-
lega stórt dýr. Við drógum
það í sjóinn og náðum í bát-
inn og drógum það inn að
Horni á Reyni gamla. Þar
náðum við því upp í fjöru og
byrjuðum undirreins að flá
við Stígur. Við flóum dýrið
eins og kind sem við áttum
náttúrlega ekki að gera. Við
áttum að belgflá dýrið. Við
þurftum náttúrlega undir-
eins að fá okkur bita af
þessu og náðum í hjartað úr
dýrinu og steiktum það.
Mér fannst það nú ekkert
voðalega gott en við létum
okkur nú hafa það að éta
eitthvað af þessu, svona
meira til að sýnast.
Við vorum svo fjóra eða
fimm daga á Horni. Svo
þegar við komum til Isa-
fjarðar byrjuðum við á því
að selja bjarndýrskjöt við
bryggjuna. ísfirðingarnir
komu í hópum til að kaupa.
Svo kom maður frá fógeta-
embættinu um borð og
stoppaði söluna. Einhvers
staðar frá hafði hann það að
einhverjir Norðmenn hefðu
drepist af bjarndýrakjötsáti.
Þér náttúrlega átu það hrátt
og það var allt annað. Af-
gangurinn af kjötinu var
gerður upptækur og ég veit
ekki hvað varð af því. Ég
veit ekkert hvað varð um
feldinn. Óli heitinn keypti
feldinn og hafði hann lengi á
veggnum í skrifstofu rækju-
verksmiðjunnar. Hann var
orðinn svolítið gulur.
Þegar við fórum norður
túrinn eftir þá var Kristinn
heitinn Grímsson á Horni
með okkur. Við vorum nátt-
úrulega með það í huganum
að það gæti verið annað
bjarndýr. Einn morguninn
eru við nýkomnir úr Grá-
nefjunum að Horni og
Kristinn hafði verið út á Dal
þá um morguninn. Hann
kom æðandi heim á þessari
ógurlegu ferð, maður. Hann
kemur inn til okkar og segir:
„Bjarndýr, bjarndýr, bjarn-
dýr.“ Ég vaknaði við þessi
ósköp. Hann var svo mædd-
ur að hann gat varla talað.
Við hlupum úteftir og þá
voru þctta hrútarnir hans
Jóhanns vítavarðar í Látra-
vík. Kristinn hafði séð þá
við himinn að bera upp á
bjargbrún og ályktaði eðli-
lega að þarna væri bjarndýr.
Þetta voru tveir hrútar.,,
Hvalurinn dró
bátinn afturá
bak
„Þegar ég var í Grunna-
vík hjá Hallgrími fórum við
inn í Hrafnfjörð á Heklut-
indi að leita að kindum Við
fundum kindurnar og rak
Hallgrímur þær af stað heim
og tapaði af þeim einhvers
staðar í Leirufirði. Ég fór á
bátnum og ætlaði að taka
hann í Leirufirði. Það gerði
vitlaust veður, norðaustan
helvíti og byl. Ég var nú
ekki kunnugur þarna og í
rökkrinu lenti ég á boða í
mynni Leirufjarðar sem
heitir Tólfmannaboði. Ég
vissi ekkert um hann. Allt í
einu strandaði báturinn á
honum. Það vildi til að það
var svo djúpt að boðanum
að stefnið rann bara upp á
hann. Ég reyndi að bakka af
skerinu og það gekk ekki.
Ég fór þá út á skerið til þess
að ýta bátnum útaf því. Þeg-
ar báturinn hlunkaði niður
stökk ég um borð og náði
mér undir eins upp og var
aldrei í neinni hættu. Það er
búið að semja um þetta at-
vik margar ýkjusögur. Þetta
tafði mig mikið og Hallgrími
var farið að leiðast að bíða
niður við sjó á Leiru. Það
var komið helvíti vont veð-
ur, bleytudrulluhríð. Við
vorum með skektu aftan í og
keyrðum út í Grunnavík í
þessu helvítis roki. Hall-
grímur segir frá þessu í bók-
inni sem hann skrifaði, Sögu
stríðs og starfa. Þetta gekk
allt vel að lokum.
Við vorum á smokkveið-
um einu sinni á Heklutindi í
Jökulfjörðum. Þá sáum við
mjög stóra marsvínavöðu
koma inn með Sléttubjarg-
inu.Þetta voru fleiri hund-
ruð hvalir. Bátarnir fóru
strax að keyra á eftir vöð-
unni og ráku hana á land á
Hesteyri. Það gekk nú mik-
ið á maður. Við skutum á
einn hvalinn með smáriffli
og við héldum að hvalurinn
væri dauður. Við fórum að
honum og hnýttum í sporð-
inn á honum. Hann hefur
sennilega verið eitthvað
lamaður. Við hnýttum síðan
hvalinn aftan í Heklutind og
keyrðum af stað yfir í
Grunnavík til þess að gefa
þeim í soðið. Marsvínið var
stórt og þegar við komum
að Lásnum var ég að gá upp
í fjallið. Þá sá ég að bátur-
inn þýtur afturábak. Þá var
hvalurinn lifandi og synti
með bátinn á fljúgandi ferð
afurábak. Ég varð skít-
hrædddur og skar á. Það var
mikið drepið af þessu í fjör-
unni á Hesteyri og ég veit
nú ekki hvað varð um þetta.
Ég sótti eitthvað og fór með
í Grunnavík. Ég gafTómasi
í Kjós hval. Þá átti hann
heima í Grunnavík. Hann
hakkaði hann ofan í skepn-
urnar, sögðu þeir, í hand-
snúinni hakkavél númer
átta.“
Heklutind rak
upp
„Seint í október árið 1962
fórum við Bjarni heitinn
Pétursson, móðurbróðir
minn, á Heklutindi norður í
Jökulfjörður á skytterí.
Veðrið var gott og spáði al-
veg sérstaklega vel, suðaust-
an golu um nóttina og dag-
inn eftir. Bjarni átti hús á
Hesteyri og við ákváðum að
vera á Hesteyri um nóttina.
Við lögðum bátnum fyrir
framan og fórum í land. Við
fórum heim í hús og hituð-
um okkur kaffi og höfðum
það huggulegt. Klukkan sex
um morguninn vöknuðum
við við það að komin voru
10 -12 vindstig af norðaustri
og þreifandi bylur. Ég
klæddi mig í fötin og út og
grunaði nú að eitthvað gæti
hafa skeð í svona roki. Það
var svo hvasst á sandinum
að ég varð að skríða. Þegar
ég var búinn að berjast þetta
í veðrinu út fyrir skóla þá sá
ég skipið þar sem var á
sandinum. Heklutindur var
upp á eina steininum sem til
var á sandinum. Hann hafði
rekið upp á steininn og hann
var inn úr síðunni og síðan
burt. Það var ekkert við því
að gera og ég fór heim í hús
aftur og varð að bíða. Við
urðum að bíða tvo daga því
við höfðum enga talstöð.
Talstöðin í bátnum var auð-
vitað ónýt og farinn til and-
skotans. Það var farið að
svipast eftir okkur eftir tvo
daga. Okkur leið ágætlega.
Ég keypti flakið af trygging-
unum og fór með það vest-
ur. Ég var að hugsa um að
gera við bátinn en það varð
ekkert úr því enda var það
svo mikið verk.
Eftir þetta óhapp keypti
ég Karmoy. Hann var búinn
að sökkva í rækjuróðri inn í
ísafjarðardjúpi og farast á
honum tveir menn. Hann
var tekinn upp af hafsbotni
og endurbyggður og ég
keypti hann uppgerðan. Ég
hafði enga ótrú á bátnum þó
þetta hefði komið fyrir
hann. Ég skírði hann Reynir
og hann reyndist mér vel.“
Skipbrot undir
Hornbjargi
„Einu sinni vorum við á
Reyni við eggjatöku í Ran-
anum í Hornbjargi. Jósef
Stefánsson úr Furufirði og
Trausti bróðir voru með
mér. Það var hafís alveg upp
að bjarginu. Við vorum að
keyra heim undir bjarginu.
Jósep kom þá til mín og seg-
ir: „Farðu nú frammí og
fáðu þér kaffi, ég þekki
þetta hérna.“ Ég geri það og
þegar ég er kominn fram á
dekkið þá finn ég að bátur-
inn tekur eitthvað niðri.
Mér fannst það nú ekki vera
mikið og ekki vera neitt
mál. Ég fór fram í og er að
fara niður í lúkarinn þegar
ég stend allt í einu í sjó upp
fyrir hné. Þá hafði rekist
steinnibba í gegnum bátinn.
Ég stökk aftur í og þreif
stýrið og setti allt í botn og
keyrði upp í fjöru. Það hafð-
ist eiginlega alveg upp undir
fjöru og þar sökk báturinn.
Við vorum með smájullu
með okkur og alveg sléttur
sjór út af ísnum en veður var
ekkert sérstaklega gott.
Sjórinn var eins og heiðar-
tjörn fyrir ofan ísinn. Við
dömluðum síðan á drekk-
hlaðinnu jullunni með landi
fyrir Hornröndina. Þar sett-
um við bátinn upp og
löbbuðum heim.
Síðan fórum við yfir í
Höfn í skipbrotsmannaskýl-
ið og kölluðum í ísafjörð og
létum vita. Þá hittist svo vel
á að varðskipið Albert var
einhvers staðar hér út af.
Hann kom til okkar og fóru
á staðinn undir bjarginu sem
báturinn var. Kafari fór nið-
ur og klíndi smjörlíki í gat-
ið. Þeir höfðu góðar dælur
og gátu þurrkað bátinn og
náðu honum upp. Við fór-
um svo með bátinn vestur á
ísafjörð og settum hann í
slipp. Þar var gert við þessar
skemmdir og allt varð í lagi.
Ég var á Reyni á skaki,
netum og rækju. Fyrir rest
kom að honum leki og hann
sökk undir Grænuhlíðinni.
Þetta var svo gamalt skip að
hann hefði þurft stórviðgerð
hefði hann átt að verða full-
kominn.“
Fórum báðir í
sjóinn
„Ég var á rækju inn á ísa-
firði á Sólrúnu, sem ég átti,
og með mér var Beggi á
Skarði. Við vorum fram af
Svansvíkinni. Við vorum
búnir að hífa trollið upp og
vorum að spalla saman. Við
lögðumst út á trollhlerann
þar sem hann hékk í gálgan-
um öðru meginn. Hlerinn
hlunkaði þá niður og við
steyptumst báðir á hausinn í
sjóinn. Báturinn var með
samankúplað 02 var á dálít-
illi ferð. Ég greip strax í
trollvænginn og hann neldur
áfram að renna út. Þá fór ég
yfir á hinn vænginn, kraflaði
mig einhvern veginn yfir.
Þar gat ég haldið mér. Bát-
urinn fór alltaf í hringi.
Beggi var nú ungur og
hraustur maður og hann
synti fram með síðunni og
komst upp í bátinn. Svo
náði hann mér upp. Það var
10 stiga frost. Þetta blessað-
ist allt en ég var að hugsa
það eftir á, að það var sam-
ankúplað og skrúfan á og ég
mundi náttúrlega ekkert eft-
ir henni og ég með lappirnar
þarna við hana. Þetta var
mjög sérkennilegt atvik.“
Hvalræði
„Það eru nú komin tvö ár
síðan ég kom í land. Ég fer á
sumrin á skak einstaka sinn-
um. Ég geri eiginlega mest
ekkert núna. Núna er ég að
telja rækjuna fyrir
rækjukarlana þegar þeir
koma að á kvöldin. Ég geri
líka út bát með syni mínum
og við eigum hann saman.
Mér líst ekkert á þessi
hvalafriðunarmál. Það er
verið að friða hvalinn og
okkur er skammtaður
þorskkvóti. Þeir eru að
reyna að koma þorkstofnun-
um upp bara fyrir hvalinn.
Hvalurinn fær að vaxa
óhindrað og til hvers and-
skotans er þá verið að skera
niður þorskvótann til okkar.
Er ekki betra að við nýtum
hann heldur en hvalurinn?
Við eigum líka að nýta hval-
inn. Ég skil ekki svona
stefnu. Ég verð að segja það
eins og er. Þetta er að verða
algert hvalræði. Svo er kom-
ið eitthvað kvak frá Banda-
ríkjamönnum um það að
fara varlega í að veiða fisk
svo hvalurinn fengi nóg að
borða. Það eru komnar upp
raddir um að friða fiskinn
fyrir hvalinn. Nú er hvalur-
inn að eyðileggja næturnar
fyrir loðnusjómönnum því
það er orðið svo mikið af
hval að hann er farinn að
vaða yfir allt. í sumar voru
allir firðir fullir af hrefnu og
hana má ekki veiða.
Mér finnst líka hæpið hjá
ríkisstjórninni að fara að
taka af gatið til Súganda-
fjarðar. Súgfirðingar fram-
leiða töluvert í þjóðarbúið.
Ég held að Reykvíkingar
hafi gott af því líka sem Súg-
firðingar framleiða því þeir
framleiða nú ekki mikið
sjálfir. Hér er smávísa um
þetta sem ég setti saman:
Pað er Davíðsmanna mat
frá merkum stjórnarþingum,
að það verði ekkert gat
œtlað Súgfirðingum.
Þegar Kjartan er spurður
hvað það sé sem dragi hann
norður í Hornvík á hverju
vori, svarar hann: „Þetta er
nokkuð sem ég ræð ekki við
og vil ekkert ráða við. Ég
veit ekki hvað skal segja -
manni líður svo vel þarna..
Bara að vera inni í Hornvík-
inni. Ég get ekki lýst því
hvað það er eða hvernig það
er. Umhverfið hefur svona
áhrif á mann. Undir niðri er
þetta kannski tryggðin við
æskuslóðirnar þó maður
geri sér ekki grein fyrir því.
Fyrir mig er þetta alveg eins
og sérstakur heimur og það
er alveg ómögulegt að lýsa
því. Ég verð að fara norður
á vorin og ætla að gera það
meðan ég get.“
-GHj.
• Kjartan með eggjaskrínu á baki, og hjálm á höfði að koma úr Gjánni. Kippan hangir
framan á honum.