Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 25
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991
25
Bolungarvík:
„Eg er tilbúinn til
þess að taka slaginn
við Jón Baldvin"
-segir Karvel Pálmason um ord
sem Jón Baldvin lét falla um hann
í viðtali í tímaritinu Mannlífi
Karvel pálma-
SON, fyrrverandi al-
þingismaður, sat á þingi í ein
tuttugu ár fyrir Vestfirðinga.
Ekki var andrúmsloftið all-
taf rólegt í kringum Karvel,
en nú eftir að hann er hætt-
ur þingmennsku hefur Jón
Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins og
utanríkisráðherra, gefíð
honum einkunn með um-
mælum sem höfð eru eftir
honum í löngu viðtali í tíma-
ritinu Mannlífi. BB hitti
Karvel Pálmason á smíða-
stofu hans í kjallara Verka-
lýðsfélagshússins í Bolung-
arvík þar sem hann var að
ramma inn myndir og spurði
hann um hans viðhorf til
ummæla formannsins.
Aðspurður um hvort hon-
um fyndust ummæli Jóns
Balvins sanngjörn, sagði
Karvel: „Pað er ekki mitt að
segja um það hvort þau eru
sanngjörn í minn garð, um
það verða aðrir að dæma.
Eg átti að vísu ekki von á
svona sendingu eftir það
sem hann bað um fyrir kosn-
ingar í vor, að menn sættust
og handsöluðu þannig í
þingflokksherbergi Alþýðu-
flokksins sættir og allt væri
gleymt. Nú kemur hann í
bakið á mér sem er hættur
og ég er reiðubúinn til þess
að taka slaginn við hann ef
hann vill.“
„í þessum orðum getur
falist margt. Eg mun svara
Jóni Baldvin á sínum tíma
þegar ég tel það henta.
Vestfirskir jafnaðarmenn
hafa svarað honum og munu
svara. Það er með ólíkind-
um, að formaður flokks,
hvort sem það er þessi
flokkur eða einhvers ann-
ars, skuli haga sér með þess-
um hætti, eftir að hafa beðið
um sátt fyrir kosningar og
málin hafa verið felld niður.
Mér finnst það afskaplega
einkennilegt að menn skuli
finna hvatir hjá sér til svona
hluta eftir að hafa sæst að
beiðni hans sjálfs og ég er
hættur í framboði fyrir Al-
þýðuflokkinn. Ég segi ekk-
ert meira hvort ég er hættur
fyrir einhverja aðra.“
Karvel hélt
áfram:„Ummæli Jóns gefa
mér tilefni til þess að hug-
leiða... - hvað eru menn í
forystu stjórnmálaflokka að
fara með svona hluti. Ég
veit ekki neitt dæmi þess að
formaður stjórnmálaflokks
hafi með þessum hætti ráðist
gegn sínum samherjum eftir
að þeir eru sestir í helgan
stein eins og ég hef gert.
Það kann að kalla á miklu
meira en Jón Baldvin gerir
sér grein fyrir.“
Um það sem utanríkisráð-
herrann sagði um Jóhönnu
Sigurðardóttir félagsmála-
ráðherra í Mannlífsviðtal-
inu, segir Karvel: „Þetta er
með ólíkindum og auðvitað
getur Jóhanna svarað fyrir
sig því hún er í sviðsljósinu.
Það er með ólíkindum að
Jón Baldvin skuli ráðast
svona að samráðherra sín-
um og varaformanni flokks
síns. Menn getur greint á
hvernig hún hafi staðið sig,
en það er ekki formaður
flokks hennar að bera á torg
• Karvel Pálmason.
ón Baldvin segist ekki í nokkrum vafa um nö gern-
ingahríðin gegn honum og Alþvðuflokknum vegna
matarskattsins, hafi haft langvarandi áhrif. „Hún
\'ar það hörð, að hún spillti fvlgisvonum flokksins
til þessa dags."
Voru einh\erjir samstarsfmenn þínir sem brugð-
ust á þessum tíma?
„Já, reyndar einn. Karvel Pálmason. Hann komst
I inn á þing á jakkalöfum Hannibals árið 1970 og \ar
I talinn vera einskonar pólitískur fóstursonur hans.
V Við bræður, Ólafur og ég, studdum hann dvggi-
lega. Skrifuðum fvrir hann ræðurnar og settum þær
sína í hvorn vasann þegar hann fór á fundina.
Þannig að hann á okkur feðgum vmislegt upp að unna.
I þessu gerningastríði, þegar mest var \eist að mér,
leigði hann sér penna, guðfræðing nokkurn, til að skrifa
um mig níðgreinar. Eftir það nennti ég ekki að tala við
hann. Mér fannst það vera fvrir neðan mína virðingu.
fyrir aðra. Það er auðvitað
hneyksli að ganga svona
fram. Ég veit ekkert hvað
Jóni Baldvin gengur til í
þessum efnum. Kannski er
hann bara svona innréttað-
ur. Kannski þurfi Jakob Frí-
mann og lið til þess að berja
á bumbur og berja út þessa
þætti í hans búk. Þetta væri
við hæfi þegar Jakob Frí-
mann kemur heim.
Við þeirri spurningu hvort
Karvel sé sár út af þessum
ummælum, svarar hann:
„Já, ég er að vissu leyti sár,
en hugsanlega eru aðrir
Særðari en ég. Mér finnst al-
veg með ólíkindum að Jón
Baldvin skuli ekki einu sinni
geta látið Hannibal Valdi-
marsson, föður sinn, í friði í
gröfinni. Ég er alveg sann-
færður um' það að ég á
Hannibal margt að þakka.
Kannski ég hafi farið upp-
haflega inn á þing á jakklöf-
um hans og það er ekki til
tekna fyrir þá bræður, Ólaf
og Jón Baldvin Hannibals-
syni. Það er til tekna fyrir
gamla manninn sjálfan og
hann skal eiga það.“
í lokin sagði Karvel:
„Mér sýnist það, eins og ég
met stjórnmál, þá er þetta
eina og sanna leið formanns
til þess að ganga þannig frá
málum, að hans væntanleg-
ur frambjóðandi á Vest-
fjörðum sé nánast dauður.
Þannig er trúlega búið að
ganga frá því, að frambjóð-
andi Alþýðubandalagsins
eigi sér hér trygga stöðu í
framtíðinni. Það er ein-
kennilegt að formaður Al-
þýðuflokksins skuli standa
þannig að málum.
-GHj.
Óskum
starfsfólki okkar
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla, árs
ogfriðar, og þökkum
jafnframt samstarfog viðskipti
á líðandi ári.
Hjólbarðaverkstæði
ísafjarðar hf.
Þórsberg hf.
Tálknafirði
Eyrasparisjóður
Patreksfirði, Tálknafirði
Bensínstöðin
ísafirði
Prentsmiðjan Oddi hf.
Bifreiðaverkstæðið NONNI
Bolungarvík - Sími 7440
'AIIAJ. t
PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA
Suðurver Suðureyri
Sími 6188
Söluskálinn Súðin
Súðavík - Sími 4981
l#
RÍKISÚTVARPIÐ
SKUTULL
Blað Alfýðuflokksins í Vestfjarðakjördæmi
mm
lALMENNAR
Bolungarvík - Sími 7348
Alþýðusamband Vestfjarða